Fleiri fréttir

Fimmtíu ára aldursmunur á Berlusconi og nýju unnustunni

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti í dag að hann hefði trúlofast ástkonu sinni, hinni 27 ára gömlu Francesca Pascale. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, nema hvað ungfrúin er 50 árum yngri en Berlusconi.

Líkir skrautinu sínu við Mustang

„Ef þú kaupir þér Mustang þá ertu ekki að hugsa um hversu miklu hann eyðir" segir metnaðarfullur Suðurnesjamaður um jólaskrautið sitt.

Fá mál afgreidd á þingi

Alls hefur ríkisstjórnin lagt fram 110 þingmál frá því þingstörf hófust í haus en aðeins 11 eru afgreidd.

Segir Glitni hafa verið betur tryggðan eftir viðskiptin

Vísir leitaði viðbragða frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni vegna ákæru sérstaks saksóknara í Aurum-málinu, en ákæran var birt opinberlega í dag. Jón Ásgeir vísaði á svar sitt í Fréttablaðinu á föstudaginn. Í yfirlýsingunni sagði Jón Ásgeir að Aurum málið væri skáldað sakamál. Hann segir að sakarefni sem á sig eru borin standist ekki skoðun. Orðrétt segir Jón Ásgeir:

Jón Ásgeir gaf Lárusi tilefni til að óttast um stöðu sína

Sérstakur saksóknari hefur undir höndum gögn sem benda til þess að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, tilefni til þess að óttast um stöðu sína innan Glitnis léti Lárus ekki að vilja hans. Þetta kemur fram í ákæru í Aurum málinu, þar sem fjórir menn eru ákærðir fyrir sex milljarða lánveitingu frá Glitni vegna kaupa á Aurum.

Hver var Adam Lanza?

Lanza hafði aldrei komist í kast við lögin. Fyrrverandi bekkjarfélagi segir hann hafa verið snilling.

Sakaður um að hafa beitt starfsmenn Glitnis þrýstingi í Aurum-málinu

Með sex milljarða lánveitingu frá Glitni banka til að fjármagna kaup FS38 á 25,7% hlut Fons í Aurum Holding var áhættunni af kaupunum velt yfir á Glitni banka. Þetta kemur fram í ákæru sem sérstakur saksóknari gaf út fyrir helgi í Aurum málinu. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis banka, eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánsins.

Snúast gegn H&M

Alþjóðleg mannréttindasamtök snúast nú gegn fataverslunarkeðjunni H&M.

Ásakanir um kosningasvindl í Egyptalandi

Bræðralag múslima lýsir yfir sigri og segir stjórnarskrárdrögin hafa verið samþykkt en andstæðingar þeirra saka Bræðralagið um kosningasvindl.

Alvöru Hungurleikar í bígerð

Bandaríska sjónvarpsstöðin CW tilkynnti í vikunni sem leið að von væri á raunveruleikaþætti sem minnir um margt á skáldsöguna um Hungurleikana.

Vill þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB fyrir 2015

Boris Johnson, borgarstjóri í Lundúnum, segir að David Cameron, forsætisráðherra Breta, ætti að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu, fyrir næstu þingkosningar árið 2015, um áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu. Hann ætti að búa sig undir það að Bretar yfirgefi sambandið.

Von á fimm þúsund gestum í jarðarförina

Jacintha Saldanha, hjúkrunarfræðingurinn sem svipti sig lífi eftir að hafa orðið fyrir barðinu á símahrekk ástralskra útvarpsmanna, verður jörðuð á morgun.

"Hommafælni er hatur"

„Við ættum ekki að líta á hommafælni sem ótta," segir Jón Gnarr.

Hálka víða á landinu

Hálka eða hálkublettir eru víðast hvar á landinu í dag og snjóþekja á Vestfjörðum og um austanvert land.

Börnin sem dóu voru sex og sjö ára gömul

Yfirvöld birtu núna í kvöld nöfn þeirra 26 einstaklinga sem fórust í gær þegar óður byssumaður gekk berserksgang í grunnskóla í Connecticut í Bandaríkjunum. AP fréttastofan greinir frá því að allir þeir sex fullorðnu einstaklingar sem voru drepnir voru konur. Af þeim tuttugu börnum sem voru myrt, voru átta drengir og tólf stúlkur. Öll voru börnin sex og sjö ára gömul. Yfirvöld vinna nú að því að afla frekari upplýsinga um hinn 20 ára gamla Adam Lanza sem myrti börnin, en hann fyrirfór sér eftir að hann framdi ódæðið.

Telur gildi rammaáætlunar ógnað

Forseti ASÍ gagnrýnir það harðlega að ekki hafi verið farið eftir tillögum sérfræðinganefndar að rammaáætlun heldur hafi stjórnvöld breytt tillögunum eftir á.

Er milljónamæringur eftir kvöldið

Heppinn lottóspilari var með allar tölur réttar í Lottóinu í kvöld og hlýtur í vinning tæplega fimm og hálfa milljón króna.

Áhugi á garðyrkjunámi eykst

Enginn hafði áhuga á að læra ylrækt fyrir nokkrum árum en nú hefur dæmið heldur betur snúist við því 12 nemendur eru í slíku námi í dag.

Þröngvaði sér inn í skólann

"Það lítur út fyrir að honum hafi fyrst verið meinaður aðgangur en hann hafi þá ruðst inn," segir lögregla.

Sjá næstu 50 fréttir