Skammbyssa til á þriðja hverju heimili Boði Logason skrifar 15. desember 2012 19:00 Umræðan um skotvopnaeign í Bandaríkjunum mun örugglega ná nýjum hæðum eftir voðaverkin í Newtown, segir prófessor í félagsfræði. Skammbyssa er inni á þriðjungi heimila í landinu. Manndrápstíðnin í Bandaríkjunum er mun hærri en gengur og gerist annars staðar í Vestur-Evrópu. Skotvopn koma við sögu í tveimur af hverjum þremur manndrápum í landinu en það er miklu hærra hlutfall en í öðrum vestrænum löndum. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að skotvopnalöggjöfin vestanhafs sé með þeim frjálslegri sem finnst í lýðræðisríkjum - og þá sérstaklega hvað varðar skambyssueign.En afhverju eiga svo margir Bandaríkjamenn byssu? „Þetta er álitinn vera stjórnarskrárbundinn réttur einstaklingsins, að eiga byssu til að verja sig. Svo er einnig álitið að byssueign dragi úr afbrotum, þetta sé ákveðin fæling til að draga úr afbrotum," segir hann. En reynslan sýni akkúrat öfugt við það. „Afleiðingin er sú að skammbyssueign í bandarísku samfélagi hefur gert það að verkum að byssunum er beint gegn vinum og fjölskyldu þegar það koma upp deilur, það verður eitthvað augnabliksæði og einnig þegar áfengis- eða vímuefnanotkun er til staðar." „Umræðan um löggjöfina og skotvopnaeign í Bandaríkjunum mun örugglega ná nýjum hæðum í ljósi þessa voðaatburðar í gær. Nokkur slík tilfelli sem hafa átt sér stað á þessu ári. Umræðan um að endurskoða löggjöfina fer eflaust á flug,“ segir Helgi. „Það eru líka mörg rök sem mæla með því að breyta ekki löggjöfinni, skotvopn eru svo almenn í Bandaríkjunum og það er mikið um ólögleg vopn, og það er svarta markaðsbrask, það eru alltaf einhverjar leiðir til að ná í skotvopn. En einhversstaðar verður að byrja. Ég held að það væri heillavænlegt fyrir bandarískt samfélag að skoða sinn hug núna og draga úr skotvopnaeign. Ein leið til þess er herða löggjöfina." Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Umræðan um skotvopnaeign í Bandaríkjunum mun örugglega ná nýjum hæðum eftir voðaverkin í Newtown, segir prófessor í félagsfræði. Skammbyssa er inni á þriðjungi heimila í landinu. Manndrápstíðnin í Bandaríkjunum er mun hærri en gengur og gerist annars staðar í Vestur-Evrópu. Skotvopn koma við sögu í tveimur af hverjum þremur manndrápum í landinu en það er miklu hærra hlutfall en í öðrum vestrænum löndum. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að skotvopnalöggjöfin vestanhafs sé með þeim frjálslegri sem finnst í lýðræðisríkjum - og þá sérstaklega hvað varðar skambyssueign.En afhverju eiga svo margir Bandaríkjamenn byssu? „Þetta er álitinn vera stjórnarskrárbundinn réttur einstaklingsins, að eiga byssu til að verja sig. Svo er einnig álitið að byssueign dragi úr afbrotum, þetta sé ákveðin fæling til að draga úr afbrotum," segir hann. En reynslan sýni akkúrat öfugt við það. „Afleiðingin er sú að skammbyssueign í bandarísku samfélagi hefur gert það að verkum að byssunum er beint gegn vinum og fjölskyldu þegar það koma upp deilur, það verður eitthvað augnabliksæði og einnig þegar áfengis- eða vímuefnanotkun er til staðar." „Umræðan um löggjöfina og skotvopnaeign í Bandaríkjunum mun örugglega ná nýjum hæðum í ljósi þessa voðaatburðar í gær. Nokkur slík tilfelli sem hafa átt sér stað á þessu ári. Umræðan um að endurskoða löggjöfina fer eflaust á flug,“ segir Helgi. „Það eru líka mörg rök sem mæla með því að breyta ekki löggjöfinni, skotvopn eru svo almenn í Bandaríkjunum og það er mikið um ólögleg vopn, og það er svarta markaðsbrask, það eru alltaf einhverjar leiðir til að ná í skotvopn. En einhversstaðar verður að byrja. Ég held að það væri heillavænlegt fyrir bandarískt samfélag að skoða sinn hug núna og draga úr skotvopnaeign. Ein leið til þess er herða löggjöfina."
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira