Áhugi á garðyrkjunámi eykst Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. desember 2012 17:11 Áhugi á námi í ylrækt hér á landi hefur aukist mikið en nú eru 12 nemendur í slíku námi í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi. Þar er einnig eina tilraunagróðurhús landsins en Samband garðyrkjubænda var að færa skólanum fimm milljónir krónur í gjöf, sem á að renna til tækjabúnaðar í húsinu. Það er Landbúnaðarháskóli Íslands sem rekur Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi fyrir ofan Hveragerði en það er eini skóli sinnar tegundar hér á landi. Við skólann fer fram öflug tilraunar- og rannsóknarstarfsemi í glæsilegu gróðurhúsi. Sveinn Sæland, formaður Sambands garðyrkjubænda koma færandi hendi í gær og afhenti skólanum 5 milljóna króna gjöf, sem á að fara í tæki í tilraunargróðurhúsinu. „Okkur er mjög í mun að hér séu stundaðar hátæknitilraunir. Til þess þarf góðan búnað og við vildum leggja til pening í það," segir Sveinn.Hversu mikilvægt er þetta húsnæði fyrir ykkur? „Það er gríðarlega mikilvægt. Hér hafa farið fram mjög öflugar tilraunir, sérstaklega í tómötum og papriku. Við teljum að það sé að skila sér inn í greinina. Aðstæður hér eru á heimsvísu og margar þjóðir öfunda okkur af þessari aðstöðu," segir Sveinn. Enginn hafði áhuga á að læra ylrækt fyrir nokkrum árum en nú hefur dæmið heldur betur snúist við því 12 nemendur eru í slíku námi í skólanum í dag. Ágúst Sigurðsson er rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. „Ég held ég skýri áhugann bara aðallega í því að fólk sér tækifæri í framleiðslu á þessu sviði, fyrir utan hvað þetta er óskaplega skemmtilegt," segir Ágúst.Erum við nógu duglega að borða íslenska grænmetið? „Nei, það hugsa ég nú ekki. Ég hugsa að við mættum gera enn meira af því. Hins vegar eru vinsældir íslenska grænmetisins gífurlega miklar. Þú finnur ekki þann Íslending sem hælir ekki íslensku grænmeti í bak og fyrir," segir hann. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Áhugi á námi í ylrækt hér á landi hefur aukist mikið en nú eru 12 nemendur í slíku námi í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi. Þar er einnig eina tilraunagróðurhús landsins en Samband garðyrkjubænda var að færa skólanum fimm milljónir krónur í gjöf, sem á að renna til tækjabúnaðar í húsinu. Það er Landbúnaðarháskóli Íslands sem rekur Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi fyrir ofan Hveragerði en það er eini skóli sinnar tegundar hér á landi. Við skólann fer fram öflug tilraunar- og rannsóknarstarfsemi í glæsilegu gróðurhúsi. Sveinn Sæland, formaður Sambands garðyrkjubænda koma færandi hendi í gær og afhenti skólanum 5 milljóna króna gjöf, sem á að fara í tæki í tilraunargróðurhúsinu. „Okkur er mjög í mun að hér séu stundaðar hátæknitilraunir. Til þess þarf góðan búnað og við vildum leggja til pening í það," segir Sveinn.Hversu mikilvægt er þetta húsnæði fyrir ykkur? „Það er gríðarlega mikilvægt. Hér hafa farið fram mjög öflugar tilraunir, sérstaklega í tómötum og papriku. Við teljum að það sé að skila sér inn í greinina. Aðstæður hér eru á heimsvísu og margar þjóðir öfunda okkur af þessari aðstöðu," segir Sveinn. Enginn hafði áhuga á að læra ylrækt fyrir nokkrum árum en nú hefur dæmið heldur betur snúist við því 12 nemendur eru í slíku námi í skólanum í dag. Ágúst Sigurðsson er rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. „Ég held ég skýri áhugann bara aðallega í því að fólk sér tækifæri í framleiðslu á þessu sviði, fyrir utan hvað þetta er óskaplega skemmtilegt," segir Ágúst.Erum við nógu duglega að borða íslenska grænmetið? „Nei, það hugsa ég nú ekki. Ég hugsa að við mættum gera enn meira af því. Hins vegar eru vinsældir íslenska grænmetisins gífurlega miklar. Þú finnur ekki þann Íslending sem hælir ekki íslensku grænmeti í bak og fyrir," segir hann.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira