Fleiri fréttir Lögðu hald á ólöglega mjólk á höfuðborgarsvæðinu Meðal annars var lagt hald á ólöglega mjólk sem var til sölu í stórmarkaði á höfuðborgarsvæðinu. 15.12.2012 13:44 Mandela fór í gallsteinaaðgerð Nelson Mandela, fyrsti þeldökki forseti Suður-Afríku, fór í gallsteinaaðgerð í morgun. Ríkisstjórnin í Suður-Afríku gaf út yfirlýsingu um þetta í morgun. Aðgerðin heppnaðist vel og Mandela er á batavegi. Mandela, sem er 94 ára gamall, var lagður inn á spítala á laugardaginn með sýkingu í lunga. Rannsóknir leiddu í ljós að hann var með gallsteina og læknar ákváðu að fjarlægja þá um leið og hann hefði jafnað sig á sýkingunni. 15.12.2012 13:30 Þingmenn huga að jólahléi Formenn þingflokka funda um helgina og reyna að komast að samkomulagi um jólahlé. 15.12.2012 13:26 Nöfn fórnarlambanna væntanlega birt í dag Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa fordæmt skotárásina í Bandaríkjunum í gær en nöfn hinna látnu verða væntanlega birt í dag. 15.12.2012 13:17 Jólamarkaðurinn skilar fé í matarsjóðinn Lokadagur jólamarkaðar Fjölskylduhjálpar er í dag. Allar vörur á hundrað krónur. 15.12.2012 13:10 Þrír fluttir á slysadeild eftir fjallgöngu Þrír voru fluttir slasaðir með sjúkrabíl á slysadeild eftir að þeir hrösuðu í göngu við Vatnshlíðarhorn, nærri Kleifarvatni. Hópur fólks var þar í göngu í morgun. Ekki er talið að meiðsl fólksins séu alvarleg og mun fólkið hafa komist sjálft niður fjallið og á bílaplan þar sem sjúkrabíll var til taks. Fjallabíll sjúkraliðsins var sendur af stað til aðstoðar en ekki reyndist nauðsynlegt að nota hann. 15.12.2012 13:07 Búist við stormi syðst á landinu Vaxandi vindur er suðaustan til, og má búast við stormi við syðst á landinu og suðaustan til í dag, einnig má búast við hvössum vindhviðum við fjöll, einkum í Öræfasveit og undir Eyjafjöllum í dag og fram á kvöld. 15.12.2012 13:03 Útsölur bannaðar í Kringlunni fyrir jól Samkvæmt innanhúsreglum Kringlunnar er óheimilt að halda útsölur í húsinu fyrir jólin. Útsölur eru einungis leyfðar á ákveðnum skilgreindum tímabilum. 15.12.2012 12:23 Þyrla sótti meðvitundarlausa konu Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt vegna konu sem fannst við sumarhúsabyggð í Grímsnesi. 15.12.2012 11:56 Tölvuþrjótar undirbúa árás á bandaríska banka Fjármálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa varað banka þar í landi við því að hópur rússneskra tölvuþrjóta sé að undirbúa viðamikla árás á þá. Ætlunin er að stela milljónum af dollurum frá bönkunum sjálfum sem og viðskiptavinum þeirra. 15.12.2012 11:50 Atkvæðagreiðslan hafin Egyptar ganga í dag til atkvæða um nýja stjórnarskrá landsins en gríðarleg öryggisgæsla er á kjörstöðum. 15.12.2012 11:48 Margir mynduðu sjónarspilið Síðustu tvö kvöld hefur verið loftsteinaregn á austurhimni og lesendur Vísis hafa verið iðnir við að senda inn myndir af sjónarspilinu. 15.12.2012 10:50 Gekk berserksgang við Helgamagrastræti Ungur maður eyðilagði fimm bíla á Akureyri í nótt. 15.12.2012 10:25 Árásarmaðurinn vel gefinn en mannfælinn Fjöldi kom saman fyrir utan Hvíta Húsið í gærkvöldi til að minnast þeirra tuttugu barna og sjö fullorðinna sem féllu í skotárás sem gerð var á grunnskólann Sandy Hook. 15.12.2012 10:04 Uppreisnarlið herjar á Damaskus Þótt uppreisnarmenn í Sýrlandi herji nú á höfuðborgina Damaskus og hafi náð miklum árangri undanfarið gætu átökin dregist mjög á langinn, því her Bashar al Assads forseta er enn öflugur. Stjórnarherinn einn hefur auk þess möguleika á flughernaði. 15.12.2012 10:00 Steinaldarmenn framleiddu osta fyrir 7.500 árum Fornleifafræðingar hafa komist að því að steinaldarmenn framleiddu og borðuðu ost fyrir 7.500 árum. 15.12.2012 09:44 Tveimur fílum bjargað með vodka í Síberíu Tveimur fílum var bjargað frá því að frjósa í hel í Síberíu með því að þeim voru gefnir tveir kassar af vodka að drekka sem blandað var með heitu vatni. 15.12.2012 09:42 Þrír handteknir fyrir spellvirki í nótt Þrír ungir karlmenn gista nú fangageymslur lögreglunnar eftir að hafa framið spellvirki í nótt. 15.12.2012 09:27 Átök brutust út milli fylkinga Andstæðingar Mohammeds Morsi forseta áttu í átökum í gær við íslamista sem styðja forsetann, daginn áður en gengið er til atkvæða um nýja stjórnarskrá. Sumir íslamistanna sveifluðu sverðum en andstæðingar forsetans köstuðu grjóti. Kveikt var í að minnsta kosti tveimur bifreiðum. 15.12.2012 09:00 Kyrrstaða er ekki valkostur Árni Páll Árnason sækist eftir formennsku í Samfylkingunni. Hann segir vinstri stjórn alltaf eiga að vera fyrsta valkost og vill umboð til breytinga. Jafnaðarmenn verði að hafa þrek til erfiðra ákvarðana. 15.12.2012 09:00 Norska krónan hækkar enn Norska krónan hefur styrkst verulega síðustu misseri með uppgangi í efnahagslífinu þar í landi. 15.12.2012 08:00 Ellefu ár fyrir aðild að morði Fyrrverandi lögreglumaður, Dmitrí Pavljútsjenkov, hlaut ellefu ára fangelsisdóm fyrir aðild sína að morðinu á blaðakonunni Önnu Politkovsköju. 15.12.2012 08:00 Sextán virkjanir í orkunýtingarflokki Síðari umræða um rammaáætlun hefur staðið dögum saman á Alþingi. Óvíst er um þingmeirihluta fyrir tillögunni og margir stjórnarliðar hafa gert fyrirvara við hana. Af 68 virkjanakostum fara aðeins 16 í orkunýtingarflokk en 20 í verndarflokk. 15.12.2012 07:00 Ekki rætt um uppsagnir á Akureyri Fjöldauppsagnir hafa ekki komið til tals hjá hjúkrunarfræðingum við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri (FSA). Heiða Hringsdóttir, stjórnarformaður hjúkrunarráðs FSA, segir að ástandið meðal hjúkrunarfræðinga á Akureyri sé það sama og á Landspítala hvað niðurskurð varðar. 15.12.2012 06:00 Langur aðdragandi gerir deilu erfiðari Vonast er til að kjaradeila hjúkrunarfræðinga við Landspítalann leysist fyrir jól. Lausn mun þó ekki vera í sjónmáli. Fundir og einhvers konar viðræður eiga sér stað alla daga. Ljósmæður lýsa stuðningi við baráttu kvennastétta hjá ríkinu. 15.12.2012 06:00 Efni frá lesendum setur svip á útgáfu Fréttablaðsins á aðfangadag í ár: Yfir 250 jólasögur bárust „Þátttakan fór langt fram úr vonum,“ segir Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins og formaður dómnefndar í jólasögusamkeppni blaðsins. Yfir 250 sögur bárust í keppnina en skilafrestur rann út 5. desember. 15.12.2012 05:00 Aldrei fór ég suður fær húsaskjól „Þetta kom okkur mjög skemmtilega á óvart. Við höfðum ekki hugmynd um þetta,“ segir Jón Þór Þorleifsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður. 15.12.2012 05:00 Náði ótrúlegri mynd af stjörnuhrapi - síðasti dagur loftsteinadrífunnar Sunna Gautadóttir, ljósmyndanemi, náði ótrúlegri mynd af stjörnuhrapi í gærkvöldi. Loftsteinadrífan Geminítar dynur nú á Jörðinni og nær hún hápunkti sínum í kvöld. 14.12.2012 23:27 Myrti bekk móður sinnar - svartklæddur og vopnaður hríðskotariffli Adam Lanza sem myrti 26 nemendur og kennara í grunnskólanum Sandy Hook í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjum fyrr í dag, er grunaður um aðild að einu morði til viðbótar. 14.12.2012 23:13 Mið-Ísland heldur grínmessu "Þarna verður allt í boði, meir að segja þýfi,“ segir Steindi Jr. sem ætlar ásamt Mið Íslandi að halda grínmessu nú fyrir jólin. 14.12.2012 22:41 Jón Gnarr fékk sér húðflúr í Ráðhúsinu Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, hóf helgina á því að fá sér húðflúr á skrifstofu sinni í Ráðhúsi Reykjavíkur. Það var enginn annar en Fjölnir Geir Bragason, eða Fjölnir Tattoo eins og hann er jafnan kallaður, sem tók að sér verkefnið. 14.12.2012 22:02 Myrti móður sína fyrst - 20 börn látin í Newtown Fjöldamorðinginn í Newtown í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum hét Adam Lanza. Hann var 20 ára gamall og lést á vettvangi í Newtown. Lögregluyfirvöld hafa ekki staðfest hvort að Lanza hafi svipt sig lífi eða hvort að hann var felldur af lögreglumönnum. 14.12.2012 21:15 Síldin var ekki sýkt Ekki er vitað með vissu hvers vegna nokkur þúsund tonn af síld hreinlega synti upp í fjöru í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi í gær. Rannsóknir sem framkvæmdar voru í dag sýna að engin sýking er í fisknum. 14.12.2012 20:59 Ávarp Obama: "Lífið blasti við þeim“ Barack Obama, Bandaríkjaforseta, ávarpaði blaðamenn í Hvíta húsinu fyrir stuttu. Tilefnið var skotárás í grunnskóla í vesturhluta Connecticut-ríkis þar sem 27 hið minnsta féllu, þar af 18 börn. 14.12.2012 20:33 Lík fannst á heimili manns sem tengdur er árásinni Enn er ekki vitað hvort að vígamaðurinn í grunnskólanum Sandy Hook í Connecticut hafi verið einn á ferð. Lögregluyfirvöld í bænum Newtown hafa staðfest að einn árásarmaðurinn hafi fallið á vettvangi. 14.12.2012 19:45 Áform um þyrlumiðstöð Drekasvæðis mæta andstöðu Andstaða landeiganda við Þórshöfn, gegn því að þyrlumiðstöð Drekasvæðisins verði á jörð hans, veldur því að sveitarfélagið Langanesbyggð hefur ekki fengið staðfest aðalskipulag sem gerir ráð fyrir risahöfn og olíu- og gasiðnaði. Það eru raunar sjö ár liðin frá því stórskipahöfn í Gunnólfsvík fór inn á aðalskipulag Skeggjastaðahrepps, sem nú er hluti Langanesbyggðar, en ráðamenn þar hafa síðan reynt að fá athafnasvæðið stækkað. 14.12.2012 18:44 Harmleikur í Connecticut - ein versta skotárás í sögu Bandaríkjanna Hátt í þrjátíu féllu í skotárás í grunnskóla í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld í Newtown hafa staðfest að 18 börn létust í árásinni. 14.12.2012 18:04 CNN fer fögrum orðum um Ísland Íslandsþáttur CNN Business Traveller er farinn í loftið hjá fréttastöðinni. Ólafur Ragnar og Dorrit leika stórt hlutverk í umfjölluninni. 14.12.2012 17:15 Jólaþorpið opnað Jólaþorp Reykjavíkur var opnað formlega af borgarstjóra Reykjavíkur, Jóni Gnarr, i dag. Þorpið verður á Ingólfstorgi og samanstendur af jólakofum sem handverksmarkaðir og fleira verða staðsett í. 14.12.2012 16:31 Gæsluvarðhald staðfest yfir spilavítismönnum Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldúrskurð yfir öllum fjórum mönnunum sem úrskurðaðir höfðu verið í gæsluvarðhald vegna rekstur spilavítis. 14.12.2012 16:22 Fangageymslur lögreglunnar endurbættar Fangageymslur lögreglunnar á Hverfisgötu í Reykjavík hafa verið gerðar upp, ef svo má að orði komast. Geymslurnar voru fyrst teknar í notkun árið 1970 og fjölmargir gist þar eina nótt eða svo í gegnum árin. 14.12.2012 16:15 Smíðakennari hraktist úr starfi vegna ömurlegra vinnuaðstæðna í Laugarnesskóla Reykjavíkurborg er bótaskyld vegna fjártjóns sem smíðakennari varð fyrir þegar hann þurfti að hætta kennslu í Laugarnesskóla, langt fyrir aldur fram, vorið 2005. Maðurinn var kennari að aðalstarfi um árabil. Hann hóf störf sem handmenntakennari við Laugarnesskóla 1989, en lét af störfum vorið 2005. Mál þetta snýst um það að maðurinn telur að hann hafi hrakist úr starfi vegna þess að vinnuaðstæður hafi verið óboðlegar og gert honum ókleift að starfa, vegna asma, sem hann er haldinn. Stefnandi var í fullu starfi frá byrjun, en í stefnu segir að hann hafi oft verið frá vegna veikinda. 14.12.2012 15:41 Ísland gerir átta nýja loftferðasamninga Verulegur árangur náðist í opnun nýrra markaða fyrir íslenska flugrekendur á ráðstefnu Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um loftferðasamninga sem lauk í vikunni. 14.12.2012 15:18 Jón Ásgeir segir sakamálið skáldað Jón Ásgeir Jóhannesson segir í yfirlýsingu sem hann sendi til Fréttablaðsins að Aurum málið sé skáldað sakamál. Hann segir að sakarefni sem á sig eru borin standist ekki skoðun. 14.12.2012 14:30 Gylfi segir sig úr Samfylkingunni Gylfi Arnbjörnsson, Forseti ASÍ, hefur sagt sig úr Samfylkingunni, en hann sendi fjölmiðlum einnig afsögn sína. Þar segir Gylfi meðal annars um ástæðu þess að hann segi sig úr flokknum: "Nú er hins vegar svo komið að ég get ekki lengur varið það gagnvart samvisku minni og þeim hagsmunum sem ég hef helgað starfsferil minn að vera flokksbundin í Samfylkingunni.“ 14.12.2012 14:10 Sjá næstu 50 fréttir
Lögðu hald á ólöglega mjólk á höfuðborgarsvæðinu Meðal annars var lagt hald á ólöglega mjólk sem var til sölu í stórmarkaði á höfuðborgarsvæðinu. 15.12.2012 13:44
Mandela fór í gallsteinaaðgerð Nelson Mandela, fyrsti þeldökki forseti Suður-Afríku, fór í gallsteinaaðgerð í morgun. Ríkisstjórnin í Suður-Afríku gaf út yfirlýsingu um þetta í morgun. Aðgerðin heppnaðist vel og Mandela er á batavegi. Mandela, sem er 94 ára gamall, var lagður inn á spítala á laugardaginn með sýkingu í lunga. Rannsóknir leiddu í ljós að hann var með gallsteina og læknar ákváðu að fjarlægja þá um leið og hann hefði jafnað sig á sýkingunni. 15.12.2012 13:30
Þingmenn huga að jólahléi Formenn þingflokka funda um helgina og reyna að komast að samkomulagi um jólahlé. 15.12.2012 13:26
Nöfn fórnarlambanna væntanlega birt í dag Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa fordæmt skotárásina í Bandaríkjunum í gær en nöfn hinna látnu verða væntanlega birt í dag. 15.12.2012 13:17
Jólamarkaðurinn skilar fé í matarsjóðinn Lokadagur jólamarkaðar Fjölskylduhjálpar er í dag. Allar vörur á hundrað krónur. 15.12.2012 13:10
Þrír fluttir á slysadeild eftir fjallgöngu Þrír voru fluttir slasaðir með sjúkrabíl á slysadeild eftir að þeir hrösuðu í göngu við Vatnshlíðarhorn, nærri Kleifarvatni. Hópur fólks var þar í göngu í morgun. Ekki er talið að meiðsl fólksins séu alvarleg og mun fólkið hafa komist sjálft niður fjallið og á bílaplan þar sem sjúkrabíll var til taks. Fjallabíll sjúkraliðsins var sendur af stað til aðstoðar en ekki reyndist nauðsynlegt að nota hann. 15.12.2012 13:07
Búist við stormi syðst á landinu Vaxandi vindur er suðaustan til, og má búast við stormi við syðst á landinu og suðaustan til í dag, einnig má búast við hvössum vindhviðum við fjöll, einkum í Öræfasveit og undir Eyjafjöllum í dag og fram á kvöld. 15.12.2012 13:03
Útsölur bannaðar í Kringlunni fyrir jól Samkvæmt innanhúsreglum Kringlunnar er óheimilt að halda útsölur í húsinu fyrir jólin. Útsölur eru einungis leyfðar á ákveðnum skilgreindum tímabilum. 15.12.2012 12:23
Þyrla sótti meðvitundarlausa konu Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt vegna konu sem fannst við sumarhúsabyggð í Grímsnesi. 15.12.2012 11:56
Tölvuþrjótar undirbúa árás á bandaríska banka Fjármálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa varað banka þar í landi við því að hópur rússneskra tölvuþrjóta sé að undirbúa viðamikla árás á þá. Ætlunin er að stela milljónum af dollurum frá bönkunum sjálfum sem og viðskiptavinum þeirra. 15.12.2012 11:50
Atkvæðagreiðslan hafin Egyptar ganga í dag til atkvæða um nýja stjórnarskrá landsins en gríðarleg öryggisgæsla er á kjörstöðum. 15.12.2012 11:48
Margir mynduðu sjónarspilið Síðustu tvö kvöld hefur verið loftsteinaregn á austurhimni og lesendur Vísis hafa verið iðnir við að senda inn myndir af sjónarspilinu. 15.12.2012 10:50
Gekk berserksgang við Helgamagrastræti Ungur maður eyðilagði fimm bíla á Akureyri í nótt. 15.12.2012 10:25
Árásarmaðurinn vel gefinn en mannfælinn Fjöldi kom saman fyrir utan Hvíta Húsið í gærkvöldi til að minnast þeirra tuttugu barna og sjö fullorðinna sem féllu í skotárás sem gerð var á grunnskólann Sandy Hook. 15.12.2012 10:04
Uppreisnarlið herjar á Damaskus Þótt uppreisnarmenn í Sýrlandi herji nú á höfuðborgina Damaskus og hafi náð miklum árangri undanfarið gætu átökin dregist mjög á langinn, því her Bashar al Assads forseta er enn öflugur. Stjórnarherinn einn hefur auk þess möguleika á flughernaði. 15.12.2012 10:00
Steinaldarmenn framleiddu osta fyrir 7.500 árum Fornleifafræðingar hafa komist að því að steinaldarmenn framleiddu og borðuðu ost fyrir 7.500 árum. 15.12.2012 09:44
Tveimur fílum bjargað með vodka í Síberíu Tveimur fílum var bjargað frá því að frjósa í hel í Síberíu með því að þeim voru gefnir tveir kassar af vodka að drekka sem blandað var með heitu vatni. 15.12.2012 09:42
Þrír handteknir fyrir spellvirki í nótt Þrír ungir karlmenn gista nú fangageymslur lögreglunnar eftir að hafa framið spellvirki í nótt. 15.12.2012 09:27
Átök brutust út milli fylkinga Andstæðingar Mohammeds Morsi forseta áttu í átökum í gær við íslamista sem styðja forsetann, daginn áður en gengið er til atkvæða um nýja stjórnarskrá. Sumir íslamistanna sveifluðu sverðum en andstæðingar forsetans köstuðu grjóti. Kveikt var í að minnsta kosti tveimur bifreiðum. 15.12.2012 09:00
Kyrrstaða er ekki valkostur Árni Páll Árnason sækist eftir formennsku í Samfylkingunni. Hann segir vinstri stjórn alltaf eiga að vera fyrsta valkost og vill umboð til breytinga. Jafnaðarmenn verði að hafa þrek til erfiðra ákvarðana. 15.12.2012 09:00
Norska krónan hækkar enn Norska krónan hefur styrkst verulega síðustu misseri með uppgangi í efnahagslífinu þar í landi. 15.12.2012 08:00
Ellefu ár fyrir aðild að morði Fyrrverandi lögreglumaður, Dmitrí Pavljútsjenkov, hlaut ellefu ára fangelsisdóm fyrir aðild sína að morðinu á blaðakonunni Önnu Politkovsköju. 15.12.2012 08:00
Sextán virkjanir í orkunýtingarflokki Síðari umræða um rammaáætlun hefur staðið dögum saman á Alþingi. Óvíst er um þingmeirihluta fyrir tillögunni og margir stjórnarliðar hafa gert fyrirvara við hana. Af 68 virkjanakostum fara aðeins 16 í orkunýtingarflokk en 20 í verndarflokk. 15.12.2012 07:00
Ekki rætt um uppsagnir á Akureyri Fjöldauppsagnir hafa ekki komið til tals hjá hjúkrunarfræðingum við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri (FSA). Heiða Hringsdóttir, stjórnarformaður hjúkrunarráðs FSA, segir að ástandið meðal hjúkrunarfræðinga á Akureyri sé það sama og á Landspítala hvað niðurskurð varðar. 15.12.2012 06:00
Langur aðdragandi gerir deilu erfiðari Vonast er til að kjaradeila hjúkrunarfræðinga við Landspítalann leysist fyrir jól. Lausn mun þó ekki vera í sjónmáli. Fundir og einhvers konar viðræður eiga sér stað alla daga. Ljósmæður lýsa stuðningi við baráttu kvennastétta hjá ríkinu. 15.12.2012 06:00
Efni frá lesendum setur svip á útgáfu Fréttablaðsins á aðfangadag í ár: Yfir 250 jólasögur bárust „Þátttakan fór langt fram úr vonum,“ segir Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins og formaður dómnefndar í jólasögusamkeppni blaðsins. Yfir 250 sögur bárust í keppnina en skilafrestur rann út 5. desember. 15.12.2012 05:00
Aldrei fór ég suður fær húsaskjól „Þetta kom okkur mjög skemmtilega á óvart. Við höfðum ekki hugmynd um þetta,“ segir Jón Þór Þorleifsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður. 15.12.2012 05:00
Náði ótrúlegri mynd af stjörnuhrapi - síðasti dagur loftsteinadrífunnar Sunna Gautadóttir, ljósmyndanemi, náði ótrúlegri mynd af stjörnuhrapi í gærkvöldi. Loftsteinadrífan Geminítar dynur nú á Jörðinni og nær hún hápunkti sínum í kvöld. 14.12.2012 23:27
Myrti bekk móður sinnar - svartklæddur og vopnaður hríðskotariffli Adam Lanza sem myrti 26 nemendur og kennara í grunnskólanum Sandy Hook í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjum fyrr í dag, er grunaður um aðild að einu morði til viðbótar. 14.12.2012 23:13
Mið-Ísland heldur grínmessu "Þarna verður allt í boði, meir að segja þýfi,“ segir Steindi Jr. sem ætlar ásamt Mið Íslandi að halda grínmessu nú fyrir jólin. 14.12.2012 22:41
Jón Gnarr fékk sér húðflúr í Ráðhúsinu Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, hóf helgina á því að fá sér húðflúr á skrifstofu sinni í Ráðhúsi Reykjavíkur. Það var enginn annar en Fjölnir Geir Bragason, eða Fjölnir Tattoo eins og hann er jafnan kallaður, sem tók að sér verkefnið. 14.12.2012 22:02
Myrti móður sína fyrst - 20 börn látin í Newtown Fjöldamorðinginn í Newtown í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum hét Adam Lanza. Hann var 20 ára gamall og lést á vettvangi í Newtown. Lögregluyfirvöld hafa ekki staðfest hvort að Lanza hafi svipt sig lífi eða hvort að hann var felldur af lögreglumönnum. 14.12.2012 21:15
Síldin var ekki sýkt Ekki er vitað með vissu hvers vegna nokkur þúsund tonn af síld hreinlega synti upp í fjöru í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi í gær. Rannsóknir sem framkvæmdar voru í dag sýna að engin sýking er í fisknum. 14.12.2012 20:59
Ávarp Obama: "Lífið blasti við þeim“ Barack Obama, Bandaríkjaforseta, ávarpaði blaðamenn í Hvíta húsinu fyrir stuttu. Tilefnið var skotárás í grunnskóla í vesturhluta Connecticut-ríkis þar sem 27 hið minnsta féllu, þar af 18 börn. 14.12.2012 20:33
Lík fannst á heimili manns sem tengdur er árásinni Enn er ekki vitað hvort að vígamaðurinn í grunnskólanum Sandy Hook í Connecticut hafi verið einn á ferð. Lögregluyfirvöld í bænum Newtown hafa staðfest að einn árásarmaðurinn hafi fallið á vettvangi. 14.12.2012 19:45
Áform um þyrlumiðstöð Drekasvæðis mæta andstöðu Andstaða landeiganda við Þórshöfn, gegn því að þyrlumiðstöð Drekasvæðisins verði á jörð hans, veldur því að sveitarfélagið Langanesbyggð hefur ekki fengið staðfest aðalskipulag sem gerir ráð fyrir risahöfn og olíu- og gasiðnaði. Það eru raunar sjö ár liðin frá því stórskipahöfn í Gunnólfsvík fór inn á aðalskipulag Skeggjastaðahrepps, sem nú er hluti Langanesbyggðar, en ráðamenn þar hafa síðan reynt að fá athafnasvæðið stækkað. 14.12.2012 18:44
Harmleikur í Connecticut - ein versta skotárás í sögu Bandaríkjanna Hátt í þrjátíu féllu í skotárás í grunnskóla í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld í Newtown hafa staðfest að 18 börn létust í árásinni. 14.12.2012 18:04
CNN fer fögrum orðum um Ísland Íslandsþáttur CNN Business Traveller er farinn í loftið hjá fréttastöðinni. Ólafur Ragnar og Dorrit leika stórt hlutverk í umfjölluninni. 14.12.2012 17:15
Jólaþorpið opnað Jólaþorp Reykjavíkur var opnað formlega af borgarstjóra Reykjavíkur, Jóni Gnarr, i dag. Þorpið verður á Ingólfstorgi og samanstendur af jólakofum sem handverksmarkaðir og fleira verða staðsett í. 14.12.2012 16:31
Gæsluvarðhald staðfest yfir spilavítismönnum Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldúrskurð yfir öllum fjórum mönnunum sem úrskurðaðir höfðu verið í gæsluvarðhald vegna rekstur spilavítis. 14.12.2012 16:22
Fangageymslur lögreglunnar endurbættar Fangageymslur lögreglunnar á Hverfisgötu í Reykjavík hafa verið gerðar upp, ef svo má að orði komast. Geymslurnar voru fyrst teknar í notkun árið 1970 og fjölmargir gist þar eina nótt eða svo í gegnum árin. 14.12.2012 16:15
Smíðakennari hraktist úr starfi vegna ömurlegra vinnuaðstæðna í Laugarnesskóla Reykjavíkurborg er bótaskyld vegna fjártjóns sem smíðakennari varð fyrir þegar hann þurfti að hætta kennslu í Laugarnesskóla, langt fyrir aldur fram, vorið 2005. Maðurinn var kennari að aðalstarfi um árabil. Hann hóf störf sem handmenntakennari við Laugarnesskóla 1989, en lét af störfum vorið 2005. Mál þetta snýst um það að maðurinn telur að hann hafi hrakist úr starfi vegna þess að vinnuaðstæður hafi verið óboðlegar og gert honum ókleift að starfa, vegna asma, sem hann er haldinn. Stefnandi var í fullu starfi frá byrjun, en í stefnu segir að hann hafi oft verið frá vegna veikinda. 14.12.2012 15:41
Ísland gerir átta nýja loftferðasamninga Verulegur árangur náðist í opnun nýrra markaða fyrir íslenska flugrekendur á ráðstefnu Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um loftferðasamninga sem lauk í vikunni. 14.12.2012 15:18
Jón Ásgeir segir sakamálið skáldað Jón Ásgeir Jóhannesson segir í yfirlýsingu sem hann sendi til Fréttablaðsins að Aurum málið sé skáldað sakamál. Hann segir að sakarefni sem á sig eru borin standist ekki skoðun. 14.12.2012 14:30
Gylfi segir sig úr Samfylkingunni Gylfi Arnbjörnsson, Forseti ASÍ, hefur sagt sig úr Samfylkingunni, en hann sendi fjölmiðlum einnig afsögn sína. Þar segir Gylfi meðal annars um ástæðu þess að hann segi sig úr flokknum: "Nú er hins vegar svo komið að ég get ekki lengur varið það gagnvart samvisku minni og þeim hagsmunum sem ég hef helgað starfsferil minn að vera flokksbundin í Samfylkingunni.“ 14.12.2012 14:10