Fleiri fréttir Göran Persson heldur fyrirlestur í HÍ á morgun Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, er væntanlegur til Íslands í vikunni. Hann var forsætisráðherra á árunum 1996-2006. Hann mun halda fyrirlestur í Hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun. 26.11.2012 10:39 Segist vera saklaus dópisti og að fjölmiðlar beri ábyrgð á þungum dómi Sverrir Þór Gunnarsson, eða Sveddi tönn eins og hann er að jafnaði kallaður, sakar fjölmiðla um að hafa haft áhrif á réttarkerfið i Brasilíu, en hann var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir skömmu vegna innflutnings á 50 þúsund e-pillum til landsins. 26.11.2012 10:21 Heilinn rotnar af reykingum Reykingar valda því að minnið skemmist og hæfileikinn til þess að læra og rökleiða minnkar, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var í King´s College háskólanum í Lundúnum. Það má því segja að heilinn rotni af reykingum. Rannsóknin náði til 8800 manns, sem allir eru eldri en 50. Niðurstöðurnar, sem birtar voru í vísindatímaritinu Age and Agening, benda til þess að ofþyngd og hár blóðþrýstingur hafi líka slæm áhrif á heilann en ekki eins slæm og reykingar. Vísindamennirnir að baki rannsókninni segja að fólk verði að gera sér grein fyrir því að lífstíll þeirra geti haft áhrif á heilann, alveg eins og hann getur haft áhrif á líkamann. 26.11.2012 10:10 Eitruð hóstasaft hefur kostað 13 mannslíf í Pakistan Eitruð hóstasaft hefur orðið 13 manns að bana í borginni Lahore í Pakistan. Sökum þessa hafa borgaryfirvöld lokað nokkrum apótekum í borginni og einni lyfjaverksmiðju. 26.11.2012 09:33 Margrét ætlar að bjóða sig fram fyrir Dögun Þingmaður Hreyfingarinnar, Margrét Tryggvadóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér fyrir framboðin Dögun - stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og og lýðræði, fyrir næstu þingkosningar. 26.11.2012 09:32 Trillukarl veiddi 500 kg bláuggatúnfisk Kanadískur trillukarl datt í lukkupottinn um helgina þegar hann setti í risavaxinn bláuggatúnfisk undan ströndum Nova Scotia í Kanada. 26.11.2012 08:09 Lögreglan á Akureyri smalaði hrossum í nótt Lögreglumenn á Akureyri brugðu sér í smalamennsku á Ólafsfjarðarvegi seint í nótt, eftir að vegfarandi tilkynnti um þrjú hross á veginum. 26.11.2012 06:37 Vissi ekki að farþegarnir voru undir áhrifum fíkniefna Lögreglan á Selfossi stöðvaði tvo ökumenn í gærkvöldi og reyndist annar þeirra undir áhrifum fíkniefna. 26.11.2012 06:36 Mikill skortur á leikskólakennurum í Malmö Mikill skortur er á leikskólakennurum í Malmö í Svíþjóð og ætla borgaryfirvöld þar að reyna að lokka til sín leikskólakennara frá Kaupmannahöfn til að fylla í lausar stöður. 26.11.2012 06:34 Mjög erfiðar aðstæður þegar tveimur var bjargað af strandstað Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar tókst við mjög erfiðar aðstæður að bjarga tveimur skipbrotsmönnum úr fjörunni í grennd við Straumnesvita á norðanverðum Vestfjörðum laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi, og voru þeir báðir heilir á húfi. 26.11.2012 06:22 Bíræfnum þjófum tókst að stela 18 tonnum af súkkulaði Bífæfnum þjófum tókst að ræna 18 tonnum af súkkulaði frá súkkulaðigerð í bænum Bludenz í Austurríki í síðustu viku. 26.11.2012 06:19 Björguðu rjúpnaskyttu úr sjálfheldu Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út undir kvöld í gær til að bjarga rjúpnaskyttu, sem lenti í sjálfheldu í klettum, norðanmegin í Rjúpnafelli austan Mýrdalsjökuls. 26.11.2012 06:11 Ekkert lát á úrhelli og flóðum á Bretlandseyjum Óveður það sem herjað hefur á sunnanverðum Bretlandseyjum um helgina með stormi og miklu úrhelli mun færa sig norður á bóginn í dag. 26.11.2012 06:10 Baldur siglir til Eyja meðan Herjólfur er í slipp Breiðafjarðarferjan Baldur er nú á leið fyrir Reykjanes í átt til Vestmannaeyja, en ferjan mun sigla á milli lands og Eyja á meðan Herjólfur fer í slipp vegna skemmda sem urðu á skipinu í hafnarmynni Landeyjahafnar um helgina. 26.11.2012 06:07 Þjóðaratkvæðagreiðsla úr sögunni í Katalóníu í bili Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðskilnað Katalóníu frá Spáni er úr sögunni í bili a.m.k. Þetta er niðurstaða kosninganna til héraðsþings Katalóníu um helgina. 26.11.2012 06:05 Nær helmingur hefur aldrei prófað áfengi Vímuefnaneysla unglinga er langminnst á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd. Um fjörutíu prósent íslenskra unglinga í tíunda bekk hafa aldrei prófað áfengi, sígarettur, ólögleg fíkniefni eða aðra vímugjafa, samkvæmt evrópskri rannsókn frá síðasta ári. Albanskir unglingar eru í öðru sæti, en þar er hlutfallið 32 prósent. 26.11.2012 06:00 Hanna Birna vann stórsigur Ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson munu leiða lista Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu í þingkosningunum í vor. Birni Vali Gíslasyni þingmanni var hins vegar hafnað. 26.11.2012 06:00 Þrír til fjórir borgarísjakar við Vestfirði Að minnsta kosti þrír borgarísjakar eru nú við norðvestanverðar Íslandsstrendur. Sá sem er næst landi var einungis um níu mílur frá Straumnesi á Vestfjörðum í gærkvöld. „Þetta er hættulegt. Þeir eru á þannig svæði og svo skammt frá landi,“ segir Björgólfur Ingason, varðstjóri hjá Landhelgisgæslunni „Það má alveg búast við því að það sé meira en búið er að tilkynna okkur um undanfarna daga.“ 26.11.2012 06:00 Erfitt að spyrja um gleraugun á nefinu Sömu tollareglur gilda um vörur sem keyptar eru á brottfararsvæði Leifsstöðvar og um varning sem keyptur er erlendis eða í komuverslun. 26.11.2012 06:00 Grýla vekur alheimsathygli Hin gamla góða íslenska Grýla hefur vakið mikla athygli um helgina. Ástæðan er sú að ljósmynd af málverki sem listamaðurinn Þrándur Þórarinsson málaði fyrir listasýningu árið 2009 fer eins og eldur í sinu um internetið. Ljósmyndin var sett á tenglavefinn reddit og hafa tæplega 620 þúsund manns séð hana á einum sólarhring. Í texta með myndinni á reddit segir að samkvæmt gamalli þjóðsögu éti Grýla börn ef þau haga sér ekki vel um jólin. 25.11.2012 22:03 Erfiður aðskilnaður móður og dóttur á Ströndum Mæðgur úr Árneshreppi á Ströndum, þær Edda Hafsteinsdóttir, kaupfélagsstjóri í Norðurfirði, og fimmtán ára dóttir hennar, Júlíana Lind Guðlaugsdóttir, lýstu erfiðum aðskilnaði í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, en dóttirin þurfti í haust að yfirgefa sveitina sína og flytja til frændfólks í Grafarvogshverfi í Reykjavík þar sem tíundi bekkur grunnskóla er ekki kenndur í Árneshreppi. 25.11.2012 21:41 Sjómennirnir heilir á húfi Landhelgisgæslunni barst rúmlega klukkan sjö neyðarkall frá tólf metra fiskibátnum Jónínu Brynju frá Bolungarvík, með tvo menn í áhöfn, sem var staðsettur NV- af Straumnesi, í nágrenni við Aðalvíkur. 25.11.2012 20:26 Fjölmennt björgunarlið á leiðinni eftir að bátur strandaði Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út eftir að línubátur strandaði við Straumsnes norðan við Aðalvík á Vestfjörðum klukkan rúmlega sjö í kvöld. Tveir menn eru um borð í bátnum, samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni. Björgunarbátar frá Bolungarvík og Ísafirði eru á leið á staðinn, sem og skip sem eru úti á miðunum. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. 25.11.2012 19:43 Lokuð inni í þrjá mánuði - ekki réttlátt Íbúar Árneshrepps mega búast við að vera innilokaðir í þrjá mánuði í vetur þar sem stjórnvöld ætla ekki að kosta snjómokstur. Ung móðir sem nýlega flutti í hreppinn segir bættar vegasamgöngur númer eitt, tvö og þrjú. 25.11.2012 19:32 Reglugerðin gerir húsnæði dýrara og óvistvænna Ný byggingarreglugerð mun gera húsnæði dýrara og óvistvænna, draga úr framkvæmdum, eyða hefðum í íslenskri byggingarlist og hækka lán. Þetta er meðal þess sem kemur fram í máli þeirra Friðriks Ágústs Ólafssonar, forstöðumanns Samtaka iðnaðarins, og Guðrúnar Ingvarsdóttur, verkefnastjóra þróunarverkefna hjá Búseta. 25.11.2012 18:43 Hanna Birna áhrifamesti forystumaðurinn í Sjálfstæðisflokknum Hanna Birna Kristjánsdóttir er talin hafa styrkt stöðu sína verulega hafi hún áhuga á að bjóða sig fram að nýju í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins eftri glimrandi kosningu í prófkjöri flokksins í Reykjavík í gær. 25.11.2012 18:30 Rjúpnaskytta í sjálfheldu Björgunarsveitir frá Álftaveri, Skaftártungu og Vík í Mýrdal hafa verið kallaðar út til aðstoðar manni sem er í sjálfheldu í klettum norðan megin í Rjúpnafelli, austan Mýrdalsjökuls. Maðurinn, sem er rjúpnaskytta, er á ferð með félaga sínum. Sá er nú staddur neðar í fellinu og þegar honum varð ljóst að aðstoð hans dygði ekki til hringdi hann eftir aðstoð björgunarsveita. Veðrið á svæðinu er þokkalegt. Sjálfhelda í fjöllum og klettum er ekkert gamanmál. Þegar fólk lendir í einni slíkri þurfa björgunarmenn oftar en ekki að nálgast það ofan frá, þ.e. fara ofar í fjallið og síga niður að því. Krefst það töluverðrar línuvinnu og traustra festinga. Því þarf yfirleitt nokkurn mannskap í slík verk. 25.11.2012 18:23 Í sjálfheldu á lélegum dekkjum Björgunarsveitinni Lífsbjörg í Snæfellsbæ barst fyrr í dag aðstoðarbeiðni vegna ökumanna sem voru í sjálfheldu í bílum sínum vegna hálku. Um var að ræða tvo bíla, annar var við Arnarstapa en hinn við Hnausa á sunnanverðu Snæfellsnesi og voru erlendir ferðamenn í þeim báðum. Björgunarsveitin fór á staðinn og voru bílarnir staðsettir á um 4 km löngu hálkubelti sem náði frá Hnausum að Hellahrauni. Björgunarmenn óku bílunum af hálkubeltinu en þeir voru báðir á afar lélegum dekkjum. 25.11.2012 18:02 Hellti bensíni á hurðina og kveikti í Lögreglan var kölluð að húsi við Bríetartún í miðborg Reykjavíkur rétt eftir hádegi í dag en þar hafði bensíni verið hellt á útidyr og kveikt í. Sá sem er grunaður um verknaðinn var handtekinn á vettvangi. Eldurinn var slökktur með handslökkvitæki sem var innandyra í húsinu en skemmdir urðu á hurð. Að sögn lögreglu var hinn handtekni undir áhrifum vímugjafa og lét ófriðlega. Þannig lét hann alla leið inn í fangaklefa og slasaðist einn lögreglumaður í þeim átökum. Rætt verður við manninn þegar ástand hans skánar. 25.11.2012 16:48 Þrír borgarísjakar við Íslandsstrendur Landhelgisgæslan hefur fengið tilkynningu um þrjá borgarísjaka norðvestur af landinu. 25.11.2012 15:01 Valt í hálkunni Engin slys urðu á fólki þegar bílvelta varð við Tannastaði á Biskupstungnabraut, rétt áður en komið er að Þrastarlundi, upp úr hádegi í dag. Að sögn lögreglu er gríðarleg hálka í umdæminu og eru ökumenn hvattir til að aka varlega. Þá var tilkynnt um árekstur við hringtorg á Þorlákshöfn eftir hádegið í dag. Sjúkrabíll var sendur á staðinn, en ekki liggur fyrir hvort einhver slys urðu á fólki. 25.11.2012 15:00 Ætluðu að skjóta rjúpu á Þingvöllum Lögreglan hafði afskipti af rjúpnaskyttum á Þingvöllum á þriðja tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um að skotveiðimenn væru að skjóta rjúpu í þjóðgarðinum, sem er stranglega bannað samkvæmt lögum enda friðað svæði. 25.11.2012 14:57 Dallas heldur áfram - JR verður skrifaður út úr þáttunum Dallas-sjónvarpsþættirnir halda áfram göngu sinni þrátt fyrir að Larry Hagman sé látinn en hann lék eina aðalsögupersónuna, JR Ewing. Þættirnir nutu gríðarlegra vinsælda á níunda áratugnum en til stendur að frumsýna nýja seríu í lok janúar á næsta ári. Framleiðendur þáttanna segja að þó þurfi að gera breytingar á handritinu og skrifa inn andlát JR. Hagman lést á föstudag eftir baráttu við krabbamein í lifur. 25.11.2012 14:07 Vinningshafinn fær 54 milljarða í vinning Yfirmenn í Kraftbolta-happadrættisins í Iowa-ríki í Bandaríkjunum tilkynntu í morgun að enginn hefði verið með allar tölurnar réttar þegar dregið var út á dögunum. Það þýðir í næsta drætti verða 425 milljónir bandaríkjadala, eða tæplega 54 milljarðar íslenskra króna, í vinning. Það er hæsta upphæð í sögu happadrættisins. Árið 2006 vann starfsmaður í matvöruverksmiðju 365 milljónir bandaríkjadala. Ekki að það skipti máli fyrir okkur hérna á Íslandi, en þá voru tölurnar í gær 22 - 32 - 37 - 44 - 55 og bónustalan, eða kraftboltinn, var 34. 25.11.2012 13:49 Vatnshæðin um tveir metrar Vatnshæðin í Gígjukvísl mælist nú tæplega tveir metrar en lítið hlaup hófst þar á miðvikudagskvöld. Vatnshæðin hefur vaxið jafnt og þétt síðustu tvor sólarhringa og um einn metra frá því að hlaupið hófst. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er enn rafleiðni í ánni sem bendi til að enn sé hlaupvatn í henni. Engin merki eru um jarðhræringar á svæðinu. 25.11.2012 13:31 Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Ljósaganga UN Women á Íslandi fer fram klukkan sjö í kvöld en gangan markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi og er jafnframt síðasti Appelsínuguli dagurinn í ár. Gangan hefst í Alþingisgarðinum og gengið verður að Bíó Paradís við Hverfisgötu. 25.11.2012 13:19 Ýtir undir kröfuna um að Hanna Birna fari fram gegn Bjarna Ben Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að góður árangur Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ýti enn frekar undir kröfur þeirra sem vilja að hún fari fram gegn Bjarna Benediktssyni formanni flokksins á næsta landsfundi. 25.11.2012 12:18 Aðdáendur Bieber brjálaðir - Umboðsmaður hans vakti fyrst athygli á laginu Myndbandið við hið geysivinsæla lag Gangnam Style, með suður-kóreska tónlistarmanninum Psy, varð í gær vinsælasta myndband allra tíma á YouTube. 25.11.2012 11:52 Vilja halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Stuðningsmönnum þess að sjálfstjórnarhéraðið Katalónía á Spáni verði sjálfstætt og skilið frá Spáni hefur vaxið fiskur um hrygg að undanförnu, en þjóðernissinnar í Katalóníu vilja halda sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu í héraðinu um málið. 25.11.2012 10:41 Mannskæður eldsvoði í verksmiðju Yfir hundrað létust í eldsvoða sem braust út í fataverksmiðju í höfuðborg Bangladesh, Dhaka, seint í gærkvöldi. Verksmiðjan er á mörgum hæðum í úthverfi höfuðborgarinnar. 25.11.2012 09:37 Varð fyrir bíl og missti tvær tennur Karlmaður á fertugsaldri varð fyrir bifreið á gatnamótum Lækjargötu og Bankastrætis rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Hann féll í götuna með þeim afleiðingum að tvær tennur brotnuðu í honum. Hann mun hafa farið yfir götuna gegn rauðu gangbrautarljósi, að sögn vitna að óhappinu. Hann var fluttur á slysadeild. 25.11.2012 09:25 Talningu lokið hjá sjálfstæðismönnum Búið er að telja öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hanna Birna Kristjánsdóttir hlaut 74% atkvæða í fyrsta sætið og mun því velja sér annað hvort Reykjavíkurkjördæmanna til þess að leiða í næstu kosningum. Illugi Gunnarsson varð í öðru sæti og mun því leiða hitt kjördæmið. Pétur Blöndal varð í þriðja sæti og Brynjar Níelsson í því fjórða. 25.11.2012 00:03 „Förum í kosningarnar af fullum krafti“ "Ég er mjög ánægð og þakklát fyrir þann stuðning sem ég fékk,“ segir Katrín Jakobsdóttir sem fékk flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri VG í Reykjavík. Hún segist vera ánægð með listann sem kom út úr prófkjörinu. "Það var hart barist og mjótt á munum, en við erum ánægð með þetta og keik,“ segir hún. 24.11.2012 23:45 Niðurstaðan vonbrigði "Það eru bara vonbrigði,“ segir Björn Valur Gíslason inntur eftir viðbrögðum sínum við niðurstöðu prófkjörs VG í Reykjavík í dag. Samkvæmt niðurstöðum prófkjörsins verður hann ekki í þremur efstu sætunum á lista, hvorki í Reykjavík suður né Reykjavík norður. "Það eru alltaf vonbrigði að ná ekki markmiðum sínum. En niðurstaðan er þessi og þá bara vinnur maður úr henni,“ segir Björn Valur. 24.11.2012 23:06 Björn Valur var ekki á meðal efstu Björn Valur mun ekki skipa eitt af þremur efstu sætunum á lista VG í Reykjavík fyrir næstu kosningar. Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir munu leiða sitthvort kjördæmið. Árni Þór og Álfheiður Ingadóttir munu verða í öðru sæti og Steinunn Þóra Árnadóttir og Ingimar Karl Helgason verða í þriðja sæti. 24.11.2012 22:40 Sjá næstu 50 fréttir
Göran Persson heldur fyrirlestur í HÍ á morgun Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, er væntanlegur til Íslands í vikunni. Hann var forsætisráðherra á árunum 1996-2006. Hann mun halda fyrirlestur í Hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun. 26.11.2012 10:39
Segist vera saklaus dópisti og að fjölmiðlar beri ábyrgð á þungum dómi Sverrir Þór Gunnarsson, eða Sveddi tönn eins og hann er að jafnaði kallaður, sakar fjölmiðla um að hafa haft áhrif á réttarkerfið i Brasilíu, en hann var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir skömmu vegna innflutnings á 50 þúsund e-pillum til landsins. 26.11.2012 10:21
Heilinn rotnar af reykingum Reykingar valda því að minnið skemmist og hæfileikinn til þess að læra og rökleiða minnkar, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var í King´s College háskólanum í Lundúnum. Það má því segja að heilinn rotni af reykingum. Rannsóknin náði til 8800 manns, sem allir eru eldri en 50. Niðurstöðurnar, sem birtar voru í vísindatímaritinu Age and Agening, benda til þess að ofþyngd og hár blóðþrýstingur hafi líka slæm áhrif á heilann en ekki eins slæm og reykingar. Vísindamennirnir að baki rannsókninni segja að fólk verði að gera sér grein fyrir því að lífstíll þeirra geti haft áhrif á heilann, alveg eins og hann getur haft áhrif á líkamann. 26.11.2012 10:10
Eitruð hóstasaft hefur kostað 13 mannslíf í Pakistan Eitruð hóstasaft hefur orðið 13 manns að bana í borginni Lahore í Pakistan. Sökum þessa hafa borgaryfirvöld lokað nokkrum apótekum í borginni og einni lyfjaverksmiðju. 26.11.2012 09:33
Margrét ætlar að bjóða sig fram fyrir Dögun Þingmaður Hreyfingarinnar, Margrét Tryggvadóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér fyrir framboðin Dögun - stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og og lýðræði, fyrir næstu þingkosningar. 26.11.2012 09:32
Trillukarl veiddi 500 kg bláuggatúnfisk Kanadískur trillukarl datt í lukkupottinn um helgina þegar hann setti í risavaxinn bláuggatúnfisk undan ströndum Nova Scotia í Kanada. 26.11.2012 08:09
Lögreglan á Akureyri smalaði hrossum í nótt Lögreglumenn á Akureyri brugðu sér í smalamennsku á Ólafsfjarðarvegi seint í nótt, eftir að vegfarandi tilkynnti um þrjú hross á veginum. 26.11.2012 06:37
Vissi ekki að farþegarnir voru undir áhrifum fíkniefna Lögreglan á Selfossi stöðvaði tvo ökumenn í gærkvöldi og reyndist annar þeirra undir áhrifum fíkniefna. 26.11.2012 06:36
Mikill skortur á leikskólakennurum í Malmö Mikill skortur er á leikskólakennurum í Malmö í Svíþjóð og ætla borgaryfirvöld þar að reyna að lokka til sín leikskólakennara frá Kaupmannahöfn til að fylla í lausar stöður. 26.11.2012 06:34
Mjög erfiðar aðstæður þegar tveimur var bjargað af strandstað Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar tókst við mjög erfiðar aðstæður að bjarga tveimur skipbrotsmönnum úr fjörunni í grennd við Straumnesvita á norðanverðum Vestfjörðum laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi, og voru þeir báðir heilir á húfi. 26.11.2012 06:22
Bíræfnum þjófum tókst að stela 18 tonnum af súkkulaði Bífæfnum þjófum tókst að ræna 18 tonnum af súkkulaði frá súkkulaðigerð í bænum Bludenz í Austurríki í síðustu viku. 26.11.2012 06:19
Björguðu rjúpnaskyttu úr sjálfheldu Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út undir kvöld í gær til að bjarga rjúpnaskyttu, sem lenti í sjálfheldu í klettum, norðanmegin í Rjúpnafelli austan Mýrdalsjökuls. 26.11.2012 06:11
Ekkert lát á úrhelli og flóðum á Bretlandseyjum Óveður það sem herjað hefur á sunnanverðum Bretlandseyjum um helgina með stormi og miklu úrhelli mun færa sig norður á bóginn í dag. 26.11.2012 06:10
Baldur siglir til Eyja meðan Herjólfur er í slipp Breiðafjarðarferjan Baldur er nú á leið fyrir Reykjanes í átt til Vestmannaeyja, en ferjan mun sigla á milli lands og Eyja á meðan Herjólfur fer í slipp vegna skemmda sem urðu á skipinu í hafnarmynni Landeyjahafnar um helgina. 26.11.2012 06:07
Þjóðaratkvæðagreiðsla úr sögunni í Katalóníu í bili Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðskilnað Katalóníu frá Spáni er úr sögunni í bili a.m.k. Þetta er niðurstaða kosninganna til héraðsþings Katalóníu um helgina. 26.11.2012 06:05
Nær helmingur hefur aldrei prófað áfengi Vímuefnaneysla unglinga er langminnst á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd. Um fjörutíu prósent íslenskra unglinga í tíunda bekk hafa aldrei prófað áfengi, sígarettur, ólögleg fíkniefni eða aðra vímugjafa, samkvæmt evrópskri rannsókn frá síðasta ári. Albanskir unglingar eru í öðru sæti, en þar er hlutfallið 32 prósent. 26.11.2012 06:00
Hanna Birna vann stórsigur Ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson munu leiða lista Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu í þingkosningunum í vor. Birni Vali Gíslasyni þingmanni var hins vegar hafnað. 26.11.2012 06:00
Þrír til fjórir borgarísjakar við Vestfirði Að minnsta kosti þrír borgarísjakar eru nú við norðvestanverðar Íslandsstrendur. Sá sem er næst landi var einungis um níu mílur frá Straumnesi á Vestfjörðum í gærkvöld. „Þetta er hættulegt. Þeir eru á þannig svæði og svo skammt frá landi,“ segir Björgólfur Ingason, varðstjóri hjá Landhelgisgæslunni „Það má alveg búast við því að það sé meira en búið er að tilkynna okkur um undanfarna daga.“ 26.11.2012 06:00
Erfitt að spyrja um gleraugun á nefinu Sömu tollareglur gilda um vörur sem keyptar eru á brottfararsvæði Leifsstöðvar og um varning sem keyptur er erlendis eða í komuverslun. 26.11.2012 06:00
Grýla vekur alheimsathygli Hin gamla góða íslenska Grýla hefur vakið mikla athygli um helgina. Ástæðan er sú að ljósmynd af málverki sem listamaðurinn Þrándur Þórarinsson málaði fyrir listasýningu árið 2009 fer eins og eldur í sinu um internetið. Ljósmyndin var sett á tenglavefinn reddit og hafa tæplega 620 þúsund manns séð hana á einum sólarhring. Í texta með myndinni á reddit segir að samkvæmt gamalli þjóðsögu éti Grýla börn ef þau haga sér ekki vel um jólin. 25.11.2012 22:03
Erfiður aðskilnaður móður og dóttur á Ströndum Mæðgur úr Árneshreppi á Ströndum, þær Edda Hafsteinsdóttir, kaupfélagsstjóri í Norðurfirði, og fimmtán ára dóttir hennar, Júlíana Lind Guðlaugsdóttir, lýstu erfiðum aðskilnaði í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, en dóttirin þurfti í haust að yfirgefa sveitina sína og flytja til frændfólks í Grafarvogshverfi í Reykjavík þar sem tíundi bekkur grunnskóla er ekki kenndur í Árneshreppi. 25.11.2012 21:41
Sjómennirnir heilir á húfi Landhelgisgæslunni barst rúmlega klukkan sjö neyðarkall frá tólf metra fiskibátnum Jónínu Brynju frá Bolungarvík, með tvo menn í áhöfn, sem var staðsettur NV- af Straumnesi, í nágrenni við Aðalvíkur. 25.11.2012 20:26
Fjölmennt björgunarlið á leiðinni eftir að bátur strandaði Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út eftir að línubátur strandaði við Straumsnes norðan við Aðalvík á Vestfjörðum klukkan rúmlega sjö í kvöld. Tveir menn eru um borð í bátnum, samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni. Björgunarbátar frá Bolungarvík og Ísafirði eru á leið á staðinn, sem og skip sem eru úti á miðunum. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. 25.11.2012 19:43
Lokuð inni í þrjá mánuði - ekki réttlátt Íbúar Árneshrepps mega búast við að vera innilokaðir í þrjá mánuði í vetur þar sem stjórnvöld ætla ekki að kosta snjómokstur. Ung móðir sem nýlega flutti í hreppinn segir bættar vegasamgöngur númer eitt, tvö og þrjú. 25.11.2012 19:32
Reglugerðin gerir húsnæði dýrara og óvistvænna Ný byggingarreglugerð mun gera húsnæði dýrara og óvistvænna, draga úr framkvæmdum, eyða hefðum í íslenskri byggingarlist og hækka lán. Þetta er meðal þess sem kemur fram í máli þeirra Friðriks Ágústs Ólafssonar, forstöðumanns Samtaka iðnaðarins, og Guðrúnar Ingvarsdóttur, verkefnastjóra þróunarverkefna hjá Búseta. 25.11.2012 18:43
Hanna Birna áhrifamesti forystumaðurinn í Sjálfstæðisflokknum Hanna Birna Kristjánsdóttir er talin hafa styrkt stöðu sína verulega hafi hún áhuga á að bjóða sig fram að nýju í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins eftri glimrandi kosningu í prófkjöri flokksins í Reykjavík í gær. 25.11.2012 18:30
Rjúpnaskytta í sjálfheldu Björgunarsveitir frá Álftaveri, Skaftártungu og Vík í Mýrdal hafa verið kallaðar út til aðstoðar manni sem er í sjálfheldu í klettum norðan megin í Rjúpnafelli, austan Mýrdalsjökuls. Maðurinn, sem er rjúpnaskytta, er á ferð með félaga sínum. Sá er nú staddur neðar í fellinu og þegar honum varð ljóst að aðstoð hans dygði ekki til hringdi hann eftir aðstoð björgunarsveita. Veðrið á svæðinu er þokkalegt. Sjálfhelda í fjöllum og klettum er ekkert gamanmál. Þegar fólk lendir í einni slíkri þurfa björgunarmenn oftar en ekki að nálgast það ofan frá, þ.e. fara ofar í fjallið og síga niður að því. Krefst það töluverðrar línuvinnu og traustra festinga. Því þarf yfirleitt nokkurn mannskap í slík verk. 25.11.2012 18:23
Í sjálfheldu á lélegum dekkjum Björgunarsveitinni Lífsbjörg í Snæfellsbæ barst fyrr í dag aðstoðarbeiðni vegna ökumanna sem voru í sjálfheldu í bílum sínum vegna hálku. Um var að ræða tvo bíla, annar var við Arnarstapa en hinn við Hnausa á sunnanverðu Snæfellsnesi og voru erlendir ferðamenn í þeim báðum. Björgunarsveitin fór á staðinn og voru bílarnir staðsettir á um 4 km löngu hálkubelti sem náði frá Hnausum að Hellahrauni. Björgunarmenn óku bílunum af hálkubeltinu en þeir voru báðir á afar lélegum dekkjum. 25.11.2012 18:02
Hellti bensíni á hurðina og kveikti í Lögreglan var kölluð að húsi við Bríetartún í miðborg Reykjavíkur rétt eftir hádegi í dag en þar hafði bensíni verið hellt á útidyr og kveikt í. Sá sem er grunaður um verknaðinn var handtekinn á vettvangi. Eldurinn var slökktur með handslökkvitæki sem var innandyra í húsinu en skemmdir urðu á hurð. Að sögn lögreglu var hinn handtekni undir áhrifum vímugjafa og lét ófriðlega. Þannig lét hann alla leið inn í fangaklefa og slasaðist einn lögreglumaður í þeim átökum. Rætt verður við manninn þegar ástand hans skánar. 25.11.2012 16:48
Þrír borgarísjakar við Íslandsstrendur Landhelgisgæslan hefur fengið tilkynningu um þrjá borgarísjaka norðvestur af landinu. 25.11.2012 15:01
Valt í hálkunni Engin slys urðu á fólki þegar bílvelta varð við Tannastaði á Biskupstungnabraut, rétt áður en komið er að Þrastarlundi, upp úr hádegi í dag. Að sögn lögreglu er gríðarleg hálka í umdæminu og eru ökumenn hvattir til að aka varlega. Þá var tilkynnt um árekstur við hringtorg á Þorlákshöfn eftir hádegið í dag. Sjúkrabíll var sendur á staðinn, en ekki liggur fyrir hvort einhver slys urðu á fólki. 25.11.2012 15:00
Ætluðu að skjóta rjúpu á Þingvöllum Lögreglan hafði afskipti af rjúpnaskyttum á Þingvöllum á þriðja tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um að skotveiðimenn væru að skjóta rjúpu í þjóðgarðinum, sem er stranglega bannað samkvæmt lögum enda friðað svæði. 25.11.2012 14:57
Dallas heldur áfram - JR verður skrifaður út úr þáttunum Dallas-sjónvarpsþættirnir halda áfram göngu sinni þrátt fyrir að Larry Hagman sé látinn en hann lék eina aðalsögupersónuna, JR Ewing. Þættirnir nutu gríðarlegra vinsælda á níunda áratugnum en til stendur að frumsýna nýja seríu í lok janúar á næsta ári. Framleiðendur þáttanna segja að þó þurfi að gera breytingar á handritinu og skrifa inn andlát JR. Hagman lést á föstudag eftir baráttu við krabbamein í lifur. 25.11.2012 14:07
Vinningshafinn fær 54 milljarða í vinning Yfirmenn í Kraftbolta-happadrættisins í Iowa-ríki í Bandaríkjunum tilkynntu í morgun að enginn hefði verið með allar tölurnar réttar þegar dregið var út á dögunum. Það þýðir í næsta drætti verða 425 milljónir bandaríkjadala, eða tæplega 54 milljarðar íslenskra króna, í vinning. Það er hæsta upphæð í sögu happadrættisins. Árið 2006 vann starfsmaður í matvöruverksmiðju 365 milljónir bandaríkjadala. Ekki að það skipti máli fyrir okkur hérna á Íslandi, en þá voru tölurnar í gær 22 - 32 - 37 - 44 - 55 og bónustalan, eða kraftboltinn, var 34. 25.11.2012 13:49
Vatnshæðin um tveir metrar Vatnshæðin í Gígjukvísl mælist nú tæplega tveir metrar en lítið hlaup hófst þar á miðvikudagskvöld. Vatnshæðin hefur vaxið jafnt og þétt síðustu tvor sólarhringa og um einn metra frá því að hlaupið hófst. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er enn rafleiðni í ánni sem bendi til að enn sé hlaupvatn í henni. Engin merki eru um jarðhræringar á svæðinu. 25.11.2012 13:31
Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Ljósaganga UN Women á Íslandi fer fram klukkan sjö í kvöld en gangan markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi og er jafnframt síðasti Appelsínuguli dagurinn í ár. Gangan hefst í Alþingisgarðinum og gengið verður að Bíó Paradís við Hverfisgötu. 25.11.2012 13:19
Ýtir undir kröfuna um að Hanna Birna fari fram gegn Bjarna Ben Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að góður árangur Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ýti enn frekar undir kröfur þeirra sem vilja að hún fari fram gegn Bjarna Benediktssyni formanni flokksins á næsta landsfundi. 25.11.2012 12:18
Aðdáendur Bieber brjálaðir - Umboðsmaður hans vakti fyrst athygli á laginu Myndbandið við hið geysivinsæla lag Gangnam Style, með suður-kóreska tónlistarmanninum Psy, varð í gær vinsælasta myndband allra tíma á YouTube. 25.11.2012 11:52
Vilja halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Stuðningsmönnum þess að sjálfstjórnarhéraðið Katalónía á Spáni verði sjálfstætt og skilið frá Spáni hefur vaxið fiskur um hrygg að undanförnu, en þjóðernissinnar í Katalóníu vilja halda sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu í héraðinu um málið. 25.11.2012 10:41
Mannskæður eldsvoði í verksmiðju Yfir hundrað létust í eldsvoða sem braust út í fataverksmiðju í höfuðborg Bangladesh, Dhaka, seint í gærkvöldi. Verksmiðjan er á mörgum hæðum í úthverfi höfuðborgarinnar. 25.11.2012 09:37
Varð fyrir bíl og missti tvær tennur Karlmaður á fertugsaldri varð fyrir bifreið á gatnamótum Lækjargötu og Bankastrætis rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Hann féll í götuna með þeim afleiðingum að tvær tennur brotnuðu í honum. Hann mun hafa farið yfir götuna gegn rauðu gangbrautarljósi, að sögn vitna að óhappinu. Hann var fluttur á slysadeild. 25.11.2012 09:25
Talningu lokið hjá sjálfstæðismönnum Búið er að telja öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hanna Birna Kristjánsdóttir hlaut 74% atkvæða í fyrsta sætið og mun því velja sér annað hvort Reykjavíkurkjördæmanna til þess að leiða í næstu kosningum. Illugi Gunnarsson varð í öðru sæti og mun því leiða hitt kjördæmið. Pétur Blöndal varð í þriðja sæti og Brynjar Níelsson í því fjórða. 25.11.2012 00:03
„Förum í kosningarnar af fullum krafti“ "Ég er mjög ánægð og þakklát fyrir þann stuðning sem ég fékk,“ segir Katrín Jakobsdóttir sem fékk flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri VG í Reykjavík. Hún segist vera ánægð með listann sem kom út úr prófkjörinu. "Það var hart barist og mjótt á munum, en við erum ánægð með þetta og keik,“ segir hún. 24.11.2012 23:45
Niðurstaðan vonbrigði "Það eru bara vonbrigði,“ segir Björn Valur Gíslason inntur eftir viðbrögðum sínum við niðurstöðu prófkjörs VG í Reykjavík í dag. Samkvæmt niðurstöðum prófkjörsins verður hann ekki í þremur efstu sætunum á lista, hvorki í Reykjavík suður né Reykjavík norður. "Það eru alltaf vonbrigði að ná ekki markmiðum sínum. En niðurstaðan er þessi og þá bara vinnur maður úr henni,“ segir Björn Valur. 24.11.2012 23:06
Björn Valur var ekki á meðal efstu Björn Valur mun ekki skipa eitt af þremur efstu sætunum á lista VG í Reykjavík fyrir næstu kosningar. Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir munu leiða sitthvort kjördæmið. Árni Þór og Álfheiður Ingadóttir munu verða í öðru sæti og Steinunn Þóra Árnadóttir og Ingimar Karl Helgason verða í þriðja sæti. 24.11.2012 22:40