Innlent

Ýtir undir kröfuna um að Hanna Birna fari fram gegn Bjarna Ben

Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur.
Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur.
Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að góður árangur Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ýti enn frekar undir kröfur þeirra sem vilja að hún fari fram gegn Bjarna Benediktssyni formanni flokksins á næsta landsfundi.

Stefanía segir að helstu tíðindi gærkvöldsins hafi verið stórsigur Hönnu Birnu í Reykjavík.

„Skoðannakönnun sem var birt fyrir nokkrum vikum sýndi að hún hafði góðan stuðning og það varð síðan raunin. Hún fær rúmlega stuðning frá rúmlega 70 prósent kjósenda í 1. sætið," segir hún.

Þá segist hún hafa skynjað fyrir prófkjörið að Sjálfstæðismenn hafi viljað endurnýjun.

„Það hefur gengið eftir að því leytinu til að Hanna Birna kemur mjög sterk inn. Sitjandi þingmenn eru áfram á listanum en ná ekki þeim árangri sem þeir sóttust eftir nema Pétur Blöndal, sem lenti í 3. sæti. Ef maður lítur á konur sem eru þarna að koma inn, þá fær Sigríður Andersen ágætis kosningu."

En hvaða áhrif hefur árangur Hönnu Birnu með tilliti til framtíðarleiðtoga flokksins, en landsfundur verður haldinn í febrúar á næsta ári.

„Þetta ýtir bara enn frekar undir þá kröfu að hún fari gegn Bjarna Benediktssyni. Sumir segja ólíklegt að hún geri það en ég held að það verði sterk krafa frá grasrótinni áfram. Svo er líka spurning hvernig Bjarni metur stöðu sína og flokksins í aðdraganda kosninga, einhverjir hafa nefnt að hann dragi sig í hlé og gefi ekki kost á sér, en það er bara vangaveltur," segir hún.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.