Nær helmingur hefur aldrei prófað áfengi 26. nóvember 2012 06:00 Vímuefnaneysla unglinga er langminnst á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd. Um fjörutíu prósent íslenskra unglinga í tíunda bekk hafa aldrei prófað áfengi, sígarettur, ólögleg fíkniefni eða aðra vímugjafa, samkvæmt evrópskri rannsókn frá síðasta ári. Albanskir unglingar eru í öðru sæti, en þar er hlutfallið 32 prósent. Rannsóknin, European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs (ESPAD), er samevrópsk og hófst hér á landi árið 1995. Hún hefur verið gerð reglulega síðan þá og hefur þróunin á Íslandi verið á þann veg að alltaf virðast færri og færri unglingar leiðast út í vímuefni. Andrea Hjálmsdóttir, félagsfræðingur við Háskólann á Akureyri, er hluti af rannsóknarteymi ESPAD á Íslandi. Hún segir þróun í neyslumynstrinu afar jákvæða, en aldrei megi þó sofna á verðinum þó þessum árangri hafi verið náð. „Þessi þróun hefur verið stöðug allt frá árinu 1995 og ég held að virkt forvarnarstarf hafi verið að skila sér, bæði innan skólanna og tómstundafélaga. Einnig tel ég að foreldar í dag taki miklu meiri ábyrgð á forvarnastarfi heldur en áður,“ segir hún. Andrea bendir á að vandamálin þurfi þó ekki að vera útbreidd til að vera alvarleg. Rannsóknin hafi einnig leitt í ljós að þótt færri krakkar neyti vímuefna virðast þeir sem þó gera það vera almennt verr settir hér á landi miðað við hin Evrópulöndin. „Við höfum náð að fækka þeim sem prófa, en þeir sem eru í neyslu eru í mjög slæmum málum og eru líklegri en krakkar annars staðar í Evrópu til að lenda í vandræðum,“ segir hún. „Það er stóra verkefnið sem við þurfum að takast á við í framtíðinni.“ Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði, hefur stýrt rannsóknunum hér á landi frá upphafi. Hún nær til allra nemenda í 10. bekk í grunnskólum landsins.- sv Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Vímuefnaneysla unglinga er langminnst á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd. Um fjörutíu prósent íslenskra unglinga í tíunda bekk hafa aldrei prófað áfengi, sígarettur, ólögleg fíkniefni eða aðra vímugjafa, samkvæmt evrópskri rannsókn frá síðasta ári. Albanskir unglingar eru í öðru sæti, en þar er hlutfallið 32 prósent. Rannsóknin, European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs (ESPAD), er samevrópsk og hófst hér á landi árið 1995. Hún hefur verið gerð reglulega síðan þá og hefur þróunin á Íslandi verið á þann veg að alltaf virðast færri og færri unglingar leiðast út í vímuefni. Andrea Hjálmsdóttir, félagsfræðingur við Háskólann á Akureyri, er hluti af rannsóknarteymi ESPAD á Íslandi. Hún segir þróun í neyslumynstrinu afar jákvæða, en aldrei megi þó sofna á verðinum þó þessum árangri hafi verið náð. „Þessi þróun hefur verið stöðug allt frá árinu 1995 og ég held að virkt forvarnarstarf hafi verið að skila sér, bæði innan skólanna og tómstundafélaga. Einnig tel ég að foreldar í dag taki miklu meiri ábyrgð á forvarnastarfi heldur en áður,“ segir hún. Andrea bendir á að vandamálin þurfi þó ekki að vera útbreidd til að vera alvarleg. Rannsóknin hafi einnig leitt í ljós að þótt færri krakkar neyti vímuefna virðast þeir sem þó gera það vera almennt verr settir hér á landi miðað við hin Evrópulöndin. „Við höfum náð að fækka þeim sem prófa, en þeir sem eru í neyslu eru í mjög slæmum málum og eru líklegri en krakkar annars staðar í Evrópu til að lenda í vandræðum,“ segir hún. „Það er stóra verkefnið sem við þurfum að takast á við í framtíðinni.“ Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði, hefur stýrt rannsóknunum hér á landi frá upphafi. Hún nær til allra nemenda í 10. bekk í grunnskólum landsins.- sv
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira