Innlent

Fjölmennt björgunarlið á leiðinni eftir að bátur strandaði

Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út eftir að línubátur strandaði við Straumsnes norðan við Aðalvík á Vestfjörðum klukkan rúmlega sjö í kvöld. Tveir menn eru um borð í bátnum, samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni. Björgunarbátar frá Bolungarvík og Ísafirði eru á leið á staðinn, sem og skip sem eru úti á miðunum. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×