Fleiri fréttir

Illugi er ánægður með niðurstöðuna

Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu, segr Illugi Gunnarsson sem er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Reykjavík skiptist í tvö kjördæmi og því munu Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem varð í fyrsta sæti, og Illug leiða sitthvort kjördæmið.

Þakklátur fyrir traustið

"Mín viðbrögð eru bara gleði og ég þakka traustið, segir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður sem er í þriðja sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna þegar fyrstu tölur hafa verið kynntar.

Hvöttu fólk til að ræða um líffæragjafir

Sjálfboðaliðar úr röðum þingmanna og líffæraþega lögðust á eitt í dag og hvöttu fólk til þess að tala saman um líffæragjafir og voru meðal annars sýnileg í Kringlunni.

Yfir 5000 hafa kosið í Reykjavík

Góð þátttaka er í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi en klukkan fjögur höfðu 4539 kosið. Um þúsund hafa kosið utan kjörstaðar. Samkvæmt upplýsingum frá Kristínu Edwald, formanni yfirkjörstjórnar, er þetta betri þátttaka en í síðasta prófkjöri fyrir alþingiskosningarnar. Kjörstöðum lokar klukkan sex og von er á fyrstu tölum klukkan sjö.

Haraldur verður í 2. sæti

Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sigraði í kosningu um annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í dag. Hann hlaut 90 atkvæði af 229.

Sterar og kannabis á Ísafirði

Síðdegis í gær framkvæmdi lögreglan á Vestfjörðum húsleit á heimili tveggja einstaklinga á Ísafirði en grunur lék á að í íbúðinni væru fíkniefni. Við leitina fundust kannabisfræ, áhöld sem virðast hafa verið notuð til kannabisneyslu og ætluð ólögleg hormónalyf sem talin eru notuð í tengslum við líkamsrækt.

Hector "Macho" látinn

Fyrrum heimsmeistarinn í hnefaleik, Hector "Macho" Camacho, lést í morgun eftir að læknar tóku öndunarvél, sem hann var tengdur við, úr sambandi. Boxarinn var skotinn í höfuðið í síðasta mánuði og var úrskurðaður heiladauður í kjölfarið.

Fljúgandi hálka - margir leitað á slysadeild vegna beinbrota

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill koma því á framfæri að mikil hálka er um alla borg bæði fyrir gangandi og akandi vegfarendur. Fólk er beðið um að fara varlega. Læknir á bráðamóttöku segir í samtali við fréttastofu að margir hafi leitað á slysadeild eftir að hafa dottið í hálkunni. Allir, sem hafi komið á slysadeildina, segi að hálkan sé mjög lúmsk. Þeir sjúklingar sem hafa leitað á spítalann vegna slysa í hálkunni hafi fengið höfuðhögg eða beinbrot.

Nóg af prófkjörum í dag

Sjö prófkjör, forvöl eða uppstillingar á lista flokka fyrir komandi þingkosningar fara fram um helgina víðsvegar um land.

Notuðu táragas gegn 10 þúsund mótmælendum

Til óeirða kom í Bangkok höfuðborg Tælands í nótt þegar um tíu þúsund mótmælendur komu saman og kröfðust afsagnar forsætisráðherrans, Yingluck Shinawatra.

Hlíðarfjall opið í fyrsta sinn í vetur

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnar núna klukkan tíu, í fyrsta sinn á þessum vetri. Í tilkynningu segir að veðrið sé með afbrigðum gott, tveggja gráðu frost og vindhraði tveir metrar á sekúndu. Opið er í brekkunum til klukkan fjögur síðdegis.

Rósarstríðinu er ekki lokið

Lögmaður Jafnaðarmannafélagsins Rósarinnar hefur óskað eftir fundargerðum kjörstjórnar Samfylkingarinnar í Reykjavík. Félagið er ósátt við þá ákvörðun að 350 nýir félagar í Rósinni hefðu ekki fengið að taka þátt í prófkjöri flokksins sem fram fór um síðustu helgi.

Gaf öll líffæri 12 ára sonar síns

Heiðbjört Ingvarsdóttir missti son sinn í reiðhjólaslysi árið 1997. Hún ákvað strax að gefa úr honum öll líffæri og hefur ekki séð eftir því síðan. Hún segir að nauðsynlegt sé að virða ólíkar skoðanir fólks.

Dallas-stjarna látin

Bandaríski leikarinn Larry Hagman lést í gær 81 árs að aldri en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið JR Ewing í bandarísku sjónvarpsþáttunum Dallas. Þættirnir, sem eru með þeim vinsælustu sem hafa verið sýndir á sjónvarpsstöðinni CBS í Bandaríkjunum, voru sýndir hér á landi á sínum tíma. Banamein Hagmans var krabbamein.

Milljarður í gjaldeyri á Iceland Airwaves

Erlendir gestir á Iceland Airwaves eyddu 800 milljónum á höfuðborgarsvæðinu og 300 milljónum í ferðalög til landsins. Við bætast ferðir út á land. Gríðarleg búbót fyrir hagkerfi Reykjavíkur, segir ÚTON.

Líta falsaða pappíra alvarlegum augum

„Við lítum það mjög alvarlegum augum ef það er þannig að það kunni að vera mörg börn hér á Íslandi sem koma á fölskum pappírum. Við höfum mikinn áhuga á því að fylgjast með þeirri rannsókn því þá er mögulega um að ræða miklu alvarlegra mál en við höfum hingað til talið vera," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.

Netöryggi á oddinn á Norðurlöndum

Norðurlandaríkin hyggja á meiri samvinnu í netöryggismálum. Þetta var ein af niðurstöðum ráðherrafundar um öryggismál sem haldinn var í Reykjavík í gær.

Tugþúsundir andæfa yfirgangi forsetans

Tugir manna slösuðust í átökum milli stuðningsmanna og andstæðinga Mohammeds Morsi Egyptalandsforseta, sem brutust út í Kaíró í gær út af stjórnarskrárbreytingum forsetans.

Skildu eftir sig drit í tonnavís

Ólokaður turngluggi í Þrenningarkirkjunni í Gävle í Svíþjóð reyndist heimboð fyrir dúfur í þúsundavís. Aðkoman þegar hreingerningarfólk kom þar upp fyrir skemmstu, um 30 til 40 árum síðar, var því ófögur.

Einstakt uppboð fyrir Ingó

Landsmönnum gefst einstakt tækifæri næsta sunnudagskvöld þegar margir af færustu ljósmyndurum landsins bjóða upp myndir sínar til styrktar Ingólfi Júlíussyni sem greindist með hvítblæði fyrir skömmu.

Reykjavík verður kvikmynd um sigur mannsandans

Kvikmyndin Reykjavík verður um sigur mannsandans að sögn Mike Newell, sem mun leikstýra þessari stórmynd sem draumasmiðjan ætlar að gera um leiðtogafundinn heimsfræga sem átti sér stað hér á landi árið 1986.

Stígamótaverðlaunin veitt í dag

Aðgerðarsinninn og femínistinn, Hildur Lilliendahl, fékk hugrekkisviðurkenningu frá Stígamótum í dag fyrir verkefni sitt, Karlar sem hata konur, þar sem hún tekur saman ummæli á netinu sem er kvenfjandsamleg.

Viðskiptavinir Dróma skora á ráðherra

Viðskiptavinir Dróma segja sig verða fyrir misrétti að fá ekki sama aðgang að banka og aðrir og skora á stjórnvöld að sjá til þess að lánasöfn þeirra fari til bankastofnunar með hagsmuni af eðlilegum viðskiptum til frambúðar.

Hnúfubakur velti næstum bát íslenskrar konu

Henni brá nokkuð í brún hinni íslensku Sögu Svavarsdóttur, þegar hún var í kajaksiglingu í Grjótfirði í Tromsø síðasta sunnudag. Þá bar þar að stærðar hnúfubak sem kominn var upp úr kafi. Hvalurinn rak sig í bátinn hennar og minnstu munaði að honum hvolfdi. Hvalnum tókst að snúa bátnum í 90 gráður.

Aðeins konum sagt upp hjá Jarðborunum

Sjö starfsmönnum fyrirtækisins Jarðboranir var sagt upp í dag. Samkvæmt heimildum Vísis náðu uppsagnirnar aðeins til kvenna sem störfuðu á skrifstofu fyrirtækisins.

Verjandi í stóra ofbeldismálinu fékk sér lúr í vinnunni

Vinnufélagar Vilhjálms Vilhjálmssonar, verjanda Smára Valgeirssonar í stóra ofbeldismálinu, komu honum á óvart í morgun og höfðu búið um að skrifborðinu hans þegar hann mætti til vinnu. Það vakti athygli viðstaddra í gær þegar hann dottaði í réttarsal í gær, á fjórða degi réttarhaldanna.

Ætla að auka jólastemninguna í Reykjavík

Jólaborgin Reykjavík er afrakstur sameiginlegs átaks Reykjavíkurborgar og samstarfsaðila á höfuðborgarsvæðinu um að auka enn frekar jólastemninguna í borginni í desember. Átakið felst m.a. í að samræma og fjölga skreytingum, auka sýnileika íslensku jólavættanna og bjóða upp á fjölda viðburða, markaða og tónleika um alla borg.

Myndatökur við dómshús þörf umræða

"Það er ekki nokkur vafi á því að fólki finnist þetta óþægilegt. Menn hafa leitað til okkar og beðið um hjálp við að forðast myndatökurnar."

HÍ semur við Karólínsku stofnunina

Háskóli Íslands og Landspítalinn gerðu á dögunum samkomulag við Karolinsku stofnunina í Svíþjóð um hagnýtingu rannsóknarniðurstaðna og hugverka. Með samningnum munu bæði háskólinn og Landspítalinn njóta góðs af fagþekkingu Karolinska á þessu sviði en Karolinska hefur um árabil verið fremsti háskóli Norðurlanda í heilbrigðisvísindum.

Hjálmar ætlar að hætta í LHÍ

Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskólans, hefur tilkynnt stjórn skólans að hann sækist ekki eftir áframhaldi í starfi þegar ráðningartímabili hans lýkur í lok næsta árs. Hjálmar hefur gegnt starfinu frá stofnun skólans og er nú að ljúka sínu þriðja ráðningartímabili. Starf rektors verður auglýst á næstu dögum og er stefnt að því að ákvörðun um ráðningu liggi fyrir snemma næsta vor.

Nýr faraó í Egyptalandi

Nokkrar skrifstofur Bræðralags múslima í Egyptalandi urðu eldi að bráð í fjölmennum mótmælum í dag. Boðað var til mótmæla eftir föstudagsbænir.

Meðlimur Pussy Riot fluttur í einangrun

Hin rússneska María Aljókhína, sem dæmd var í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa staðið fyrir mótmælum í kirkju í Moskvu í febrúar á þessu ári, situr nú í einangrun.

Funda stíft um stöðu Íbúðalánasjóðs um helgina

Ríkisstjórn Íslands mun fjalla sérstaklega um stöðu Íbúðalánasjóðs um helgina og ákveða næstu skref, en ekki liggur enn fyrir hversu mikla peninga ríkissjóður þarf að leggja í sjóðinn, til þess að rétta af slaka stöðu hans.

Sjá næstu 50 fréttir