Hanna Birna vann stórsigur Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 26. nóvember 2012 06:00 Hanna Birna Kristjánsdóttir 5.438 atkvæði í 1. sæti Hanna Birna Kristjánsdóttir og Illugi Gunnarsson munu leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í alþingiskosningunum í vor. Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir munu leiða lista Vinstri grænna í höfuðborginni og Ögmundur Jónasson verður í fyrsta sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Þetta varð ljóst á laugardag þegar Sjálfstæðisflokkurinn hélt prófkjör í Reykjavík og Vinstri grænir héldu flokksval í Kraganum og í Reykjavík. Alls nítján gáfu kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Flokkurinn hlaut fimm þingsæti þar árið 2009 en samkvæmt skoðanakönnunum fengi hann átta þingsæti nú. Þau Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi og Illugi Gunnarsson þingmaður gáfu kost á sér í forystusæti listans og hlaut Hanna Birna yfirburðakosningu; ríflega 72% atkvæði í fyrsta sæti. Illugi hafnaði síðan í öðru sætinu. „Tíðindi hjá Sjálfstæðisflokknum eru auðvitað stórsigur Hönnu Birnu. Þetta eru skýr skilaboð um það hvernig forystumenn sjálfstæðismenn sjá fyrir sér. Hvort að þetta muni leiða til formannsskipta, eins og sumir hafa ýjað að, er þó óvíst enda álitamál hvort skynsamlegt er fyrir flokk að skipta um formann rétt fyrir kosningar,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, og bætir við að Hanna Birna geti væntanlega gengið að varaformannsembætti flokksins vísu, sækist hún eftir því, og sömuleiðis ráðherraembætti eftir kosningar fari flokkurinn í ríkisstjórn.Brynjar náði góðum árangri Allir sitjandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gáfu kost á sér í prófkjörinu, ef frá er skilin Ólöf Nordal sem hyggst hætta á þingi, og höfnuðu þeir allir í líklegum þingsætum. Þá vakti athygli árangur hæstaréttarlögmannsins Brynjars Níelssonar sem kemur nýr inn og fékk góða kosningu í fjórða sætið. Í flokksvali Vinstri grænna í Reykjavík höfnuðu ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir í fyrsta og öðru sæti. Á eftir þeim komu þingmennirnir Árni Þór Sigurðsson og Álfheiður Ingadóttir. Björn Valur Gíslason, þingmaður, hafnaði hins vegar í sjöunda sæti en hann sóttist eftir fyrsta eða öðru sæti. Björn Valur var kjörinn á þing í Norðausturkjördæmi árið 2009 en ákvað að bjóða sig fram í Reykjavík nú.Björn Val vantaði 18 atkvæði Grétar Þór segir að þótt Birni Vali hafi verið hafnað hafi árangur hans í prófkjörinu að mörgu leyti verið eftirtektarverður. „Hann hafði mjög lítinn tíma til að vinna framboði sínu fylgi en svo skorti hann víst ekki nema 18 atkvæði í þriðja sætið,“ segir Grétar. Í flokksvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi hafnaði Ögmundur Jónasson, ráðherra, í fyrsta sæti. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir leiddi lista flokksins í Kraganum í kosningunum árið 2009 en hún hyggst hætta á þingi. Auk Ögmundar gaf Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, kost á sér í fyrsta sætið og munaði litlu að honum tækist að fella Ögmund. Ólafur hafnaði hins vegar í öðru sæti og verður að öllum líkindum færður í það þriðja vegna ákvæða flokksins um kynjasjónarmið við uppstillingu lista. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fjölmiðlafulltrúi í fjármálaráðuneytinu sem hafnaði í þriðja sæti, mun líklega taka sæti hans. Kjörsókn í prófkjörum helgarinnar var lítil og segir Grétar Þór það í samræmi við fyrri prófkjör haustsins. „Áhugi á pólitík, og ekki síst fjórflokknum, í þjóðfélaginu virðist vera þverrandi. Það sést í könnunum að traust á Alþingi er í kjallaranum og í ljósi þess þarf þetta kannski ekki að koma mikið á óvart.“ Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir og Illugi Gunnarsson munu leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í alþingiskosningunum í vor. Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir munu leiða lista Vinstri grænna í höfuðborginni og Ögmundur Jónasson verður í fyrsta sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Þetta varð ljóst á laugardag þegar Sjálfstæðisflokkurinn hélt prófkjör í Reykjavík og Vinstri grænir héldu flokksval í Kraganum og í Reykjavík. Alls nítján gáfu kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Flokkurinn hlaut fimm þingsæti þar árið 2009 en samkvæmt skoðanakönnunum fengi hann átta þingsæti nú. Þau Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi og Illugi Gunnarsson þingmaður gáfu kost á sér í forystusæti listans og hlaut Hanna Birna yfirburðakosningu; ríflega 72% atkvæði í fyrsta sæti. Illugi hafnaði síðan í öðru sætinu. „Tíðindi hjá Sjálfstæðisflokknum eru auðvitað stórsigur Hönnu Birnu. Þetta eru skýr skilaboð um það hvernig forystumenn sjálfstæðismenn sjá fyrir sér. Hvort að þetta muni leiða til formannsskipta, eins og sumir hafa ýjað að, er þó óvíst enda álitamál hvort skynsamlegt er fyrir flokk að skipta um formann rétt fyrir kosningar,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, og bætir við að Hanna Birna geti væntanlega gengið að varaformannsembætti flokksins vísu, sækist hún eftir því, og sömuleiðis ráðherraembætti eftir kosningar fari flokkurinn í ríkisstjórn.Brynjar náði góðum árangri Allir sitjandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gáfu kost á sér í prófkjörinu, ef frá er skilin Ólöf Nordal sem hyggst hætta á þingi, og höfnuðu þeir allir í líklegum þingsætum. Þá vakti athygli árangur hæstaréttarlögmannsins Brynjars Níelssonar sem kemur nýr inn og fékk góða kosningu í fjórða sætið. Í flokksvali Vinstri grænna í Reykjavík höfnuðu ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir í fyrsta og öðru sæti. Á eftir þeim komu þingmennirnir Árni Þór Sigurðsson og Álfheiður Ingadóttir. Björn Valur Gíslason, þingmaður, hafnaði hins vegar í sjöunda sæti en hann sóttist eftir fyrsta eða öðru sæti. Björn Valur var kjörinn á þing í Norðausturkjördæmi árið 2009 en ákvað að bjóða sig fram í Reykjavík nú.Björn Val vantaði 18 atkvæði Grétar Þór segir að þótt Birni Vali hafi verið hafnað hafi árangur hans í prófkjörinu að mörgu leyti verið eftirtektarverður. „Hann hafði mjög lítinn tíma til að vinna framboði sínu fylgi en svo skorti hann víst ekki nema 18 atkvæði í þriðja sætið,“ segir Grétar. Í flokksvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi hafnaði Ögmundur Jónasson, ráðherra, í fyrsta sæti. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir leiddi lista flokksins í Kraganum í kosningunum árið 2009 en hún hyggst hætta á þingi. Auk Ögmundar gaf Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, kost á sér í fyrsta sætið og munaði litlu að honum tækist að fella Ögmund. Ólafur hafnaði hins vegar í öðru sæti og verður að öllum líkindum færður í það þriðja vegna ákvæða flokksins um kynjasjónarmið við uppstillingu lista. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fjölmiðlafulltrúi í fjármálaráðuneytinu sem hafnaði í þriðja sæti, mun líklega taka sæti hans. Kjörsókn í prófkjörum helgarinnar var lítil og segir Grétar Þór það í samræmi við fyrri prófkjör haustsins. „Áhugi á pólitík, og ekki síst fjórflokknum, í þjóðfélaginu virðist vera þverrandi. Það sést í könnunum að traust á Alþingi er í kjallaranum og í ljósi þess þarf þetta kannski ekki að koma mikið á óvart.“
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira