Innlent

Sjómennirnir heilir á húfi

Landhelgisgæslunni barst rúmlega klukkan sjö neyðarkall frá tólf metra fiskibátnum Jónínu Brynju frá Bolungarvík, með tvo menn í áhöfn, sem var staðsettur NV- af Straumnesi, í nágrenni við Aðalvíkur.

Skipverjar náðu að senda út neyðarkall til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar sem boðaði út björgunarskip - og báta frá Flateyri, Ísafirði, Bolungarvík og Súgandafirði auk þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Vegna lélegs fjarskiptasambands og þar sem báturinn strandaði undir klettabelti náðist ekki samband við áhöfnina fyrr en um kl. 20:00. Voru þeir þá heilir á húfi en báturinn brotinn í fjörunni.

Er nú verið að kanna hvernig verður staðið að björgun mannanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×