Fleiri fréttir

Hagnaður Icelandair mestur

Icelandair hagnaðist hlutfallslega mest fjögurra helstu norrænu flugfélaganna á þriðja ársfjórðungi, eða fjórum sinnum meira en SAS, svo dæmi sé tekið. Þannig varð hlutfall hagnaðar af veltu Icelandair, rúm 16 prósent, tæp 15 hjá Norwegian, tæp átta prósent hjá Finnair og aðeins 3,9 prósent hjá SAS. Veltan var hinsvegar lang mest hjá SAS, eða 214 milljarðar króna , sem er rösklega fimm sinnum meiri velta en hjá Icelandair.

Framhaldsskólakennari vill á þing

Þórhalla Arnardóttir framhaldsskólakennari gefur kost á sér í 5.-6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokkisins í Reykjavík sem fram fer 24. nóvember næstkomandi. Þórhalla hefur verið framhaldsskólakennari síðan 2007 og hefur einnig kennt í grunnskóla til fjölda ára. Hún er með sjúkraliðamenntun, B.ed kennarapróf, diplómu í stjórnun og fræðslu, M.paed í líffræði og diplómu í verkefnastjórnun.

Hafa þungar áhyggjur af stöðu Geðsviðsins

Sálfræðingafélag Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af löngum biðlistum á Göngudeild Geðsviðs LSH. Bendir félagið á að lengsti biðtíminn eftir einstaklingsviðtölum við sálfræðinga sé vegna þunglyndis og kvíða. Að mati Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar sé þunglyndi og kvíði talin meðal þeirra heilbrigðisvandamála sem íþyngja samfélaginu mest. Hvetur félagið Guðbjart Hannesson velferðarráðherra til að beita sér fyrir því að göngudeild geðsviðs Landspítalans verði sérstaklega styrkt með fleiri stöðugildum sálfræðinga.

Vegir auðir sunnanlands en miklar vindhviður

Vegir eru að mestu auðir á Suðurlandi en miklar vindhviður eru undir Eyjafjöllum. Vindhviður eru einnig á varúðarmörkum bæði á Reykjanesbraut og Kjalarnesi.

Fyrstu ferðir Herjólfs falla niður

Vegna ölduhæðar í Landeyjahöfn falla fyrstu tvær ferð Herjólfs niður frá Vestmannaeyjum kl. 08:00 og 11:30 og frá Landeyjahöfn kl.10:00 og 13:00.

Búningalausir KR-ingar á Ísafirði

Þegar körfuboltalið KR mætti til leiks við lið Ísfirðinga vetur á Ísafirði í gær, kom í ljós að liðsmenn höfðu gleymt búningum sínum í Reykjavík.

Kastaði bjórglasi í lögreglubíl

Ölvaður karlmaður var handtekinn á Laugaveginum um kvöldmatarleitið í gær fyrir eignaspjöll, þegar hann kastaði björglasi í lögreglubíl, sem var ekið eftir götunni.

Björgunarsveit var kölluð út í Grindavík

Björgunarsveit var kölluð út í Grindavík til að hemja plötur, sem farnar voru að fjúka af húsþaki. Þá er verið að hemja fiskkör á hafnarsvæðinu og koma þeim í skjól. Hvassar vindhviður blása af og til um Reykjanesbrautina, en hún er ekki hál.

Töluverð skjálftavirkni undan Gjögurtá

Töluverð skjálftavirkni hefur verið norðvestur af Gjögurtá í gærkvöldi og í nótt. Tveir skjálftar upp á 2,5 stig urðu með skömmu millibili um klukkan hálf tvö í nótt, en aðrir hafa verið vægari. Fyrir helgi var útlit fyrir að hrinan væri gengin yfir, en svo virðist ekki vera.

Öllu innanlandsflugi hefur verið frestað

Flugfélag Íslands hefur frestað öllu innanlandsflugi, en aðstæður verða kannaðar nánar klukkan hálf átta. Millilandaflug viðrist hinsvegar ganga samkvæmt áætlun.

Stór jarðskjálfti skók Gvatemala að nýju

Jarðskjálfti upp á rúmlega sex stig skók Gvatemala í gærkvöldi aðeins nokkrum dögum eftir að mjög öflugur jarðskjálfti kostaði 52 manns lífið í landinu.

Lögreglan í Paragvæ lagði hald á 1.700 kg af kókaíni

Fíkniefnalögreglan í Paragvæ lagði hald á 1.700 kíló af kókaíni á litlum flugvelli við landamærin að Brasilíu um helgina. Verið var að undirbúa flutning á kókaíninu með litlum flugvélum yfir landamærin.

Bandóður ökumaður hafði í hótunum við lögreglu

Lögreglan handtók bandóðann ökumann á Reykjanesbraut á móts við Kauptún undir kvöld í gær, eftir að bíll hans hafði mælst á 136 kílómetra hraða, eða tæplega 50 kílómetrum yfir leyfilegum hámarkshraða.

Fundu fornan gullfjársjóð í Búlgaríu

Fornleifafræðingar í Búlagaríu hafa fundið stóran sjóð af munum úr gulli við uppgröft í norðurhluta landsins. Í sjóð þessum er m.a. að finna gullhringi, styttur af konum úr gulli og um 100 gullhnappa.

Aldrei tekist að greina nauðgunarlyf

Rannsakendum hefur aldrei tekist að greina leifar af nauðgunarlyfjum í blóðsýnum þolenda kynferðisbrota á Íslandi. Í fyrra var 21 sýni sent til rannsóknar. Prófessor segir áfengi vera algengasta nauðgunarlyfið.

1.250 milljónir fyrir eins árs á leikskóla

Kostnaður við að bjóða börnum í Reykjavík leikskólapláss í ágúst á öðru ári, ári fyrr en nú er, gæti numið 1.250 milljónum, fyrir utan byggingarkostnað vegna nýbygginga. Þetta er meðal niðurstaðna teymis sem skóla- og frístundaráð skipaði til að gera úttekt á áhrifum sem slík breyting gæti haft á dagforeldra og stöðu foreldra á vinnumarkaði. Í skýrslunni er miðað við að öllum börnum sem höfðu náð eins árs aldri fyrir ágúst í ár hafi verið boðið pláss í haust.

Meta Hörpu þrefalt lægra en Þjóðskráin

Harpa fellur mitt á milli þess að vera atvinnuhúsnæði með litlar sem engar leigutekjur og atvinnuhúsnæði sem almennt er keypt til útleigu, samkvæmt áliti lögmannsstofunnar Lex. Aðferð Þjóðskrár við fasteignamat tekur ekki tillit til þess og stangast á við lög og skilar allt of háum fasteignagjöldum.

Neita allri vitneskju um kókaín í töskum

Um þrjú kíló af kókaíni fundust í töskum tveggja íslenskra stúlkna sem lentu á flugvellinum í Prag á miðvikudag. Stúlkurnar, sem eru báðar átján ára hafa neitað sök í málinu, en voru á föstudag engu að síður úrskurðaðar í sjö mánaða gæsluvarðhald.

Ómetanlegur gagnabanki á þremur árum

Síðan pödduvefur Náttúrufræðistofnunar (NÍ) var settur á laggirnar í ágúst 2009 hafa 80 tegundir smádýra verið kynntar til leiks í um 300 pistlum alls. Markmiðið með vefnum var og er að fræða unga sem aldna, áhugasama sem angistarfulla, um tegundir smádýra á landi og í vötnum á Íslandi, eins og segir í frétt á vef NÍ. Vegna vinsælda stendur fyrir dyrum allsherjar endurskoðun sem á að létta alla upplýsingaleit á vefnum.

Íslenska lögreglan yrði ein vopnlaus

Kröfur norskra lögreglumanna um að fá að bera sýnileg skotvopn við dagleg störf verða ræddar á stjórnarfundi Landssambands lögreglumanna hér á landi, sem haldinn verður á miðvikudag.

Þátttökubekkir ekki komnir á áætlun

Svokallaðir þátttökubekkir fyrir þroskahamlaða sem menntaráð Reykjavíkurborgar samþykkti í janúar í fyrra að komið yrði á fót eru enn ekki komnir í framkvæmd. Klettaskóli er valkostur fyrir börn með sérþarfir. Þátttökubekkir yrðu millistig milli Klettaskóla og almennra skóla og í umsjón Klettaskóla.

Foreldrar fylgi börnum sínum í skólann

Foreldrar eru hvattir til þess að fylgja börnum í skólann á morgun vegna veðurs. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst yfir viðbúnaðarstigi 1 á morgun vegna veðursins. Eins og lesa má um hér, þýðir það að hugsanlegt er að röskun verði á skólastarfi á morgun.

Loðdýrabændur brosa út að eyrum

Íslenskir loðdýrabændur upplifa nú fádæma góðæri og hefur hagnaður af búrekstrinum sjaldan eða aldrei verið jafnmikill. Á síðasta uppboði í Kaupmannahöfn á íslenskum minkaskinnum fékkst yfir tíu þúsund króna meðalverð. Framleiðslukostnaður á hverju skinni er hins vegar um sex þúsund krónur. Hreinn hagnaður nemur því um 40 prósentum af sölutekjum.

Mannskæður skjálfti í Myanmar

Tólf hafa fundist látnir á Myanmar eftir að jarðskjálfti upp á 6,8 stig reið yfir norðanvert landið í morgun. Mikil skelfing greip um sig í næst stærstu borg landsin Mandalay og safnaðist fólk saman á götum úti.

Öryggisbrestur CIA: Viðhaldið hótaði hinu viðhaldinu

Vefsíða breska dagblaðsins Daily Mail greinir frá því í dag að ástæðan fyrir því að bandaríska alríkislögreglan hóf rannsókn á tölvupóstum David Petraeus, fyrrverandi forstjóra CIA, hafi verið sú að ævisöguritari hans, Paula Broadwell notaði póstfangið hans til þess að hóta hinu viðhaldinu Petraues.

Almannavarnir: Hugið að veðrinu

Almannavarnir hvetja íbúa á landinu, sérstaklega á Suður- og Vesturlandi að veita athygli eftirfarandi veðurspá Veðurstofu Íslands:

Fluttu til Íslands til að hefja minkarækt í Skagafirði

Ungt danskt-íslenskt par, sem er að hasla sér völl í minkarækt á bænum Héraðsdal 2 í Skagafirði, var heimsótt í þættinum "Um land allt" , sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Hún er íslensk, Halla Ólafsdóttir frá Djúpavogi, en hann danskur, Jesper Bækgaard. Þau eiga fimm mánaða gamlan son, Jens Ólaf, en þau kynntust fyrir fimm árum þegar bæði voru við háskólanám í Árósum, þó engu sem tengist loðdýrum, en kaupin á minkabúinu var þeirra leið til að flytjast til Íslands.

Viðhaldið grunað um að hafa hótað annarri konu

Þingnefnd um bandarísku leyniþjónustuna, CIA, hefur óskað eftir upplýsingum um það hversvegna bandaríska alríkislögreglan hóf rannsókn á póstum David Petraeus sem sagði upp störfum sem forstjóri leyniþjónustunnar síðasta föstudag eftir að í ljós kom að hann var að halda fram hjá eiginkonu sinni til marga ára.

Annar karlmaður handtekinn vegna Savile-málsins

Annar karlmaðurinn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn bresku lögreglunnar á því sem virðist vera umfangsmikil kynferðismisnotkun á unglingsstúlkum af hálfu sjónvarpsmannsins Jimmi Savile.

Skutu á varðstöð á Gólan hæðinni

Ísraelar drógust í dag í fyrsta skiptið inn í átökin í Sýrlandi þegar skotið var á ísraelska varðstöð á Gólan hæðinni með sprengjuvörpu í dag. Hermenn Ísraels skutu viðvörunarskoti til baka en þeim skilst að um mistök hafi verið að ræða.

Hefði viljað meiri stuðning

Bjarni Benediktsson fékk tæplega 54 prósent greiddra atkvæða í fyrsta sætið í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi. Hann segist hafa verið að vonast eftir meira afgerandi stuðningi.

Prófkjörin í gegnum tölfræði - Kristján með mestan stuðning

Það er hægt að lesa í prófkjör með ýmsum hætti og þannig má meðal annars skoða prófkjör helgarinnar í gegnum tölurnar. Þannig kemur í ljós að kjörsókn í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi var 37% en á kjörskrá voru 5.693 flokksfélagar og stuðningsmenn Samfylkingarinnar - 2.129 greiddu atkvæði.

Aftur varað við stormi

Veðurstofan varar enn á ný við stormi en búist er við stormi (meira en 20 metrar á sekúndu) og vindhviðum yfir 40 m/s á landinu í nótt og á morgun. Búist er við mikilli úrkomu suðaustantil á landinu á morgun

Fituskattur afnuminn

Dönsk stjórnvöld ætla að afnema sérstakan skatt sem lagður var á matvæli sem hafa að geyma mettaða fitu yfir 2,3 prósenta mörkum.

Hús sprakk í tætlur

Gríðarleg sprenging varð í bandarísku borginni Indianapolis í nótt. Einn er látinn hið minnsta og nokkrir slasaðir en svo virðist sem íbúðarhús við friðsæla götu í borginni hafi einfaldlega sprungið í tætlur.

Forstjóri BBC segir af sér

George Entwistle forstjóri breska ríkisútvarpsins (BBC) hefur sagt af sér. Þetta tilkynnti hann í gær en afsögnin kemur í kjölfar mikillar gagnrýni á fréttaþáttinn Newsnight sem á dögunum fjallaði um kynferðisbrot Jimmi Savile, hins þekkta þáttastjórnanda á BBC sem lést fyrir nokkru.

Sjá næstu 50 fréttir