Innlent

Íslenska lögreglan yrði ein vopnlaus

Snorri Magnússon segir að niðurstaðan á landsfundi norsku lögreglufélaganna hafi komið á óvart.
nordicphotos/A
Snorri Magnússon segir að niðurstaðan á landsfundi norsku lögreglufélaganna hafi komið á óvart. nordicphotos/A
Kröfur norskra lögreglumanna um að fá að bera sýnileg skotvopn við dagleg störf verða ræddar á stjórnarfundi Landssambands lögreglumanna hér á landi, sem haldinn verður á miðvikudag.

"Ég mun gera stjórninni grein fyrir því sem fram kom á fundinum og væntanlega verða umræður um það hver næstu skref verða hjá okkur," segir Snorri Magnússon, formaður íslenska landssambandsins, nýkominn af landsfundi norsku lögreglufélaganna. "Verði þetta að veruleika í Noregi þá verður Ísland eitt Norðurlandanna eftir án heimildar fyrir lögreglumenn til að bera skotvopn," segir Snorri.

Í Noregi hafa lögreglumenn um nokkurra ára skeið verið með skotvopn í læstum kistum í bílnum hjá sér en geta aðeins opnað kistuna ef þeir fá til þess sérstakt leyfi.

Til þessa hefur ekki verið vilji til þess meðal norskra lögreglumanna að fá að bera skotvopn, en á landsfundinum snerist sú afstaða við. Norsk stjórnvöld hafa þó úrslitavald í málinu.

Snorri segir að í könnun, sem gerð var meðal íslenskra lögreglumanna nýverið, hafi komið fram skýr vilji til þess að fá aukið aðgengi að skotvopnum með svipuðu fyrirkomulagi og nú er í Noregi.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×