Fleiri fréttir

Íslendingur vann 103 milljónir

Stálheppinn Íslendingur vann rúmlega 103 milljónir króna í Víkingalottóinu í kvöld. Er þetta í 21. skipti sem fyrsti vinningur í Víkingalottóinu rennur í skaut Íslendings. Vinningurinn í dag er sá næsthæsti til þessa.

Íslendingur vann 103 milljónir í Víkingalottó

Það var stálheppinn Íslendingur sem var einn af þremur vinningshöfum dagsins í Víkingalottói og vann sér inn rúmlega 103 milljónir króna. Þetta er í 21. skipti sem fyrsti vinningur í Víkingalottóinu kemur til Íslands og sá næsthæsti til þessa.

Breytinga þörf á húsnæðislánakerfinu

Forseti ASÍ segir að finna þurfi lausn á húsnæðislánakerfi landsins svo að meðalfjölskylda hafi ráð á að búa í meðalíbúð. Hann vill að ríkisstjórnin taki höndum saman með verkalýðshreyfingunni við að breyta kerfinu og lækka vexti.

Norðurljósaferðir trekkja að - vetrargestir á Akureyrir margfaldast

Vetrargestir á Akureyrir verða að öllum líkindum ríflega fimmfalt fleiri í vetur en þeir voru á síðasta ári. "Í dag er staðan sú að liðlega fjögurþúsund útlendingar hafa ákveðið að heimsækja Norðurland í vetur, meirihlutinn til að skoða norðurljósin," segir Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, og talar um byltingu því í fyrra voru ferðamennirnir samtals um sjö hundruð.

Reglugerð um lækkun sérstaks veiðigjalds

Gefin hefur verið út reglugerð um tímabundna lækkun sérstaks veiðigjalds. Í reglugerðinni eru útfærð skilyrði sem aðilar þurfa að uppfylla svo þeir hafi rétt til að greiða lægra veiðigjald á þessu fiskveiðiári vegna vaxtakostnaðar við kaup á aflahlutdeildum til ársloka 2011.

Fifty Shades of Grey hittir ekki í mark í Frakklandi

Heitasta bók ársins heldur nú innreið sína inn í landið þar sem sadómasókismi var svo gott sem fundinn upp. Bókin virðist hins vegar ekki beinlínis hitta í mark hjá Frökkum þrátt fyrir eitt stærsta prentupplag ársins þar í landi.

Eignuðust barn í bíl

„Rembingurinn kom bara í bílnum og svo fann ég þegar belgurinn sprakk og vatnið fór,“ segir Bergný Ösp Sigurðardóttir sem eignaðist barn í bíl í miðju Oddsskarði í sumar. Barnsfaðir hennar, Guðni Tómasson, þurfti að taka á móti barninu en starfsmaður Neyðarlínunnar leiðbeindi honum í gegnum síma. Barnið kom í heiminn um 10 mínútum eftir að þau hringdu í 112.

Europol varar við netþrjótum

Europol varar við svikastarfsemi þar sem óværan "Police Ransomware Malware" er notuð og fyrirtækismerki Europol er meðal annars notað í þeim tilgangi að gera svikastarfsemina trúverðugri. Embætti Ríkislögreglustjóra varar við þessum svikum á vefsíðu sinni í dag.

Andstætt lögum að afhenda skýrslu um Búsáhaldabyltinguna

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að hann hafi ekki lagaheimild til að afhenda þingmönnum skýrslu sem Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, skrifaði um Búsáhaldabyltinguna og mótmælin eftir hrun. Þingmenn telja afar brýnt að komast í upplýsingarnar í skýrslunni.

Vísar fréttum af yfirvofandi greiðslufalli til föðurhúsanna

Fréttir og fullyrðingar um að Íbúðalánasjóður standi frammi fyrir greiðslufalli á skuldbindingum sínum eiga sér ekki efnislega stoð í efnahag, lausafjárstöðu eða rekstri sjóðsins. Þetta segir Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, í tilkynningu sem hann sendi nú eftir hádegi vegna frétta Bloomberg fréttastofunnar af vanda sjóðsins.

Vísað úr skóla eftir líkamsárás með rörbút

Tveimur nemendum í Menntaskólanum á Ísafirði hefur verið vísað úr skóla tímabundið, vegna rannsóknar á árás þeirra á samnemamda sinn í skólanum í fyrradag. Lögreglurannsókn er haldið áfram.

Öll börn þurfa ókeypis heilbrigðisþjónustu

Börn og ungmenni eiga ekki að líða fyrir fátækt. Því er mikilvægt að bjóða öllum íslenskum börnum upp á fría heilbrigðisþjónustu til að jafna stöðu þeirra. Þetta segir félagsráðgjafi sem tók þátt í að vinna nýja skýrslu um málefni fátækra.

Óttast að landsbyggðin fái ekki nauðsynlegar uppbætur

Prófessor í stjórnmálafræði óttast að landsbyggðin fái ekki nauðsynlegar uppbætur ef atkvæðavægi verður jafnað í landinu líkt og Stjórnlagaráð leggur til í frumvarpi að nýrri og endurskoðaðri stjórnarskrá.

Lögreglan lýsir eftir stúlku

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Valeriju Rjabchuk, 14 ára. Hún er 176 sm á hæð, grannvaxin, um 60 kg og með blágrá augu.

Sigurður Ingi: Málið strandar á Stefáni Eiríkssyni

Lögreglustjóri hefur hafnað beiðni forseta Alþingis um aðgang að skýrslu sem Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, vann um Búsáhaldabyltinguna. Að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, verður allra leiða leitað til að skýrslan verði gerð ríkinu opinber.

Metár hjá Herjólfi

Aldrei hafa jafnmargir ferðast með Herjólfi milli lands og Eyja og þetta árið. Í síðustu ferð gærdagsins fór farþegafjöldi ársins yfir heildarfjölda síðasta árs. Ef fram fer sem horfir mun heildarfjöldi farþega í ár nálgast 300 þúsund.

Fjögur innbrot á einum og hálfum klukkutíma

Tilkynnt var um fjögur innbrot á höfuðborgarsvæðinu í morgun milli klukkan sjö og hálf níu. Annars vegar var brotist var inn í þrjár bifreiðar og hins vegar inn í atvinnuhúsnæði í austurborginni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggur ekki nákvæmlega fyrir hvort einhverju var stolið og þá hverju í innbrotunum.

Enn verið að rannsaka brunann í Laugardal

Lögreglan á Vestfjörðum hefur haft til rannsóknar upptök eldsins sem kviknaði í gróðri í Laugardal í Ísafjarðardjúpi þann þriðja ágúst síðastliðinn Nokkrar ábendingar bárust lögreglunni um mannaferðir og þá sem taldir voru bera ábyrgð á brunanum. Unnið hefur verið úr þessum vísbendingum öllum, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni liggur ekkert fyrir um hver beri ábyrgð á því sem þarna gerðist. Telji einhver sig búa yfir frekari upplýsingum sem geti varpað ljósi á málið er sá hinn sami hvattur til þess að hafa samband við lögregluna á Vestfjörðum, í síma 450 3730.

Íslendingar sýni Malölu stuðning

"Sendu Malölu stuðningskveðju. Láttu Malölu vita að umheimurinn styður mannréttindabaráttu hennar," segir í nýjasta netákalli Amnesty sem hugsað er til stuðnings pakistönsku stúlkunni sem var skotin í höfuðið af Talibönum vegna mannréttindabaráttu hennar.

Fleiri myndbönd um stjórnarskrána

Myndbönd af styttri gerðinni sem Stjórnarskrárfélagið vann eru nú byrjuð að birtast á netinu. Næstu daga mun 16 slík myndbönd birtast en í þeim hvetja þjóðþekktir einstaklingar Íslendinga til að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Þing ASÍ sett í dag

Fertugasta þing ASÍ verður sett núna klukkan tíu á Hilton Nordica. Þingið stendur í þrjá daga en þar verður fjallað um húsnæðismál, lífeyrismál og atvinnumál auk þess sem sérstök umræða verður um Evrópu- og kjaramál. Á föstudaginn fer svo fram forsetakjör og kjör til miðstjórnar ASÍ. Við upphaf þingsins munu meðal annars Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra flytja ávörp.

Hálka áfram víða á landinu

Hálka er á Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði á Vestfjörðum. Vegagerðin varar við hálku víða landinu.

Sindri Freyr kominn fram

Sindri Freyr Jensson, sem lögreglan á Suðurnesjum var að lýsa eftir er kominn fram. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að hún þakki veitta aðstoð við að hafa uppi á Sindra..

Skemmtiferðaskipum í Íshafi ekki bjargað

Lendi skemmtiferðaskip í hafsnauð norður af landinu er björgun þess ofviða Íslendingum. Þúsundir manna yrðu í lífshættu. Deilt er um þá tillögu að skylda skipin til að sigla saman í pörum svo þau geti komið hvert öðru til aðstoðar.

Tæmdi tankinn og þakkaði fyrir sig

„Takk fyrir,“ voru skilaboðin sem blöstu við Sigríði Örnu Arnþórsdóttur þegar hún fór út af heimili sínu í Garðabæ í gærmorgun og hugðist setjast upp í bíl. Þau voru frá þeim sem um nóttina hafði stolið öllu bensíninu af bílnum.

Hrósar Selfosslögreglunni í hástert fyrir elju

„Ég er rosalega ánægð með rannsóknarlögregluna á Selfossi,“ segir Elva Dögg Ásu- og Kristinsdóttir, réttargæslumaður þriggja kvenna sem tilkynntu um nauðgun eftir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ágústbyrjun.

Ferlar kynferðisbrotamála verði endurskoðaðir

Skúli Helgason, varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar, vill að stofnuð verði sérstök undirnefnd nefndarinnar sem fari yfir ferla kynferðisbrotamála á Íslandi. Að sögn hans fékk tillagan góðan hljómgrunn á nefndarfundi á mánudag.

Mikið um drykkjuskap og óspektir á Akranesi

Hamar, bjórglas og billjard kúla voru meðal barefla, sem beitt var hér og þar á Akranesi um helgina, sem var óvenju erilsöm hjá lögreglunni vegna drykkjuskapar og óspekta.

Neita því að kattarslagur sé í gangi í Downingstræti 10

Skrifstofa David Cameron forsætisráðherra Bretlands hefur neitað orðrómi þess efnis að stríð sé í gangi á milli Larry sem er heimilisköttur Cameron í Downingstræti 10 og Freyu sem er heimilisköttur George Osbourne fjármálaráðherra í næsta húsi eða Downingstræti 11.

Mantel fyrsta konan sem vinnur Booker verðlaunin tvisvar

Breski rithöfundurinn Hilary Mantel hefur unnið Booker bókmenntaverðlaunin í annað sinn. Þar með er Mantel fyrsta konan og jafnframt fyrsti Bretinn til þess að vinna þessi virtu bókmenntaverðlaun tvisvar.

Fjölskylda flúði úr íbúð undan eldsvoða í nótt

Eldur kviknaði í rafdrifbúnaði á rafmagnsreiðhjóli inni í íbúð í Rimahverfi í Reykjavík í nótt, þar sem hjólið var í hleðslu. Reykskynjari vakti fjögurra manna fjölskyldu og greip húsbóndinn þegar til slökkvitækis og tæmdi það á eldinn, áður en hann forðaði sér út á eftir hinu fólkinu og varð engum meint af.

Létu hasssmyglara sjálfa sýna sér hvar hassið var falið

Lögreglan í Kaupmannahöfn beið róleg átekta í fyrrakvöld fyrir utan bílskúr á Amager og leyfði nokkrum stórtækum hasssmyglurum að sýna sér hvar þeir höfðu falið hassið sem þeir höfðu smyglað til borgarinnar frá Þýskalandi.

Eiga auðlindir að vera í þjóðareign?

Önnur spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag lýtur að því hvort í stjórnarskrá eigi að vera ákvæði um að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeign séu lýstar þjóðareign. Fréttablaðið leitaði röksemda með og á móti.

Neyðast til að fækka nemendum um 200

Fjárveiting til Fjölbrautaskólans á Suðurnesjum (FS) fyrir næsta skólaár þýðir að fækka þarf nemendum skólans um 200, að sögn skólameistara. Eins þurfi að fækka starfsfólki skólans um sem nemur tólf til fjórtán stöðugildum.

Karadzic segist eiga skilin verðlaun frekar en refsingu

Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, lýsir yfir sakleysi sínu. Hann hóf í gær málsvörn sína fyrir stríðsglæpadómstól í Haag. Hann sætir ákærum fyrir stríðsglæpi, þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni.

Nýr vefur dregur fram hvað fólk vill vita

„Við erum að draga fram hvað það er sem fólk vill fá að vita meira um í kjölfar frétta,“ segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Spyr, sem fór í loftið þann 6. október síðastliðinn. Spyr er að sögn Rakelar fyrsti miðillinn sem sérhæfir sig sem upplýsingamiðil, eða miðil fólksins.

Kjartan segir borgina sóa almannafé

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir harðlega kaup borgarinnar á BSÍ húsinu og skemmu að Keilugranda 1. Kaupin voru samþykkt á borgarstjórnarfundi í dag. Samkvæmt samningum kaupir borgin 445 milljónir fyrir BSÍ og 240 fyrir Keilugranda 1. Kjarta segir að við það muni bætast tugmilljónakostnaður vegna niðurrifs. "Reykjavíkurborg á báðar lóðirnar en með þessu er hún að greiða hátt yfirverð fyrir tvö gömul hús, sem eru illa farin og jafnvel ónýt,“ segir Kjartan.

Kappræðurnar í beinni á Vísi

Barack Obama, Bandaríkjaforseta, og Mitt Romney, forsetaefni Repúblikana mætast í annað sinn í New York í kvöld. Kappræðurnar hefjast klukkan eitt að íslenskum tíma og verður einvígið í beinni útsendingu hér á Vísi.

Sjá næstu 50 fréttir