Fleiri fréttir

Árásarmaður úr gæsluvarðhaldi í farbann

Hæstiréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem sakaður er um að hafa ráðist á annað mann með skærum í Bankastræti aðfararnótt síðastliðins föstudags. Manninum er gefið að sök að hafa barið aftur fyrir sig af miklu afli með skærum án þess að hafa nokkru um það skeytt hvar höggið myndi lenda eða hvaða tjóni það kynni að valda. Maðurinn sem varð fyrir högginu hlaut 4 sentimetra langan skurð ofarlega á enni auk tveggja minni skurða. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði úrskurðað manninn í gæsluvarðhald til 1. nóvember, en Hæstiréttur sneri þeim úrskurði við og dæmdi manninn í farbann til 1. nóvember.

"Hvernig á að ákveða hver er geðfatlaður?“

Eva Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, er ánægð með að smálán til geðfatlaðra einstaklinga verði felld niður en telur þó að nýsamþykktar reglur smálánafyrirtækjanna veki upp áleitnar spurningar.

Rugluðust á Íslandi og Færeyjum

Þrír Afganar voru færðir á lögreglustöðina á Höfn í Færeyjum í morgun. Þeir höfðu laumað sér um borð í Norrænu í Hirtshals í Danmörku og laumuðu sér svo í land þegar skipið var komið til Færeyja. Talið er að þeir hafi falið sig á frakt skipsins á meðan þeir voru á bátnum. Fram kemur á vefnum Portal í Færeyjum að mennirnir hafi ætlað að koma til Íslands og sækja um hæli hér. Mennirnir verða nú sendir aftur til Danmerkur og verður kannað hvernig stóð á því að mennirnir gátu komist í Herjólf.

Telur að um tímamótasamning sé að ræða

Drögin að samningunum við Huang Nubo sem liggja fyrir eru að mörgu leyti tímamótasamningar að mati Bergs Elíasar Ágústssonar, bæjarstjóra í Norðurþingi. Þar skuldbindur kínverski auðmaðurinn sig með afdráttarlausum hætti til að hlúa að náttúrunni og byggja upp ferðaþjónustu á svæðinu, sem aðrir mættu taka sér til fyrirmyndar að sögn bæjarstjórans.

Kapphlaupið um lífið fór fram í dag

Kapphlaupinu um lífið lauk í dag með því að lið Víðistaðaskóla í Hafnarfirði hljóp maraþonið á 2:10:52, sem er einungis um 7 mínútum lengri tími en heimsmetið í maraþoni, sem Kenýabúinn Patrick Macau á, en hann hljóp heilt maraþon á 2:03:38. Liðið hafnaði í 44 sæti af þeim 390 liðum sem nú hafa lokið keppni. Næstbestum tíma náðu nemendur Álfhólsskóla í Kópavogi, 2:12:59.

Lán fyrir geðfatlaða verða felld niður

Lánveitingum smálánafyrirtækja til ungs fólks undir 20 ára aldri verður hætt þegar í stað. Auk þess verður lokað á lán til geðfatlaðra einstaklinga. Þetta var ákveðið í gær á fundi Útlána, regnhlífarsamtaka smálánafyrirtækja.

Feður taka síður fæðingarorlof nú en áður

Feðrum, sem fengu greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði, fækkaði um 5,3% milli áranna 2009 og 2010. Milli áranna 2010 og 2011 fækkaði þeim um 10,2%. Þetta kemur fram í svari Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra við fyrirspurn Lúðvíks Geirssonar um málið.

Telja Erp ná til unga fólksins

Rapparinn Erpur Eyvindarson stígur fram í nýju myndbandi og fræðir samlanda sína um sögu stjórnarskrár landsins og hvetur þá til að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni næstkomandi laugardag. Myndbandið má nálgast á hlekknum hér að ofan en það er vefsíðan Áttavitinn.is sem framleiddi og birti myndbandið.

Breytingar gerðar á þingflokki Samfylkingarinnar

Breytingar hafa verið gerðar á stjórn þingflokks Samfylkingarinnar. Oddný G. Harðardóttir er orðin formaður þingflokksins að nýju, Magnús Orri Scram er varaformaður og Ólína G. Þorvarðardóttir er ritari. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis tilkynnti þetta við upphaf þingfundar í dag. Þegar Oddný varð fjármálaráðherra um síðustu áramót lét hún af starfi formanns þingflokksins og Magnús Orri tók við. Þegar Oddný lét svo af embætti fjármálaráðherra á dögunum var þá ákveðið að hún tæki aftur við þingflokksformennskunni.

Sigmundur Ernir í klefa á Litla Hrauni

Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingsmaður prófaði að fara inn í fangaklefa í morgun á Litla Hrauni en hann var þar á ferð með félögum sínum í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Nefndin var að kynna sér starfsemi fangelsins og fékk að fara um það allt í fylgd Margrétar Frímannsdóttur, forstöðumanns fanelsisns og Páli Winkel, fangelsismálastjóra. Fram kom í máli Margrétar að um 300 fangar koma í fangelsið á ári, eða að meðaltali 5 fangar á viku. Þingmenn spurðu margar spurninga og fóru miklu fróðari en þeir komu um starfsemi Litla Hrauns enda gáfu þeir sér tvo klukkutíma til að fræðast um starfsemina. Þeim var boðið upp á kaffi og brauð með laxi, auk vínberja og melóna.

Verkum eftir Picasson, Matisse og Monet stolið í innbroti

Brotist var inn í Kunsthal safnið í Rotterdam í Hollandi og þaðan stolið sjö verkum. Þar á meðal eru verk eftir Pablo Picasso, Henri Matisse og tvö verk eftir Claude Monet. Verið var að sýna svokallað málverkasafn Tritonsjóðsins í heild sinni í fyrsta sinn þegar brotist var inn í Kusthal. Talið er að brotist hafi verið inn í morgun. Lögreglan er að skoða myndbandsupptökur úr eftirlitsmyndavélum.

Þingmenn fóru á Hraunið

Nefndarmenn í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis voru uppnumdir eftir heimsókn á Litla Hraun í morgun að sögn formanns nefndarinnar. Nefndarmenn fengu sérstaka kynningu á því hvernig starfsfólk Litla Hrauns hefur varið 50 milljóna króna fjárframlagi sem hugsað var til að efla öryggisþætti fangelsisins.

Öll nauðgunarmálin frá Þjóðhátíð upplýst

Búið er að upplýsa öll þrjú nauðgunarmálin sem komu upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um síðastliðna verslunarmannahelgi. Grunur féll á ákveðinn mann þegar hann var tekinn til yfirheyrslu hjá lögreglu í gær.

Vill að þingmenn ræði stjórnarskrárfrumvarpið

Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, mun leggja það til á þingflokksformannafundi í dag að fram fari efnisleg umræða um tillögur stjórnlagaráðs á Alþingi fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna.

Nafn mannsins sem lést í Reykjanesbæ

Ættingjum mannsins sem fannst látinn í fjörunni neðan við Ægisgötu í Reykjanesbæ að morgni föstudagsins síðastliðins hefur verið tilkynnt um andlát hans. Maðurinn var pólskur, 42 ára gamall og hét Jaroslaw Olejniczko. Hann var búsettur í Reykjanesbæ. Hann lætur eftir sig uppkominn son og aldraða móður.

Yfir fjögur þúsund manns hafa kosið utan kjörfundar

Þegar hafa 4.323 einstaklingar á landinu greitt atkvæði utan kjörfundar í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs. Miðað við aðrar atkvæðagreiðslur telst það ekki sérlega mikið en erfitt er að spá fyrir um endanlega kjörsókn út frá fjölda utankjörfundaratkvæða.

Nýjasta myndband Lay Low frumsýnt á Vísi

Tónlistarkonan Lay Low sendir frá sér nýtt myndband við lagið The Backbone um leið og hún sendir frá sér tveggja laga vínyl plötu í takmörkuðu og númeruðu upplagi. Lögin tvö eru The Backbone og Rearrangement. Það fyrra er nýtt frumsamið lag en það síðarnefnda er ensk útgáfa af laginu Gleym mér ei sem kom út á breiðskífu Lay Low, Brostinn strengur, sem hún sendi frá sér árið 2011. Niðurhalskóði fylgir vínylnum þannig að fólk getur náð í lögin löglega á netinu.

Eigendastefnan tekur á ýmsu sem sætti gagnrýni

Borgarráð telur að eigendastefna Orkuveitu Reykjavíkur sem samþykkt var í júní á þessu ári taki á mörgum þáttum sem gagnrýndir voru í skýrslu úttektarnefndar um Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta kom fram í bókun sem borgarráð lagði fram í gær.

Glæpir í Héðinsfirði

Eyðifjörðurinn Héðinsfjörður, mitt á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, er sögusvið fjórðu glæpasögu Ragnars Jónassonar. Bókin hefur hlotið nafnið Rof og kemur út næsta fimmtudag, en það vakti athygli fyrr í mánuðinum að bókin kom fyrst út í forsölu sem rafbók og hljóðbók. Útgáfunni verður fagnað með útgáfuteiti í Reykjavík annars vegar og í Héðinsfirði hins vegar.

Flesta ferðamenn langar aftur til Íslands

Erlendir vetrargestir hér á landi eru langflestir ánægðir með heimsókn sína og gætu almennt hugsað sér að heimsækja landið aftur. Flestir þeirra telja Bláa Lónið það eftirminnilegasta við landið og segja að styrkur ferðaþjónustunnar liggi í náttúru og landslagi.

Sigurhjörtur til Mannvits

Sigurhjörtur Sigfússon hefur verið ráðinn fjármálastjóri Mannvits og tekur sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Sigurhjörtur er löggiltur endurskoðandi og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur víðtæka reynslu á sínu sviði. Áður en Sigurhjörtur réðst til Mannvits var hann forstöðumaður áætlana og greininga hjá Skiptum frá árinu 2008.

Treystir að Al Thani-málið fari sömu leið

Breska efnahagsbrotalögreglan, Serious Fraud Office (SFO), hefur hætt rannsókn á málefnum Kaupþings. Þar með er Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, ekki lengur í sigti hennar. Áður hafði rannsókn á þætti nokkurra annarra fyrrverandi starfsmanna Kaupþings og bræðrunum Vincent og Robert Tchenguiz verið látin niður falla.

Þrjár álftir í viðbót skotnar við Stokkseyri

Eins og fram hefur komið þá var lögreglunni á Selfossi tilkynnt um sex dauðar álftir í fjörunni á Stokkseyri um helgina, sem höfðu verið skotnar. Nú hafa þrjár aðrar álftir fundist dauðar eftir skot, eða á bökkum Vola, sem er veiðisvæði rétt við Stokkseyri.

Eva Joly er á leið til landsins

Föstudaginn 19. október n.k. mun Eva Joly halda fyrirlestur í Silfurbergi í Hörpu í boði Samtaka fjárfesta og viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands.

Varað við hálku víða á landinu

Vegagerðin varar við hálku víða á landinu þennan morguninn. Það eru hálkublettir á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi.

Fordómarnir finnast líka í kerfinu

Síðan samfélagsteymi LSH tók til starfa hefur tími geðsjúkra inni á stofnunum minnkað og innlögnum fækkað. Sveitarfélögin verða að taka sig á varðandi þjónustu við hópinn, að mati teymisstjóra. Fordómar finnast innan heilbrigðiskerfisins sem utan þess.

Marorka fundaði með Cosco Group

Íslensk sendinefnd skipuð fulltrúum úr utanríkisþjónustunni og starfsmönnum Marorku fundaði í síðustu viku með stjórnendum kínverska skipafélagsins Cosco Group. Á fundinum var rætt samstarf milli Marorku og Cosco sem er eitt stærsta skipafélag heims.

Þing rofið og boðað til kosninga í Ísrael

Ísraelska þingið samþykkti í gærkvöldi að rjúfa þing þegar í stað og boða til kosninga í janúar á næsta ári en það er ári fyrr en kosningarnar áttu að vera.

Segja að veiðigjaldið leiði til byggðaröskunar

Landsbyggðarskattur í formi veiðigjalds, sem nú er lagt á sjávarútveginn, mun leiða til verulegrar byggðaröskunar vegna samþjöppunar á aflaheimildum og fækkun starfa í sjávarútvegi, segir meðal annars í stjórnmálaályktun kjördæmaþings Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi.

Sprengingar og skothríð í einni borga Nígeríu

Miklar sprengingar og skothríð hafa heyrst í borginni Maiduguri í norðurhluta Nígeríu í gærkvöldi og nótt en þar hafa meðlimir múslímsku öfgasamtakanna Boko Haram herjað á borgarbúa að undanförnu.

Fimm mánaða fangelsis krafist

Dómstólar Farið hefur verið fram á fimm mánaða fangelsisrefsingu og þriggja ára ökuleyfissviptingu vegna fjölmargra afbrota þrítugs Kópavogsbúa síðastliðið ár eða svo. Þá er krafist 673 þúsund króna í málskostnað. Mál á hendur manninum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Læknar bjartsýnir á að Malala muni ná sér

Læknar í Bretlandi eru bjartsýnir á að hin 14 ára gamla pakistanska stúlka Malala Yousafzai muni ná sér eftir skotárársina sem hún varð fyrir af hendi Talibana. Fjarlægja þurfti byssukúlu úr höfði hennar.

Castró var með SS foringja í þjónustu sinni

Leyniskjöl frá þýsku leyniþjónustunni sem gerð hafa verið opinber sýna að Fidel Castro fyrrum leiðtogi Kúbu naut aðstoðar fyrrum nasistahermanna úr SS sveitunum árið 1962.

60 íslenskir hönnuðir sameinast í 17-húsinu

Vörur 60 íslenskra hönnuða verða til sölu í ATMO, nýrri verslun í gamla Sautján-húsinu á Laugaveginum. Nokkrum hönnunarverslunum verður samtímis lokað. Rekstur í kjallara í samstarfi við Rauða krossinn. Gló með veitingar í húsinu.

Fær læknisþjónustu og vernd í Bretlandi

Hin fjórtán ára gamla Malala Yousufzai var snemma í gærmorgun flutt af hersjúkrahúsi í Pakistan til Bretlands þar sem hún fær aðhlynningu og vernd gegn áframhaldandi árásum talibana, sem hafa heitið því að myrða hana.

Skotar fá að kjósa um sjálfstæði 2014

Bretland, apForsætisráðherra Bretlands, David Cameron, og æðsti ráðherra Skotlands, Alex Salmond, hafa skrifað undir samkomulag um þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.

Sjá næstu 50 fréttir