Neyðast til að fækka nemendum um 200 17. október 2012 00:01 Fjárveiting til Fjölbrautaskólans á Suðurnesjum (FS) fyrir næsta skólaár þýðir að fækka þarf nemendum skólans um 200, að sögn skólameistara. Eins þurfi að fækka starfsfólki skólans um sem nemur tólf til fjórtán stöðugildum. Kristján Ásmundsson, skólameistari FS, fundaði í gær með fulltrúum ráðuneytisins vegna stöðu skólans. „Það vantar yfir sjötíu milljónir króna til að halda sjó miðað við stöðuna eins og hún er í dag. Við höfum töluna í fjárlögum og vitum hvað skólastarfið mun kosta á næsta ári að óbreyttu. Þetta þýðir einfaldlega stórfellda fækkun nemenda, úr rúmlega 1.100 í rúmlega 900, auk fækkunar starfsfólks," segir Kristján. Hann segir skilaboðin hafa verið einföld; fjármagn til skólans verði ekki aukið. Hins vegar sé það mat hans að skólinn hafi ekki fengið hækkanir til samræmis við marga aðra skóla, en um þetta sé ágreiningur. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að hún hafi áhyggjur af rekstrarstöðu framhaldsskólanna almennt, eins og komið hafi fram í fjárlagaumræðunni í haust. Þegar hafi verið lagðar til 140 milljónir til framhaldsskólanna í fjáraukalögum og vonir hennar standi til frekari framlaga í fjárlögum. „Það kemur mér hins vegar á óvart að heyra af þessu því skólinn hefur ekki verið að nýta fjárheimildir sínar að fullu." Kristján minnir á að fyrir rúmlega tveimur árum fundaði ríkisstjórnin í fyrsta sinn í Reykjanesbæ. Þá hafi verið boðað, meðal annars, að rekstrargrundvöllur menntastofnana á Suðurnesjum yrði tryggður og þróa skyldi fjölbreyttara námsframboð á svæðinu til að byggja undir þá sem minnsta menntun höfðu eða voru án atvinnu. „Við fögnuðum þessu mjög og því er þetta áfall fyrir okkur að fá þessi skilaboð núna," segir Kristján. Varðandi átak stjórnvalda segir Katrín að staðið hafi verið við það sem lagt var af stað með; tveir verkefnisstjórar hafi starfað við að þróa ýmis verkefni á svæðinu og margt sé í deiglunni sem komi öllum skólum á svæðinu til góða. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir stöðuna afleita. Því sé marglýst yfir að lausnin á stöðu Suðurnesja felist ekki síst í að styrkja menntun ungs fólks. Árni segir að forsvarsmenn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og Reykjanesbæjar hafi ítrekað tekið málið upp við þingmenn kjördæmisins og fjárlaganefnd Alþingis. „Svo þetta er ekki bara grafalvarlegt heldur stórundarlegt." Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira
Fjárveiting til Fjölbrautaskólans á Suðurnesjum (FS) fyrir næsta skólaár þýðir að fækka þarf nemendum skólans um 200, að sögn skólameistara. Eins þurfi að fækka starfsfólki skólans um sem nemur tólf til fjórtán stöðugildum. Kristján Ásmundsson, skólameistari FS, fundaði í gær með fulltrúum ráðuneytisins vegna stöðu skólans. „Það vantar yfir sjötíu milljónir króna til að halda sjó miðað við stöðuna eins og hún er í dag. Við höfum töluna í fjárlögum og vitum hvað skólastarfið mun kosta á næsta ári að óbreyttu. Þetta þýðir einfaldlega stórfellda fækkun nemenda, úr rúmlega 1.100 í rúmlega 900, auk fækkunar starfsfólks," segir Kristján. Hann segir skilaboðin hafa verið einföld; fjármagn til skólans verði ekki aukið. Hins vegar sé það mat hans að skólinn hafi ekki fengið hækkanir til samræmis við marga aðra skóla, en um þetta sé ágreiningur. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að hún hafi áhyggjur af rekstrarstöðu framhaldsskólanna almennt, eins og komið hafi fram í fjárlagaumræðunni í haust. Þegar hafi verið lagðar til 140 milljónir til framhaldsskólanna í fjáraukalögum og vonir hennar standi til frekari framlaga í fjárlögum. „Það kemur mér hins vegar á óvart að heyra af þessu því skólinn hefur ekki verið að nýta fjárheimildir sínar að fullu." Kristján minnir á að fyrir rúmlega tveimur árum fundaði ríkisstjórnin í fyrsta sinn í Reykjanesbæ. Þá hafi verið boðað, meðal annars, að rekstrargrundvöllur menntastofnana á Suðurnesjum yrði tryggður og þróa skyldi fjölbreyttara námsframboð á svæðinu til að byggja undir þá sem minnsta menntun höfðu eða voru án atvinnu. „Við fögnuðum þessu mjög og því er þetta áfall fyrir okkur að fá þessi skilaboð núna," segir Kristján. Varðandi átak stjórnvalda segir Katrín að staðið hafi verið við það sem lagt var af stað með; tveir verkefnisstjórar hafi starfað við að þróa ýmis verkefni á svæðinu og margt sé í deiglunni sem komi öllum skólum á svæðinu til góða. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir stöðuna afleita. Því sé marglýst yfir að lausnin á stöðu Suðurnesja felist ekki síst í að styrkja menntun ungs fólks. Árni segir að forsvarsmenn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og Reykjanesbæjar hafi ítrekað tekið málið upp við þingmenn kjördæmisins og fjárlaganefnd Alþingis. „Svo þetta er ekki bara grafalvarlegt heldur stórundarlegt."
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira