Sigurður Ingi: Málið strandar á Stefáni Eiríkssyni BBI skrifar 17. október 2012 11:55 Frá mótmælunum við þinghúsið. Mynd/Valli Lögreglustjóri hefur hafnað beiðni forseta Alþingis um aðgang að skýrslu sem Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, vann um Búsáhaldabyltinguna. Að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, verður allra leiða leitað til að skýrslan verði gerð ríkinu opinber. Fjölmargir þingmenn hafa lýst yfir áhuga á því að sjá umrædda skýrslu en málið strandar á Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, „sem vill meina að skýrslan sé innanhússskýrsla fyrir sig, unnin úr gagnagrunni lögreglunnar og komi ekki öðrum við," segir Sigurður. Upphaflega var það Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokks, sem bað upplýsingaþjónustu þingsins um skýrsluna en fékk ekki aðgang hjá lögreglu. Þá tók Sigurður Ingi málið upp í forsætisnefnd og fór fram á að forseti þingsins leitaði eftir aðgangi að skýrslunni, enda varðaði hún öryggismál þingsins. Því var einnig hafnað. Nú síðast fór Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fram á aðgang að skýrslunni og lýsti mikilvægi þess að þingmenn kæmust í innihald hennar í ræðustól á Alþingi í gær. „Við munum leita allra leiða til að þessi skýrsla verði gerð ríkinu opinber," segir Sigurður en veit sem stendur ekki hvernig það verður gert.Skýrslan Í skýrslunni er fjallað um mótmælin eftir hrunið 2008 og árásir á Alþingishúsið. Sigurður telur að þar komi fram upplýsingar um öryggismál þingsins sem nauðsynlegt er að komast yfir í því skyni að bæta öryggismál Alþingis eftir föngum.Bloggarinn Bloggarinn Eva Hauksdóttir fór fyrir sína parta einnig fram á að fá afrit af skýrslunni. Hún fékk sömuleiðis synjun hjá lögreglustjóra en brást við með því að kæra hann til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna synjunarinnar. Frá þessu er greint á DV.is en ekki hefur fengist niðurstaða í kæruna.Fundargerðin Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, skrifaði umrædda skýrslu. Hann hélt því fram á fundi í Valhöll í gær að skýrslan væri byggð á upplýsingum frá alþingismönnum sjálfum og því lægju allar upplýsingar fyrir í fundargerð forsætisnefndar þingsins frá 21. janúar 2009. Því væri í raun óþarft að veita alþingismönnum sérstakan aðgang að skýrslunni. Sigurður getur ekki upplýst um hvað nákvæmlega er í fundargerðinni sem Geir vísar til. „Fundargerðir forsætisnefndar eru ekki opinberar," segir hann. „Þar er samt fyrst og fremst verið að fjalla um hlut alþingismanna í mótmælunum eftir hrun en í skýrslunni teljum við að komi betur fram hvað þarf að bæta í öryggismálum þingsins og hvernig staðan er. Og það er þetta sem við erum að leita eftir," segir hann og telur því mikilvægt að þingmenn fái aðgang að skýrslunni. Tengdar fréttir Vill að þingmenn fái aðgang að skýrslu um Búsáhaldabyltinguna Þingmenn ættu að fá aðgang að skýrslu sem Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, vann um Búsáhaldabyltinguna. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson, einn af varaforsetum Alþingis, í samtali við Vísi. Hann bar málið upp í forsætisnefnd Alþingis á síðasta fundi nefndarinnar. Geir Jón sagði í fjölmiðlum fyrr á árinu, þegar hann ræddi skýrsluna, að búsáhaldarbyltingunni hafi verið stýrt af sitjandi þingmönnum. 10. október 2012 13:35 Geir Jón: Dómstólar létu undan þrýstingi í nímenningamálinu Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, telur að dómstólar hafi látið undan þrýstingi í þjóðfélaginu í máli nímenninganna sem réðust á Alþingi í mótmælunum eftir hrunið. 16. október 2012 13:37 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Lögreglustjóri hefur hafnað beiðni forseta Alþingis um aðgang að skýrslu sem Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, vann um Búsáhaldabyltinguna. Að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, verður allra leiða leitað til að skýrslan verði gerð ríkinu opinber. Fjölmargir þingmenn hafa lýst yfir áhuga á því að sjá umrædda skýrslu en málið strandar á Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, „sem vill meina að skýrslan sé innanhússskýrsla fyrir sig, unnin úr gagnagrunni lögreglunnar og komi ekki öðrum við," segir Sigurður. Upphaflega var það Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokks, sem bað upplýsingaþjónustu þingsins um skýrsluna en fékk ekki aðgang hjá lögreglu. Þá tók Sigurður Ingi málið upp í forsætisnefnd og fór fram á að forseti þingsins leitaði eftir aðgangi að skýrslunni, enda varðaði hún öryggismál þingsins. Því var einnig hafnað. Nú síðast fór Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fram á aðgang að skýrslunni og lýsti mikilvægi þess að þingmenn kæmust í innihald hennar í ræðustól á Alþingi í gær. „Við munum leita allra leiða til að þessi skýrsla verði gerð ríkinu opinber," segir Sigurður en veit sem stendur ekki hvernig það verður gert.Skýrslan Í skýrslunni er fjallað um mótmælin eftir hrunið 2008 og árásir á Alþingishúsið. Sigurður telur að þar komi fram upplýsingar um öryggismál þingsins sem nauðsynlegt er að komast yfir í því skyni að bæta öryggismál Alþingis eftir föngum.Bloggarinn Bloggarinn Eva Hauksdóttir fór fyrir sína parta einnig fram á að fá afrit af skýrslunni. Hún fékk sömuleiðis synjun hjá lögreglustjóra en brást við með því að kæra hann til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna synjunarinnar. Frá þessu er greint á DV.is en ekki hefur fengist niðurstaða í kæruna.Fundargerðin Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, skrifaði umrædda skýrslu. Hann hélt því fram á fundi í Valhöll í gær að skýrslan væri byggð á upplýsingum frá alþingismönnum sjálfum og því lægju allar upplýsingar fyrir í fundargerð forsætisnefndar þingsins frá 21. janúar 2009. Því væri í raun óþarft að veita alþingismönnum sérstakan aðgang að skýrslunni. Sigurður getur ekki upplýst um hvað nákvæmlega er í fundargerðinni sem Geir vísar til. „Fundargerðir forsætisnefndar eru ekki opinberar," segir hann. „Þar er samt fyrst og fremst verið að fjalla um hlut alþingismanna í mótmælunum eftir hrun en í skýrslunni teljum við að komi betur fram hvað þarf að bæta í öryggismálum þingsins og hvernig staðan er. Og það er þetta sem við erum að leita eftir," segir hann og telur því mikilvægt að þingmenn fái aðgang að skýrslunni.
Tengdar fréttir Vill að þingmenn fái aðgang að skýrslu um Búsáhaldabyltinguna Þingmenn ættu að fá aðgang að skýrslu sem Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, vann um Búsáhaldabyltinguna. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson, einn af varaforsetum Alþingis, í samtali við Vísi. Hann bar málið upp í forsætisnefnd Alþingis á síðasta fundi nefndarinnar. Geir Jón sagði í fjölmiðlum fyrr á árinu, þegar hann ræddi skýrsluna, að búsáhaldarbyltingunni hafi verið stýrt af sitjandi þingmönnum. 10. október 2012 13:35 Geir Jón: Dómstólar létu undan þrýstingi í nímenningamálinu Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, telur að dómstólar hafi látið undan þrýstingi í þjóðfélaginu í máli nímenninganna sem réðust á Alþingi í mótmælunum eftir hrunið. 16. október 2012 13:37 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Vill að þingmenn fái aðgang að skýrslu um Búsáhaldabyltinguna Þingmenn ættu að fá aðgang að skýrslu sem Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, vann um Búsáhaldabyltinguna. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson, einn af varaforsetum Alþingis, í samtali við Vísi. Hann bar málið upp í forsætisnefnd Alþingis á síðasta fundi nefndarinnar. Geir Jón sagði í fjölmiðlum fyrr á árinu, þegar hann ræddi skýrsluna, að búsáhaldarbyltingunni hafi verið stýrt af sitjandi þingmönnum. 10. október 2012 13:35
Geir Jón: Dómstólar létu undan þrýstingi í nímenningamálinu Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, telur að dómstólar hafi látið undan þrýstingi í þjóðfélaginu í máli nímenninganna sem réðust á Alþingi í mótmælunum eftir hrunið. 16. október 2012 13:37