Kappræðurnar í beinni á Vísi 16. október 2012 21:56 Barack Obama, Bandaríkjaforseta, og Mitt Romney, forsetaefni Repúblikana mætast í annað sinn í New York í kvöld. Kappræðurnar hefjast klukkan eitt að íslenskum tíma og verður einvígið í beinni útsendingu hér á Vísi. Einróma álit er um að Romney hafi borið sigur úr býtum í fyrstu umferð kappræðnanna sem fram fóru í Denver fyrir tveimur vikum. Romney sótti þá af mikilli hörku og var Obama í vörn hvað eftir annað. Eins og staðan er núna mælist fylgi Obama á landsvísu 49 prósent á meðan Romney mælist með 46 prósent. Hér fyrir neðan má sjá áætlað fylgi frambjóðandanna samkvæmt mælingum fréttamiðilsins Washington Post. En hvað gerist í kvöld? Hérna eru nokkur atriði sem vert er að fylgjast með:Velgengni Romneys í kjölfar fyrri kappræðnanna eiga rætur að rekja til óákveðinna kjósenda, einna helst verkamanna og kvenna. Þessi hópar skipta sköpum í baráttunni um ríki eins og Flórída og Ohio. Þannig er talið að Obama muni tala sérstaklega kvenkyns kjósenda í kvöld.Markmið Romneys í kvöld eru nokkuð skýr. Kosningabarátta Obama hefur gefið út áherslupunkta forsetans fyrir kappræðurnar og því er nauðsynlegt fyrir Romney að koma vel undirbúinn til leiks. Ljóst er að Obama mun gagnrýna ummæli Romneys um að hann sæki fylgi sitt til fólks sem skili litlu út í samfélagið — að 47 prósent þjóðarinnar séu í raun ónytjungar sem ómögulegt er að höfða til. Þá mun Obama að öllum líkindum ræða tengsl Romneys við fjárfestingarfyrirtækið Bain Capital en repúblikaninn sat í stjórn félagsins á sínum tíma. Þá hefur Romney verið sakaður um misjafna viðskiptahætti.Nauðsynlegt er fyrir báða frambjóðendur að koma vel fyrir — að vera ákveðnir en á sama tíma að forðast ókurteisi. Þannig getur Obama ekki sakað Romney um lygar í kvöld, þó svo að hann hafi margoft gert það í kosningabaráttu sinni. Það er álit sérfræðinga að helstu mistök Obama í kappræðunum í Denver hafi verið að leyfa Romney að endurskrifa forsetatíð sína. Obama svaraði Romney ekki þegar hann fór rangt með staðreyndir um embættistíð sína sem ríkisstjóri Massachusetts og stjórnarformaður Bain Capital. Hann innti síðan mótframbjóðanda sinn ekki eftir svörum þegar hann ræddi um breytingar sem hann hefði huga á skattkerfi Bandaríkjanna. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira
Barack Obama, Bandaríkjaforseta, og Mitt Romney, forsetaefni Repúblikana mætast í annað sinn í New York í kvöld. Kappræðurnar hefjast klukkan eitt að íslenskum tíma og verður einvígið í beinni útsendingu hér á Vísi. Einróma álit er um að Romney hafi borið sigur úr býtum í fyrstu umferð kappræðnanna sem fram fóru í Denver fyrir tveimur vikum. Romney sótti þá af mikilli hörku og var Obama í vörn hvað eftir annað. Eins og staðan er núna mælist fylgi Obama á landsvísu 49 prósent á meðan Romney mælist með 46 prósent. Hér fyrir neðan má sjá áætlað fylgi frambjóðandanna samkvæmt mælingum fréttamiðilsins Washington Post. En hvað gerist í kvöld? Hérna eru nokkur atriði sem vert er að fylgjast með:Velgengni Romneys í kjölfar fyrri kappræðnanna eiga rætur að rekja til óákveðinna kjósenda, einna helst verkamanna og kvenna. Þessi hópar skipta sköpum í baráttunni um ríki eins og Flórída og Ohio. Þannig er talið að Obama muni tala sérstaklega kvenkyns kjósenda í kvöld.Markmið Romneys í kvöld eru nokkuð skýr. Kosningabarátta Obama hefur gefið út áherslupunkta forsetans fyrir kappræðurnar og því er nauðsynlegt fyrir Romney að koma vel undirbúinn til leiks. Ljóst er að Obama mun gagnrýna ummæli Romneys um að hann sæki fylgi sitt til fólks sem skili litlu út í samfélagið — að 47 prósent þjóðarinnar séu í raun ónytjungar sem ómögulegt er að höfða til. Þá mun Obama að öllum líkindum ræða tengsl Romneys við fjárfestingarfyrirtækið Bain Capital en repúblikaninn sat í stjórn félagsins á sínum tíma. Þá hefur Romney verið sakaður um misjafna viðskiptahætti.Nauðsynlegt er fyrir báða frambjóðendur að koma vel fyrir — að vera ákveðnir en á sama tíma að forðast ókurteisi. Þannig getur Obama ekki sakað Romney um lygar í kvöld, þó svo að hann hafi margoft gert það í kosningabaráttu sinni. Það er álit sérfræðinga að helstu mistök Obama í kappræðunum í Denver hafi verið að leyfa Romney að endurskrifa forsetatíð sína. Obama svaraði Romney ekki þegar hann fór rangt með staðreyndir um embættistíð sína sem ríkisstjóri Massachusetts og stjórnarformaður Bain Capital. Hann innti síðan mótframbjóðanda sinn ekki eftir svörum þegar hann ræddi um breytingar sem hann hefði huga á skattkerfi Bandaríkjanna.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira