Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. september 2025 08:59 Fórnarlömbin eru oft unglingsdrengir þótt það þekkist einnig gegn stúlkum. Getty Barnaheill merkja aukningu í svokölluðum kynlífskúgunarmálum sem beinast gegn börnum. Fórnarlömbin eru í flestum tilfellum unglingsdrengir sem eru narraðir af óprúttnum aðilum, sem þykjast vera stúlka á þeirra aldri, til að senda af sér viðkvæmar myndir sem þeir síðan nota til að kúga fé út úr drengjunum. Verkefnastýra segir mikilvægt að foreldrar skapi rými þar sem börnum finnist þau geta sagt frá án þess að vera refsað og ítrekar mikilvægi þess að borga aldrei þótt farið sé fram á það. Byrjar sem létt spjall en verður kynferðislegt „Þetta hefur aðeins aukist. Það voru alltaf eitt og eitt dæmi en þau eru að verða fleiri,“ segir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra ofbeldis- og kynheilbrigðismála hjá Barnaheillum. Í síðustu viku greindi Vísir frá því að lögreglan hafi upp á síðkastið orðið vör við alvarlegar fjárkúgunaraðferðir sem beinast gegn landsmönnum á öllum aldri og kynjum. Svo virðist sem margir hræðist afleiðingarnar sem hótað er og greiði jafnvel háar upphæðir til fjárkúgara. Aðferðirnar sem jafnan er beitt gegn börnum í þessum tilgangi eru jafnan af nokkuð öðrum toga en þær sem lýst var í síðustu viku. „Það sem að við höfum séð er að þá hafa krakkarnir verið í samskiptum við viðkomandi en ekkert í rosalega langan tíma. Það hefur kannski byrjað sem létt spjall og í flestum tilfellum sem við höfum fengið inn eru þetta drengir, unglingsdrengir,“ segir Kolbrún. Yfirleitt skjóti upp kollinum „stúlka“, sem oftast sé ekki íslensk, og fer að daðra við þá á samfélagsmiðlum. Kolbrún Hrund hvetur foreldra til að kynna sér hætturnar og eiga samtal við börnin sín.Vísir/Arnar „Þeir byrja kannski mjög rólega en svo mjög fljótlega, kannski bara á tveimur klukkutímum eða eitthvað er samtalið orðið kynferðislegt og hún byrjar yfirleitt alltaf að senda mynd. Þá eru þeir að fá mynd af einhverri stúlku og þeir senda mynd til baka. Við höfum verið með dæmi þar sem þeir hafa sent vídjó, þar sem þeir eru þá mögulega í rauninni fróa sér í kameru. En um leið og þeir eru búnir að senda mynd eða vídjó þá kemur hótun strax til baka,“ útskýrir Kolbrún. Skanna vinalistann og hótunin hljómar trúverðug Hótanirnar eru yfirleitt á þá leið að myndirnar verði sendar á vini viðkomandi ef ekki er orðið við kröfum þess er sendir um peninga. Gefinn er stuttur tímafrestur og því hótað að myndirnar verði sendar hafi greiðsla ekki borist fyrir þann tíma. Kolbrún segir þann sem er á bakvið hinn falska reikning oft vera búinn að skoða vel vinalista krakkanna og finna út hverjir það eru sem eru nánir þeim. „Þau upplifa raunverulega hræðslu. Þau hugsa „já þau eru í alvörunni bara að fara að senda þetta á bestu vini mína, bekkjarfélaga mína eða jafnvel foreldra mína.“ Og verða náttúrlega bara skít, skít hræddir,“ segir Kolbrún. „Það er svo ofboðslega mikilvægt að þau borgi ekki. Af því þá kemur bara strax beiðni um hærri upphæð.“ Ótti við refsingu stuðli að ótta við að segja frá Hún segir krakkana sem lenda í þessu upplifa mikla skömm og það þurfi ekki að koma á óvart að þau veigri sér við að biðja um hjálp og segja frá. Það sé hins vegar mannlegt að gera mistök, ýmislegt geti gerst í hita leiksins og allir geti lent í því og hvetur til meðvitundar. „Það sem við viljum kannski helst reyna til dæmis er að koma út er skilaboðum til foreldra um að reyna að skapa þannig rými að börnin þeirra þori að segja frá. Því þetta er auðvitað ótrúlega niðurlægjandi að lenda í þessu, þau upplifa mikla skömm og auðvitað eru svona tilfinningar, ég hefði átt að vita betur, ég gleymdi mér í hita leiksins, kannski verð ég húðskammaður,“ segir Kolbrún. Það þekkist að hinar meintu ungu stúlkur setji sig í samband við fórnarlömb sín í gegnum samskipti í gegnum Playstation leiki.Vísir/Vilhelm Til dæmis komi það fyrir að samskiptin eigi sér stað í gegnum PlayStation leikjatölvur og þá óttist krakkarnir að tölvan verði tekin af þeim. Það geti skapað hvata til að segja ekki frá því sem gerist. „Þeir þurfa, og þau öll auðvitað, að vera viss um að þau geti og megi segja frá án þess að þurfa að óttast afleiðingarnar af því. Af því það er búið að brjóta á þeim og þau þurfa hjálp. Þannig það er algjör lykill að foreldrar reyni að anda ofan í maga,“ segir Kolbrún. Það sé sniðugt að taka skjáskot þar sem að sést í notendanafn þess sem er að kúga og láta lögreglu vita. Það geti verið flókið að finna út úr því hverjir standa á bakvið reikningana en ef lögregla hafi til dæmis fengið ábendingar um sama notendanafnið ítrekað, þegar er verið að brjóta gegn mörgum börnum, þá gefi það ríkari ástæðu til að láta leita manneskjuna uppi. „Þetta er bara það sem maður kallar skipulagða glæpastarfsemi,“ segir Kolbrún. Hvetur til samtals foreldra og barna Barnaheill hafa tekið saman nokkur góð ráð fyrir börn og foreldra þar sem finna má leiðbeiningar um hvað er gott að hafa í huga þegar maður eignast nýja vini á netinu og hvaða rauðu flögg beri að varast. Frekari leiðbeiningar eru jafnframt í vinnslu en Kolbrún bendir meðal annars á Instagram-síðu verkefnisins Heillabrautar þar sem finna má spurningar og svör við ýmsum vangaveltum unglinga. Sömuleiðis er að finna fræðslumola fyrir foreldra á heimasíðu Barnaheilla. „Það er gott fyrir foreldra að eiga þetta samtal við börnin sín,“ segir Kolbrún. Einhvers konar refsing foreldra er ekki endilega sú leið sem virkar best að sögn Kolbrúnar. Mikilvægast sé að þau þori að segja frá.Vísir/Ívar Fannar „Ertu búinn að kynna þér þetta, vertu meðvitaður þegar einhver nýr vill spjalla við þig. Því að þótt að krakkar hafi fengið fræðslu og svona, þá í hita leiksins getur bara alls konar gerst. Það er hægt að plata allt fólk, það er bara þannig og það er bara mannlegt. Við getum öll gert mistök en við verðum að vita að við megum segja frá og alls ekki borga.“ Einnig notað til að hefna Önnur dæmi þekkjast einnig þar sem íslenskir unglingar villa á sér heimildir og beita að vissu leyti sambærilegum aðferðum, en þó yfirleitt í öðrum tilgangi. Til að hefna eða ná sér niður á einhverjum. „Við fengum eitt mál núna til dæmis fyrir ekkert svo löngu síðan þar sem voru ungir strákar sem þóttust vera stúlka í sama skóla. Strákurinn taldi sig vera að tala við ákveðna stúlku en hún hafði ekki hugmynd og kom hvergi nálægt málinu. En þarna voru þeir ekki að kúga út úr honum pening heldur var þetta svona hefniaðgerð, svona catfishing, þar sem er verið að villa á sér heimildir,“ segir Kolbrún. Slíkar aðgerðir og kynlífskúgun (e. sextortion) fari mjög oft hönd í hönd. „Annað hvort ertu að reyna að ná þér niður á einhverjum, þú hatar einhvern eða eitthvað þannig, eða þú ert að reyna að fá eitthvað út úr honum,“ segir Kolbrún „Í rauninni snýst þetta ekki um einhverja kynferðislega hluti, heldur er verið að nota þessar myndir til þess að hóta.“ Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Efnahagsbrot Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Verkefnastýra segir mikilvægt að foreldrar skapi rými þar sem börnum finnist þau geta sagt frá án þess að vera refsað og ítrekar mikilvægi þess að borga aldrei þótt farið sé fram á það. Byrjar sem létt spjall en verður kynferðislegt „Þetta hefur aðeins aukist. Það voru alltaf eitt og eitt dæmi en þau eru að verða fleiri,“ segir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra ofbeldis- og kynheilbrigðismála hjá Barnaheillum. Í síðustu viku greindi Vísir frá því að lögreglan hafi upp á síðkastið orðið vör við alvarlegar fjárkúgunaraðferðir sem beinast gegn landsmönnum á öllum aldri og kynjum. Svo virðist sem margir hræðist afleiðingarnar sem hótað er og greiði jafnvel háar upphæðir til fjárkúgara. Aðferðirnar sem jafnan er beitt gegn börnum í þessum tilgangi eru jafnan af nokkuð öðrum toga en þær sem lýst var í síðustu viku. „Það sem að við höfum séð er að þá hafa krakkarnir verið í samskiptum við viðkomandi en ekkert í rosalega langan tíma. Það hefur kannski byrjað sem létt spjall og í flestum tilfellum sem við höfum fengið inn eru þetta drengir, unglingsdrengir,“ segir Kolbrún. Yfirleitt skjóti upp kollinum „stúlka“, sem oftast sé ekki íslensk, og fer að daðra við þá á samfélagsmiðlum. Kolbrún Hrund hvetur foreldra til að kynna sér hætturnar og eiga samtal við börnin sín.Vísir/Arnar „Þeir byrja kannski mjög rólega en svo mjög fljótlega, kannski bara á tveimur klukkutímum eða eitthvað er samtalið orðið kynferðislegt og hún byrjar yfirleitt alltaf að senda mynd. Þá eru þeir að fá mynd af einhverri stúlku og þeir senda mynd til baka. Við höfum verið með dæmi þar sem þeir hafa sent vídjó, þar sem þeir eru þá mögulega í rauninni fróa sér í kameru. En um leið og þeir eru búnir að senda mynd eða vídjó þá kemur hótun strax til baka,“ útskýrir Kolbrún. Skanna vinalistann og hótunin hljómar trúverðug Hótanirnar eru yfirleitt á þá leið að myndirnar verði sendar á vini viðkomandi ef ekki er orðið við kröfum þess er sendir um peninga. Gefinn er stuttur tímafrestur og því hótað að myndirnar verði sendar hafi greiðsla ekki borist fyrir þann tíma. Kolbrún segir þann sem er á bakvið hinn falska reikning oft vera búinn að skoða vel vinalista krakkanna og finna út hverjir það eru sem eru nánir þeim. „Þau upplifa raunverulega hræðslu. Þau hugsa „já þau eru í alvörunni bara að fara að senda þetta á bestu vini mína, bekkjarfélaga mína eða jafnvel foreldra mína.“ Og verða náttúrlega bara skít, skít hræddir,“ segir Kolbrún. „Það er svo ofboðslega mikilvægt að þau borgi ekki. Af því þá kemur bara strax beiðni um hærri upphæð.“ Ótti við refsingu stuðli að ótta við að segja frá Hún segir krakkana sem lenda í þessu upplifa mikla skömm og það þurfi ekki að koma á óvart að þau veigri sér við að biðja um hjálp og segja frá. Það sé hins vegar mannlegt að gera mistök, ýmislegt geti gerst í hita leiksins og allir geti lent í því og hvetur til meðvitundar. „Það sem við viljum kannski helst reyna til dæmis er að koma út er skilaboðum til foreldra um að reyna að skapa þannig rými að börnin þeirra þori að segja frá. Því þetta er auðvitað ótrúlega niðurlægjandi að lenda í þessu, þau upplifa mikla skömm og auðvitað eru svona tilfinningar, ég hefði átt að vita betur, ég gleymdi mér í hita leiksins, kannski verð ég húðskammaður,“ segir Kolbrún. Það þekkist að hinar meintu ungu stúlkur setji sig í samband við fórnarlömb sín í gegnum samskipti í gegnum Playstation leiki.Vísir/Vilhelm Til dæmis komi það fyrir að samskiptin eigi sér stað í gegnum PlayStation leikjatölvur og þá óttist krakkarnir að tölvan verði tekin af þeim. Það geti skapað hvata til að segja ekki frá því sem gerist. „Þeir þurfa, og þau öll auðvitað, að vera viss um að þau geti og megi segja frá án þess að þurfa að óttast afleiðingarnar af því. Af því það er búið að brjóta á þeim og þau þurfa hjálp. Þannig það er algjör lykill að foreldrar reyni að anda ofan í maga,“ segir Kolbrún. Það sé sniðugt að taka skjáskot þar sem að sést í notendanafn þess sem er að kúga og láta lögreglu vita. Það geti verið flókið að finna út úr því hverjir standa á bakvið reikningana en ef lögregla hafi til dæmis fengið ábendingar um sama notendanafnið ítrekað, þegar er verið að brjóta gegn mörgum börnum, þá gefi það ríkari ástæðu til að láta leita manneskjuna uppi. „Þetta er bara það sem maður kallar skipulagða glæpastarfsemi,“ segir Kolbrún. Hvetur til samtals foreldra og barna Barnaheill hafa tekið saman nokkur góð ráð fyrir börn og foreldra þar sem finna má leiðbeiningar um hvað er gott að hafa í huga þegar maður eignast nýja vini á netinu og hvaða rauðu flögg beri að varast. Frekari leiðbeiningar eru jafnframt í vinnslu en Kolbrún bendir meðal annars á Instagram-síðu verkefnisins Heillabrautar þar sem finna má spurningar og svör við ýmsum vangaveltum unglinga. Sömuleiðis er að finna fræðslumola fyrir foreldra á heimasíðu Barnaheilla. „Það er gott fyrir foreldra að eiga þetta samtal við börnin sín,“ segir Kolbrún. Einhvers konar refsing foreldra er ekki endilega sú leið sem virkar best að sögn Kolbrúnar. Mikilvægast sé að þau þori að segja frá.Vísir/Ívar Fannar „Ertu búinn að kynna þér þetta, vertu meðvitaður þegar einhver nýr vill spjalla við þig. Því að þótt að krakkar hafi fengið fræðslu og svona, þá í hita leiksins getur bara alls konar gerst. Það er hægt að plata allt fólk, það er bara þannig og það er bara mannlegt. Við getum öll gert mistök en við verðum að vita að við megum segja frá og alls ekki borga.“ Einnig notað til að hefna Önnur dæmi þekkjast einnig þar sem íslenskir unglingar villa á sér heimildir og beita að vissu leyti sambærilegum aðferðum, en þó yfirleitt í öðrum tilgangi. Til að hefna eða ná sér niður á einhverjum. „Við fengum eitt mál núna til dæmis fyrir ekkert svo löngu síðan þar sem voru ungir strákar sem þóttust vera stúlka í sama skóla. Strákurinn taldi sig vera að tala við ákveðna stúlku en hún hafði ekki hugmynd og kom hvergi nálægt málinu. En þarna voru þeir ekki að kúga út úr honum pening heldur var þetta svona hefniaðgerð, svona catfishing, þar sem er verið að villa á sér heimildir,“ segir Kolbrún. Slíkar aðgerðir og kynlífskúgun (e. sextortion) fari mjög oft hönd í hönd. „Annað hvort ertu að reyna að ná þér niður á einhverjum, þú hatar einhvern eða eitthvað þannig, eða þú ert að reyna að fá eitthvað út úr honum,“ segir Kolbrún „Í rauninni snýst þetta ekki um einhverja kynferðislega hluti, heldur er verið að nota þessar myndir til þess að hóta.“
Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Efnahagsbrot Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira