Best að búa hjá báðum foreldrum 18. október 2012 06:00 Fjölskyldumynstur eru misjöfn og hafa ólík áhrif á unglingana. Myndin er úr safni. Fréttablaðið/stefán Unglingum sem búa hjá báðum foreldrum líður almennt betur en þeim sem búa aðeins hjá öðru þeirra. Þetta sýnir ný rannsókn Benedikts Jóhannssonar, sérfræðings í klínískri sálfræði hjá Reykjavíkurborg. Rannsóknin leiðir einnig í ljós að þeir unglingar hafa það almennt betra en aðrir unglingar eftir skilnað ef þeir búa til skiptis hjá foreldrum sínum. Könnunin var lögð fyrir alla nemendur í unglingadeild grunnskóla í febrúar 2010. Um 85 prósent þeirra, 10.840 nemendur, svöruðu. Af þeim bjuggu 69 prósent hjá báðum foreldrum og 5,2 prósent til skiptis hjá foreldrum. Þátttakendur voru spurðir hvort þeir væru ánægðir með líf sitt, um samskipti sín við foreldra sína, kennara og vini, og um áfengis- og kannabisneyslu. Niðurstaðan var í öllum tilfellum sú að það er ungmennum fyrir bestu að búa hjá báðum foreldrum sínum, þótt það hafi raunar ekki verið marktækur munur á lífsánægju þeirra og hinna sem bjuggu jöfnum höndum hjá hvoru um sig eftir skilnað. Annað sem er áberandi í könnuninni er að þeir unglingar sem búa hjá afa sínum og ömmu, öðru eða báðum, eftir skilnað hafa það merkjanlega verst allra þátttakenda. Um sextán prósent þeirra sögðust „alls ekki“ ánægð með líf sitt, sem er nærri þrefalt hærra hlutfall en hjá þeim sem búa hjá öðru foreldrinu eftir skilnað. Sá hópur virðist líka neyta langmests áfengis. - sh Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Unglingum sem búa hjá báðum foreldrum líður almennt betur en þeim sem búa aðeins hjá öðru þeirra. Þetta sýnir ný rannsókn Benedikts Jóhannssonar, sérfræðings í klínískri sálfræði hjá Reykjavíkurborg. Rannsóknin leiðir einnig í ljós að þeir unglingar hafa það almennt betra en aðrir unglingar eftir skilnað ef þeir búa til skiptis hjá foreldrum sínum. Könnunin var lögð fyrir alla nemendur í unglingadeild grunnskóla í febrúar 2010. Um 85 prósent þeirra, 10.840 nemendur, svöruðu. Af þeim bjuggu 69 prósent hjá báðum foreldrum og 5,2 prósent til skiptis hjá foreldrum. Þátttakendur voru spurðir hvort þeir væru ánægðir með líf sitt, um samskipti sín við foreldra sína, kennara og vini, og um áfengis- og kannabisneyslu. Niðurstaðan var í öllum tilfellum sú að það er ungmennum fyrir bestu að búa hjá báðum foreldrum sínum, þótt það hafi raunar ekki verið marktækur munur á lífsánægju þeirra og hinna sem bjuggu jöfnum höndum hjá hvoru um sig eftir skilnað. Annað sem er áberandi í könnuninni er að þeir unglingar sem búa hjá afa sínum og ömmu, öðru eða báðum, eftir skilnað hafa það merkjanlega verst allra þátttakenda. Um sextán prósent þeirra sögðust „alls ekki“ ánægð með líf sitt, sem er nærri þrefalt hærra hlutfall en hjá þeim sem búa hjá öðru foreldrinu eftir skilnað. Sá hópur virðist líka neyta langmests áfengis. - sh
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira