Innlent

Minnkandi minkaveiðar

Skagfirðingar vilja meira fé til að veiða ref og mink.
Skagfirðingar vilja meira fé til að veiða ref og mink.
Alls veiddust 339 refir og 133 minkar í sveitarfélaginu Skagafirði á þessu ári. "Minkaveiðin hefur farið minnkandi undanfarin ár en refaveiðin er heldur að aukast," segir um veiðarnar í fundargerð landbúnaðarnefndar Skagafjarðar. "Nefndarmenn eru sammála um að refur er að fjölga sér og ný greni eru að finnast nær byggð en áður hefur verið," segir landbúnaðarnefndin sem skorar á ríkið að auka aftur fjármagn til veiðanna. "Undanfarin ár hefur verið stöðugt minna fjármagn frá ríkinu í þessa veiði og alls ekkert til refaveiðinnar." -gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×