Innlent

Vilhjálmur vill eitt af efstu sætunum í Kraganum

Vilhjálmur Bjarnason, lektor og framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Vilhjálmur býður sig fram í eitthvert efstu sætanna, frá 1 – 6.

Í tilkynningu segir að Vilhjálmur sé sextugur hagfræðingur, lauk námi í hagfræði frá Háskóla Íslands og framhaldsnámi frá Rutgers háskóla í New Jersey. Vilhjálmur hefur starfaði á fjármálamarkaði í 25 ár en hefur fengist við kennslu í framhaldsskóla og háskóla í 20 ár auk þess sem hann hefur stjórnað Samtökum fjárfesta frá árinu 2000.

Vilhjálmur hefur sérhæft sig í starfsemi fjármálamarkaða, auk þess sem hann hefur fjallað um atvinnu- og menningarmál í ræðu og riti.

Málefni og kjör fatlaðra eru Vilhjálmi einnig hugleikin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×