Velferðarreiknir hjálpar við að eyða fátæktargildrum Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. október 2012 06:00 Frá kynningu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók í gær á móti skýrslu Samstarfshóps um enn betra samfélag. Við hlið hennar eru Katla Þorsteinsdóttir og Hrafnhildur Gísladóttir frá Rauða krossinum, Birna Sigurðardóttir frá velferðarsviði Reykjavíkur, séra Bjarni Karlsson og Vilborg Oddsdóttir frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Fréttablaðið/Stefán Tilmæli í nýrri skýrslu um fátækt á Íslandi falla mörg að vinnu sem þegar hefur verið lagt í af hálfu ríkisstjórnarinnar. Þetta kom fram í máli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra þegar hún í gærmorgun veitti viðtöku skýrslunni „Farsæld: Baráttan gegn fátækt á Íslandi“ frá Samstarfshópi um enn betra samfélag. Starfshópurinn er afrakstur ákvörðunar fulltrúa Hjálparstarfs kirkjunnar og Rauða krossins í Reykjavík um að leita til félaga og stofnana um samstarf til að bregðast við fátækt. Skýrslan er hluti af þeirri vinnu. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, sagði sérstaklega mikilvægt að taka á kerfisbundnum fátæktargildrum, svo sem þar sem styrkveiting á einum stað, til dæmis námsstyrkur, yrði til þess að drægi úr framfærslustyrk á öðrum stað. Í niðurstöðum hópsins segir meðal annars að líta þurfi dagsins ljós „velferðarreiknir“ þar sem hægt sé að sjá samspil margvíslegra félagslegra úrræða. Þá er lagt til að stofnað verði embætti um málefni fátækra hjá forsætisráðuneyti og heilbrigðisþjónusta barna verði gjaldfrjáls með öllu. Jóhanna sagði mikilvægt að berjast gegn fátækt í samfélaginu. „Við sjáum ýmis merki í samfélaginu um að gera þurfi miklu betur á vissum sviðum.“ Hún benti á að á vinnumarkaði væru 60 þúsund manns sem bara væru með grunnskólapróf og að í hópi atvinnulausra væri helmingurinn bara með grunnskólapróf. „Ég fer með þessa skýrslu inn í ríkisstjórn og ræði hana þar,“ sagði forsætisráðherra og kvað ríkisstjórnina myndu styðja við tillögur hópsins. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Tilmæli í nýrri skýrslu um fátækt á Íslandi falla mörg að vinnu sem þegar hefur verið lagt í af hálfu ríkisstjórnarinnar. Þetta kom fram í máli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra þegar hún í gærmorgun veitti viðtöku skýrslunni „Farsæld: Baráttan gegn fátækt á Íslandi“ frá Samstarfshópi um enn betra samfélag. Starfshópurinn er afrakstur ákvörðunar fulltrúa Hjálparstarfs kirkjunnar og Rauða krossins í Reykjavík um að leita til félaga og stofnana um samstarf til að bregðast við fátækt. Skýrslan er hluti af þeirri vinnu. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, sagði sérstaklega mikilvægt að taka á kerfisbundnum fátæktargildrum, svo sem þar sem styrkveiting á einum stað, til dæmis námsstyrkur, yrði til þess að drægi úr framfærslustyrk á öðrum stað. Í niðurstöðum hópsins segir meðal annars að líta þurfi dagsins ljós „velferðarreiknir“ þar sem hægt sé að sjá samspil margvíslegra félagslegra úrræða. Þá er lagt til að stofnað verði embætti um málefni fátækra hjá forsætisráðuneyti og heilbrigðisþjónusta barna verði gjaldfrjáls með öllu. Jóhanna sagði mikilvægt að berjast gegn fátækt í samfélaginu. „Við sjáum ýmis merki í samfélaginu um að gera þurfi miklu betur á vissum sviðum.“ Hún benti á að á vinnumarkaði væru 60 þúsund manns sem bara væru með grunnskólapróf og að í hópi atvinnulausra væri helmingurinn bara með grunnskólapróf. „Ég fer með þessa skýrslu inn í ríkisstjórn og ræði hana þar,“ sagði forsætisráðherra og kvað ríkisstjórnina myndu styðja við tillögur hópsins.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira