Innlent

Fjórir ökumenn teknir á of miklum hraða í flughálku

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir á Hellisheiði í gærkvöldi eftir að hafa mælst á of miklum hraða.

Allir óku á yfir 120 kílómetra hraða og sá sem hraðast fór mældist á 140 kílómetra hraða. Hann fær 90 þúsund króna sekt og þrjá punkta í ökuferilsskrá.

Lögregla undrast þennan hraða á mönnunum í ljósi þess, að búast hefði mátt við hálku á veginum við þau skilyrði, sem voru á Hellisheiði í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×