Fleiri fréttir

Fallhífarstökkvarinn hætti við heimsmetið

Fallhífarstökkvarinn Felix Baumgartner hætti við tilraun sína við heimsmet í fallhífarstökki sem átti að fara fram í dag. Ástæðan er sú að veðurskilyrði voru ekki hagstæð en stefnt er á að framkvæma stökkvið á næstu dögum.

Verðlaunaafhendingunni lokið

Verðlaunaafhendingu Lennon/Ono sjóðsins í Hörpu lauk núna um þrjúleytið. Fjölmörg ungmenni biðu fyrir utan húsið í von um að berja söngstjörnuna Lady Gaga augum, en hún var einjn af fimm handhöfum verðlaunanna að þessu sinni. Hátíðarhöldunum er þó ekki lokið því að í kvöld verður athöfn í Viðey þegar kveikt verður á friðarsúlunni. Yoko Ono bíður Íslendingum í Eyjuna, eins og áður hefur fram komið.

Lady Gaga vill fleiri borgarstjóra eins og Jón

Lady Gaga tók við friðarverðlaunum LennonOno í Hörpu nú fyrir stundu, en það var Yoko Ono, ekkja bítilsins John Lennon, og Jón Gnarr borgarstjóri, sem afhentu henni verðalaunin.

Jón Gnarr mætti í Star Wars búningi

Á meðal gesta í Hörpunni, þar sem friðarverðlaun Lennon/Ono verða afhent í dag eru Jón Gnarr borgarstjóri og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.

Umkringja Hótel Borg - vilja eiginhandaráritun frá Gaga

Fjöldi fólks er nú fyrir utan Hótel Borg við Austurvöll í miðborg Reykjavíkur. Tilefnið er að reyna fá eiginhandaráritun frá söngkonunni Lady Gaga sem dvelur þar. Gaga kom hingað í morgun en klukkan tvö hefst verðlaunarafhending í Hörpu en þar mun Lady Gaga taka á móti verðlaunum frá Lennon-Ono sjóðnum.

Fjöldi fólks kom saman fyrir utan Hótel Borg

Mikill fjöldi ungs fólks var saman kominn fyrir framan Hótel Borg nú eftir hádegi eftir að fjölmiðlar höfðu greint frá því að hin fræga söngkona Lady Gaga væri stödd þar. Hún mun taka á móti friðarverðlaunum úr Ono/Lennon sjóðnum í Hörpu í dag. Söngkonan kom í morgun til landsins frá London, en þar hafði hún meðal annars haldið tónleika og hitt Julian Assange.

Vilja vita hvort Alþingi var gert viðvart um tafir á Oracle-málinu

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætlar að senda Sveini Arasyni, ríkisendurskoðanda bréf, síðar í dag vegna Oracle málsins svokallaða. Málið snýst um launa- og bókhaldskerfi ríkisins, en kostnaður við innleiðingu þess fór algjörlega úr böndunum. Skýrsla sem Ríkisendurskoðun var falið að vinna um verkefnið hefur verið fjölda ára í vinnslu.

Ekki tekin ákvörðun um áfrýjun í máli barnaníðings

Maður á fertugsaldri, sem var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að misnota stjúpdóttur sína kynferðislega ítrekað og gróflega yfir margra ára tímabil, hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort að dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar, að sögn verjanda hans. Áfrýjunarfrestur í málinu rennur út á mánudaginn næstkomandi.

Samband komið aftur á - gætir þurft að endurræsa símann

Farsímasamband er aftur komið á hjá farsímafyrirtækinu Nova en sambandið datt út í einn og hálfan klukkutíma í morgun. Í tilkynningu frá Nova er beðist afsökunar á óþægindunum sem sambandsleysið kann að hafa valdið viðskiptavinum fyrirtækisins sem og öðrum.

Daði nýr formaður Vg í Reykjavík

Daði Heiðrúnarson Sigmarsson var kjörinn formaður Vinstri grænna í Reykjavík í gærkvöldi. Fráfarandi formaður er Líf Magneudóttir.

Bilun í farsímakerfi Nova

Bilun kom upp í farsímakerfi Nova klukkan 10.30 í morgun og hefur staðið yfir í um eina klukkustund. Samkvæmt upplýsingum frá Nova hefur vandinn verið greindur og er unnið að viðgerð.

Mikil öryggisgæsla í Hörpu vegna Gaga

Mikil öryggisgæsla verður í Hörpu í dag þegar að Lady Gaga tekur við verðlaunum frá Lennon/Ono sjóðnum klukkan tvö. Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, segir að aukin öryggisgæsla verði í tónleikahöllinni af þessu tilefni en hann vildi ekki tjá sig meira um málið.

Lady Gaga loksins komin

Lady Gaga mætti til landsins í morgun. Hún dvelur á Hótel Borg á meðan hún er á landinu. Gaga er hér til þess að taka á móti verðlaunum frá Lennon/Ono sjóðnum. Athöfnin fer fram í Hörpu í dag. Hún gaf sér tíma til þess að tala við aðdáanda fyrir framan Borg og gaf honum eiginhandaráritun. Sá heitir Manny og er bandarískur. Manny fékk líka mynd af sér með henni, sem birt er með meðfylgjandi frétt. Tíu manna fylgdarlið hennar er með í för. Gaga vildi ekkert tala við fjölmiðla við komuna.

Vatnstjón á íslenskum heimilum 1,5 milljarður á tveimur árum

Fimm tilkynningar um vatnstjón bárust tryggingafélaginu VÍS að jafnaði á degi hverjum í fyrra samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Bætur vegna slíkra tjóna námu 760 milljónum króna á síðasta ári og 800 milljónum króna árið þar á undan. Tjón vegna vatns á íslenskum heimilum nema því samanlagt um einum og hálfum milljarði síðustu tvö ár.

Klámráðstefna fyrirhuguð í næstu viku

Fjallað verður um klám út frá lagalegu og samfélagslegu sjónarmiði á ráðstefnu næstkomandi þriðjudag í Háskóla Íslands samkvæmt tilkynningu sem finna má á vefsíðu innanríkisráðuneytisins. Að ráðstefnunni standa fyrrgreint ráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneytið og velferðarráðuneytið í samvinnu við lagadeild Háskóla Íslands.

5% ekki með internet

Fimm prósent íslenskra heimila eru ekki með internet og fjögur prósent heimila hafa ekki tölvur. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar.

Ekið á gangandi vegfarenda

Ekið var á gangandi vegfaranda í Álandi rétt fyrir miðnætti og var hann fluttur á slysadeild. Hann er hugsanlega mjaðmargrindarbrotinn. Lögregla gefur ekki upp nánari málsatik.

Ríkisendurskoðun með 15 skýrslur í vinnslu

Um þessar mundir eru 15 skýrslur í vinnslu hjá Ríkisendurskoðun. Frá ársbyrjun 2007 hafa samtals átta formlegar skýrslubeiðnir borist stofnuninni frá Alþingi. Einni var hafnað en af hinum sjö hefur öllum nema einni verið svarað með fullbúinni skýrslu. Skýrslan sem var hafnað átti að fjalla um forsendur Vaðlaheiðarganganna.

Snýst ekki síst um aðildarferlið sjálft

Aðildarferlið að Evrópusambandinu (ESB) nýtist Svartfellingum vel og þeir geta lært mikið af reynslu Íslands í aðildarviðræðunum við ESB. Þetta segir Aleksandar Pejovic, aðalsamningamaður Svartfjallalands í ESB-viðræðunum, í samtali við Fréttablaðið. Hann var hér á landi undir lok síðustu viku þar sem hann hitti fyrir bæði utanríkisráðherra, fulltrúa samninganefndar Íslands og fleiri sem koma að viðræðunum.

Undrandi á aðkomu Eiríks að skýrslunni

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist undrast að Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur (OR), hafi komið að vinnu við úttekt á fyrirtækinu. Eiríkur var aðstoðarmaður tveggja borgarstjóra, þeirra Þórólfs Árnasonar og Steinunnar Valdísar Óskarsdóttir. Þá var hann á lista yfir þá starfsmenn sem áttu að fá kauprétt í REI-málinu.

Tekst ekki að reka fleyg í samstarfið

„Óvinir Afganistans eru að reyna að reka fleyg á milli okkar en þeim mun ekki takast það. Við erum staðráðin í því að láta þeim ekki takast það,“ segir Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, um nýlegar innherjaárásir á alþjóðlegt herlið og öryggisyfirvöld í Afganistan. Fram kom á blaðamannafundi með háttsettum embættismönnum innan bandalagsins í gær að 53 hermenn hefðu látist í slíkum árásum það sem af er ári.

Forsetinn gefur sjálfum sér hæstu einkunn

„Ég bý enn í leiguíbúð,“ sagði Mohammed Morsi Egyptalandsforseti í ræðu um helgina, þar sem hann gaf sjálfum sér hæstu einkunn fyrir frammistöðuna fyrstu hundrað dagana í embætti.

Þykja hafa umbylt skilningi á þróun lífvera

Nóbelsverðlaunin í læknisfræði renna í ár til vísindamannanna Johns B. Gordon og Shinya Yamanaka. Þeir fá verðlaunin fyrir rannsóknir sínar, sem hafa sýnt fram á að öllum frumum mannslíkamans er hægt að breyta í stofnfrumur, sem síðan er hægt að láta þróast í hvaða frumutegund líkamans sem er.

Tvíhliða samningar Sviss í uppnámi

Viðræður Svisslendinga og Evrópusambandsins (ESB) um að halda áfram tvíhliða samningakerfi virðast hafa siglt í strand í bili. Skýrsla sem lögð hefur verið fyrir ráðherraráð ESB um málið, þar sem einörð afstaða er tekin gegn tillögum Svisslendinga, þykir benda til þess að ekki muni miða mikið í viðræðunum á næstunni.

Hefur fimmtán skýrslur í vinnslu

Ríkisendurskoðun hefur um þessar mundir fimmtán skýrslur í vinnslu. Þar af eru tvær samkvæmt formlegri beiðni frá Alþingi; skýrsla um framlög til æskulýðsmála og skýrsla um innleiðingu fjárhagsupplýsingakerfis fyrir ríkið.

Stuðningsmenn þurfa að borga

Níu stuðningsmenn Julians Assange þurfa að greiða tryggingargjald, sem þeir gengust í ábyrgð fyrir þegar Assange var látinn laus úr fangelsi gegn því að hann myndi daglega mæta á lögreglustöð og gera grein fyrir sér.

Útigangsmaður laus úr haldi

Útigangsmaður á sextugsaldri var í gær leystur úr gæsluvarðhaldi sem hann hafði setið í á Selfossi grunaður um nokkrar íkveikjur undanfarna mánuði.

Ekkert nýtt af máli barnsins

Rannsókn á máli fjórtán mánaða stúlkubarns sem var tekið úr barnavagni fyrir utan hjá dagmóður í Reykjanesbæ fyrir hálfri annarri viku hefur engu skilað.

Grindavík lagi fjárgirðingar

Kona sem er eigandi sumarhúss við Ísólfsskála og einn af eigendum Ísólfsskálalands vill að Grindavíkurbær bæti fjárgirðingar sveitarfélagsins fyrir næsta vor svo komist verði hjá meiri skemmdum á gróðri en orðnar séu.

Stórlaxar í leit að tökustöðum

„Ég held að við höfum heimsótt alla staði á Íslandi fyrir utan Raufarhöfn,“ segir Árni Björn Helgason hjá Saga Film. Hann sá um að lóðsa tvo frægustu tökustaðastjóra í Hollywood, þá Ilt Jones og Dow Griffith, um landið í lok september. Þeir eru með myndir eins og The Dark Knight Rises og The Bourne Legacy á ferilskránni.

Metfjöldi ferðamanna á árinu

Það sem af er ári hafa 536.957 erlendir ferðamenn farið frá landinu, eða 78.897 fleiri en á sama tímabili í fyrra, sem jafngildir 17,2 prósenta aukningu milli ára. Eru ferðamenn um Keflavíkurflugvöll það sem af er ári því orðnir álíka margir og allt árið 2011, segir í frétt Samtaka ferðaþjónustunnar.

Hugo Chavez endurkjörinn forseti Venesúela

Hugo Chavez var endurkjörinn forseti Venesúela um helgina en hann hlaut samtals 54% atkvæða. Þetta verður fjórða kjörtímabil Chavez í embætti forseta landsins.

Keyrði á hund og ók af vettvangi

Keyrt var á hund á Selvogsgötunni í Hafnarfirði í dag. Ökumaðurinn sá ekki ástæðu til að stöðva bifreiðina en ók brott af vettvangi.

Styðja hækkun á gistináttaskatti

Verkalýðsfélag Vestfjarða hvetur fjármála- og efnahagsráðherra til að hvika ekki frá hækkun virðisaukaskatts í ferðaiðnaði. Verkalýðsfélagið telur of mikið um svarta atvinnustarfsemi í ferðaiðnaði og telur að skattahækkunin geti verið svar við því.

Hlutlægar reglur verða að gilda um fanga

Almennt verða að gilda hlutlægar reglur um fanga að mati Brynjars Níelssonar, lögmanns. Hann er því efins um verklagsreglur sem fangelsismálayfirvöld eru að útfæra til að taka á föngum sem tilheyra skipulögðum glæpasamtökum og greint var frá í fréttum Stöðvar 2. Slíkir fangar eiga til að mynda ekki að fá að afplána í opnum fangelsum.

Tálbeita á Reykjavíkurflugvelli?

Tvennum sögum fer af því hvort það hafi í raun og veru verið Lady Gaga sem lenti á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld, eða hvort um eftirhermu hafi verið að ræða. Dyggur aðdáandi beið komu hennar. Hún segist hreint ekki vera viss hvort þarna hefði rétt manneskja hafi verið á ferð.

Vill ekki að öll atkvæði hafi jafnt vægi

Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ekki hlyntur því að landið verði eitt kjördæmi og vægi allra atkvæða á landinu verði jafnt. Í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer 20. október næstkomandi verður m.a. kosið um hvort rétt sé að hafa vægi allra atkvæða jafnt á landinu.

Tálknfirðingar deila vegna Hjallastefnunnar

Menntamálaráðuneytið varaði Tálknafjörð oft við því að gera samning við Hjallastefnuna um rekstur grunnskólans í bænum. Formaður sambands sveitarfélaga segir að bærinn sé í fullum rétti.

Leita til Íslands eftir faglærðu starfsfólki

Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að sveitarstjórnarmenn eða atvinnurekendur frá Noregi horfi til Íslands í leit að faglærðu starfsfólki. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt að norskir aðilar leiti til landsins en þykir alvarlegt að fólk láti lokka sig burt úr landi vegna skorts á tækifærum hérlendis.

Sjá næstu 50 fréttir