Innlent

Lady Gaga vill fleiri borgarstjóra eins og Jón

BL og VG skrifa

Lady Gaga tók við friðarverðlaunum LennonOno í Hörpu nú fyrir stundu, en það var Yoko Ono, ekkja bítilsins John Lennon, og Jón Gnarr borgarstjóri, sem afhentu henni verðalaunin.

Við afhendinguna sagði Ono að Gaga hefði notað frægð sína til þess að vekja athygli á mörgum mikilvægum málefnum, eins og alnæmi, líkamsvitund og fleira. Söngkonan sagðist stolt af því að fá verðlaunin og að styrkurinn muni renna til bandarískra unglinga sem greinst hafa með alnæmi. Þá sagði hún að ræða Jóns Gnarr hefði hreyft við sér og sagði að fleiri borgarstjórar eins og hann ættu að vera til í heiminum.

Jón fjallaði meðal annars um réttindabaráttu samkynhneigðra og heimsfrið í ræðu sinni.

Hér má sjá myndir af verðlaunaafhendingunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.