Undrandi á aðkomu Eiríks að skýrslunni 9. október 2012 00:00 Kjartan Magnússon vonast til að fyllsta hlutleysis sé gætt í skýrslu úttektarnefndarinnar.fréttablaðið/vilhelm Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist undrast að Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur (OR), hafi komið að vinnu við úttekt á fyrirtækinu. Eiríkur var aðstoðarmaður tveggja borgarstjóra, þeirra Þórólfs Árnasonar og Steinunnar Valdísar Óskarsdóttir. Þá var hann á lista yfir þá starfsmenn sem áttu að fá kauprétt í REI-málinu. „Borgarfulltrúar hafa verið fullvissaðir um að gæta eigi fyllsta hlutleysis við gerð skýrslunnar og öll vinnubrögð eigi að vera hafin yfir allan vafa. Maður er því mjög undrandi þegar maður fréttir að sá sem er með skýrsluna í yfirlestri, með tilliti til staðreynda og annars, er þessi pólitíski aðstoðarmaður þeirra aðila sem eiga svo mikið undir því að skýrslan sé þeim í hag.“ Margrét Pétursdóttir, forstöðumaður endurskoðunarsviðs Ernst & Young, var formaður úttektarnefndarinnar, en ásamt henni sátu þau Ása Ólafsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, og Ómar Kristmundsson, prófessor í stjórnmálafræði, í nefndinni. Margrét segir að viðfangsefni nefndarinnar hafi verið flókið og því hafi hún þurft aðstoð starfmanna. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, ákvað sem tengiliður nefndarinnar hvaða starfsmenn kæmu að vinnunni. Hún gefur ekki mikið fyrir þessa gagnrýni. „Þetta snýst um gagnaöflun og yfirlestur út af villum. Síðan eru trúnaðarupplýsingar varðandi samkeppnisþátt fyrirtækisins, þannig að þetta er fullkomlega eðlilegt og engir starfsmenn OR hafa haft áhrif á niðurstöðu eða efni skýrslunnar.“ Margrét segir að hefðu komið fram ábendingar varðandi eitthvað annað en hreinar villur hefðu nefndarmenn tekið afstöðu til þess hvort þær færu í skýrsluna. Borgarstjóri mun ekki tjá sig um efni skýrslunnar eða vinnu við hana fyrr en á blaðamannafundi á miðvikudag, að sögn S. Björns Blöndal, aðstoðarmanns hans. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist undrast að Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur (OR), hafi komið að vinnu við úttekt á fyrirtækinu. Eiríkur var aðstoðarmaður tveggja borgarstjóra, þeirra Þórólfs Árnasonar og Steinunnar Valdísar Óskarsdóttir. Þá var hann á lista yfir þá starfsmenn sem áttu að fá kauprétt í REI-málinu. „Borgarfulltrúar hafa verið fullvissaðir um að gæta eigi fyllsta hlutleysis við gerð skýrslunnar og öll vinnubrögð eigi að vera hafin yfir allan vafa. Maður er því mjög undrandi þegar maður fréttir að sá sem er með skýrsluna í yfirlestri, með tilliti til staðreynda og annars, er þessi pólitíski aðstoðarmaður þeirra aðila sem eiga svo mikið undir því að skýrslan sé þeim í hag.“ Margrét Pétursdóttir, forstöðumaður endurskoðunarsviðs Ernst & Young, var formaður úttektarnefndarinnar, en ásamt henni sátu þau Ása Ólafsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, og Ómar Kristmundsson, prófessor í stjórnmálafræði, í nefndinni. Margrét segir að viðfangsefni nefndarinnar hafi verið flókið og því hafi hún þurft aðstoð starfmanna. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, ákvað sem tengiliður nefndarinnar hvaða starfsmenn kæmu að vinnunni. Hún gefur ekki mikið fyrir þessa gagnrýni. „Þetta snýst um gagnaöflun og yfirlestur út af villum. Síðan eru trúnaðarupplýsingar varðandi samkeppnisþátt fyrirtækisins, þannig að þetta er fullkomlega eðlilegt og engir starfsmenn OR hafa haft áhrif á niðurstöðu eða efni skýrslunnar.“ Margrét segir að hefðu komið fram ábendingar varðandi eitthvað annað en hreinar villur hefðu nefndarmenn tekið afstöðu til þess hvort þær færu í skýrsluna. Borgarstjóri mun ekki tjá sig um efni skýrslunnar eða vinnu við hana fyrr en á blaðamannafundi á miðvikudag, að sögn S. Björns Blöndal, aðstoðarmanns hans. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira