Innlent

Ríkisendurskoðun með 15 skýrslur í vinnslu

Um þessar mundir eru 15 skýrslur í vinnslu hjá Ríkisendurskoðun. Frá ársbyrjun 2007 hafa samtals átta formlegar skýrslubeiðnir borist stofnuninni frá Alþingi. Einni var hafnað en af hinum sjö hefur öllum nema einni verið svarað með fullbúinni skýrslu. Skýrslan sem var hafnað átti að fjalla um forsendur Vaðlaheiðarganganna.

Þetta kemur fram í svari Ríkisendurskoðunar við fyrirspurn frá Ólínu Þorvarðardóttir þingmanni Samfylkingarinnar. Í svarinu kemur einnig fram að engri skýrslubeiðni frá síðustu 10 árum sé ósvarað með öllu, þ.e. án þess að skýrslugerð sé hafin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×