Innlent

Guðbjartur segir tíðindin af Jóhönnu óvænt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðbjartur Hannesson átti ekki von á því að Jóhanna myndi segja af sér.
Guðbjartur Hannesson átti ekki von á því að Jóhanna myndi segja af sér.
Þegar Jóhanna Sigurðardóttir hættir í stjórnmálum í vor lýkur ferli sem spannar 35 ár, en hún var kjörin á Alþingi árið 1978. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, sem nefndur hefur verið sem líklegur arftaki sem formaður Samfylkingarinnar, segir að tíðindin séu óvænt.

„Ég gerði mér ekki grein fyrir að hún myndi hætta og hvað þá að hún myndi tilkynna það svona snemma," segir Guðbjartur. Hann segir að Jóhanna sé afburða stjórnmálamaður sem hafi leitt Samfylkinguna og ríkisstjórnina við mjög erfiðar aðstæður.

Guðbjartur er ekki reiðubúinn að segja frá því á þessari stundu hvort hann muni gefa kost á sér í formannssætið. „Það hefur verið rætt við mig en það verður bara að koma í ljós," segir Guðbjartur.


Tengdar fréttir

Jóhanna Sigurðardóttir ætlar að hætta í stjórnmálum

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætlar að láta af embætti í lok kjörtímabilsins og formennsku í Samfylkingunni. Þetta segir hún í tölvupósti til samflokksmanna sinna. Í tölvupóstinum fer Jóhanna yfir kjörtímabilið sem brátt er á enda, úrslit síðustu kosninga og hvað áunnist hefur í efnahagsmálum.

"Ferill Jóhönnu er einn sá merkilegasti í Íslandssögunni"

"Þetta eru auðvitað leiðinleg tíðindi, en ekki eru þau óvænt.“ Þetta segir Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, tilkynnti samflokksmönnum sínum í dag að hún myndi láta af embætti í lok kjörtímabils sem og formennsku í Samfylkingunni.

"Það munu ekki margir feta í fótspor Jóhönnu“

Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafi staðið sig gríðarlega vel bæði sem forsætisráðherra og þingmaður alla tíð. Jóhanna tilkynnti í dag að hún hyggðist hætta í pólitík eftir líðandi kjörtímabil.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.