Innlent

Fjölmenni á FIFA-móti

Frá Kringlunni í dag.
Frá Kringlunni í dag. mynd/valli
Hið árlega FIFA-mót stendur nú sem hæst í Kringlunni. Það er Skífan sem stendur fyrir mótinu en það fer nú fram í þriðja skipti. Um 130 þátttakendur voru skráðir til leiks í dag.

Um útsláttarkeppni er að ræða en gert er ráð fyrir að mótið standi til klukkan tíu í kvöld. Ágúst Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Skífunnar, segir að mótið hafi gengið framar vonum.

„Þetta er búið að vera frábært," segir Ágúst. „Við spilum á sjö vélum og það er mikill hiti í fólki. Hérna eru spilarar á öllum aldri, allt frá fimm ára gömlum og upp í fimmtugt."

Drengir eru þó í miklum meirihluta að sögn Ágústs. „Það hafa þó nokkrar stelpur komið í búðina til að kaupa leikinn handa kærastanum."

Skífan opnaði dyr sínar á miðnætti í nótt og fyrstu eintökin af FIFA 2013 voru beinlínis rifin úr hillunum. Ágúst segir að á síðustu árum hafi vinsældir FIFA aukist gríðarlega.

„Þessi leikur selst í bílförmum og salan hingað til hefur gengið framar okkar björtustu vonum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×