Innlent

Ungmenni segja auðvelt að koma út úr skápnum

Kvikmyndir, ljósmyndasýning, uppistand, tónleikar og margt fleira verður í boði á fjölbreyttri dagskrá hinsdegin daga sem hófust í gær. Ólík atriði verða í gleðigöngunni á laugardag en uppúr stendur væntanlegt brúðkaup sem á að fara fram í göngunni sjálfri.

Gleðigangan er sú fjórtánda sem haldin verður hér á landi og næstu daga verður dagskráin litrík. Góð þátttaka verður í göngunni að þessu sinni og atriðin eins ólík og þau eru mörg.

„Það má segja að við séum að fá virkari þátttöku og ýsma aðila inn í hátíðina. Áherslan hefur alltaf verið á gleðigönguna sjálfa. En það er kannski bara sá dagur sem við fögnum. Kannski má segja að við séum að þakka fyrir okkur. En við erum náttúrlega líka að varpa ljósi á okkar menningu sem við þurfum að standa vörð um," segir Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður Hinsegin daga.

Góð þáttaka verður í göngunni að þessu sinni og atriðin eins ólík og þau eru mörg

„Það er m.a. brúðkaupsveisla í göngunni og mér skilst að það sé meira að segja brúðkaup í Fríkirkjunni sem ætlar að fylgjast með göngunni. Svo þetta er mjög skemmtilegt," segir Eva.

Fréttastofa ræddi við tvo úr ungliðahreyfingu Samtakanna 78 sem undirbúa nú sitt atriði í göngunni. Spurð hvort erfitt sé að koma út úr skápnum í dag segja þau að svo sé ekki. „Ó, guð nei. Það er eiginlega mjög létt að koma út núna, myndi ég segja. Þetta er bara mjög létt og skemmtilegt," segja þau.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.