Innlent

Aflahæstu strandveiðibátarnir með tugi tonna

BBI skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Mynd/Stefán Karlsson
Aflahæstu strandveiðibátar landsins hafa landað um og yfir 30 tonnum af fiski í sumar. Meðalafli þeirra í róðri er talsvert misjafn, en hjá 20 efstu bátunum er hann frá 650 kílóum upp í 886 kíló af óslægðum afla, þ.e. þegar ekki er búið að hreinsa innyflin innan úr fiskunum.

Þetta má lesa af upplýsingum sem birtust á heimasíðu Fiskistofu en tölurnar miðast við afla fram að verslunarmannahelgi og staðan gæti því enn breyst eitthvað.

Alls eru landanir orðnar 15.145 á landinu öllu. Á vef Fiskistofu segir að veiðivonin sé mest á svæði A þar sem meðalafli í róðri var 614 kg. Á svæði B var hann 548 kg., svæði C 533 kg. og 499 kg á svæði D. Engu að síður koma allir aflahæstu bátarnir af svæði C og D.

Lundey ÞH er aflahæsti báturinn hingað til með 32 tonn í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×