Erlent

Mikil skjálftavirkni við Tongariro

mynd/AP
Jarðeðlisfræðingar á Nýja-Sjálandi fylgjast nú náið með eldfjallinu Tongariro sem lét á sér kræla aðfaranótt þriðjudags. Talið er að gosmökkurinn hafi náð í rúmlega 6 þúsund metra hæð.

Þannig urðu miklar tafir á innanlandsflugi á Nýja-Sjálandi. Heldur rólegt hefur verið yfir fjallinu í dag þó svo gufa gjósi enn úr hlíðum þess.

Talið er að eldgosið hafi sprengt þrjú ný göt á fjallið. Skjálftavirkni er þó enn mikil á svæðinu og fylgjast eldfjallafræðingar með stöðu mála.

Margir kannast eflaust við Tongariro eldfjallið en tökur á þríleiknum um Hringadróttinssögu fóru fram við rætur þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×