Innlent

Veðurupplýsingar geta forðað slysi

Bílstjórinn ók löturhægt en hélt ekki stjórn á bílnum þegar vindhviða hreif hann með sér svo bíllinn valt.
Bílstjórinn ók löturhægt en hélt ekki stjórn á bílnum þegar vindhviða hreif hann með sér svo bíllinn valt. mynd/vís
Vindar og vindhviður skapa ferðalöngum með húsvagna oft mikla hættu. Dæmi eru árlega um að húsbílar fjúki af þjóðvegum landsins vegna strekkings, jafnvel svo að þeir velti og lífi fólks sé stefnt í hættu. Á landinu eru þjóðvegir þó misvarasamir.

Sjóvá starfrækir vefsíðu þar sem er að finna ýmsar nytsamlegar upplýsingar fyrir ferðalanga. Þar má finna kort yfir vindasama staði og aðvaranir um hvar vindhraði er meiri en 15 metrar á sekúndu. Einnig má á kortinu finna almennar vegaupplýsingar frá Vegagerðinni ásamt þjónustustöðvum og umboðsaðilum tryggingafélagsins.

Ef slóðin Sjova.is/vindakort er slegin inn í vafra tölvu eða snjallsíma opnast gagnvirkt kort sem auðvelt er að nota sér til upplýsingaöflunar. Mikil vinna hefur verið lögð í að kortleggja vindasama staði.- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×