Innlent

Skortur á vinnuafli í Eyjum

Mynd/Óskar P. Friðriksson
Skortur er á vinnuafli í Vestmannaeyjum og þar er atvinnuleysi langt undir landsmeðaltali. Að sögn viðmælanda Fréttastofu skortir einkum fólk til þjónustu- og verslunarstarfa því unga fólkið stílar upp á uppgripavinnu í fiskvinnslunni, ekki síst þegar makrílveiðarnar hefjast.

Talið er að þar geti jafnvel orðið mannekkla líka í sumar, því leiguhúsnæði skortir í Eyjum til að hýsa aðkomufólk yfir há vertíðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×