Innlent

Athuga hvort setja eigi samruna skilyrði

Forstjóri Páll Gunnar Pálsson hélt erindi á málþingi um framtíð Sparisjóðanna sem fram fór á þriðjudag.
Forstjóri Páll Gunnar Pálsson hélt erindi á málþingi um framtíð Sparisjóðanna sem fram fór á þriðjudag.
Samkeppniseftirlitið er með til athugunar hvort unnt sé að setja kaupum Reiknistofu bankanna (RB) á Teris skilyrði sem tryggi nýjum og smærri keppinautum fullan aðgang að öllum kerfum og allri þjónustu sem sameinað fyrirtæki innir af hendi. Þetta kom fram í ræðu Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, á málþingi um framtíð Sparisjóðanna sem fram fór á þriðjudag.

Teris er upplýsingatæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í lausnum fyrir fjármálafyrirtæki. Það byggir á grunni Tölvumiðstöðvar Sparisjóðanna. Stærsti eigandi Teris var Byr sparisjóður með 36 prósenta eignarhlut, sem nú hefur runnið inn í Íslandsbanka. Íslandsbanki á líka 22,3 prósenta hlut í RB, sem rekur sameiginlega tölvumiðstöð banka og sparisjóða á Íslandi.

RB gerði skuldbindandi tilboð í hluta af eignum Teris í janúar síðastliðnum sem var háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Í ræðu Páls Gunnars kom fram að málið væri enn til meðferðar í eftirlitinu. Þá sagði hann að „hér skal upplýst að Samkeppniseftirlitið hefur nú til athugunar hvort unnt sé að setja þeim samruna skilyrði.“ -þsj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×