Innlent

Meirihluti stjórnenda fyrirtækja mótfallinn aðild að ESB

Meirihluti stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum er mótfallinn aðild að Evrópusambandinu, eða 64 prósent aðspurðra. Þetta er niðurstaða stjórnendakönnunar MMR sem var unnin í samstarfi við Viðskiptablaðið.

Í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun kemur fram að 36,1% stjórenda í íslensku atvinnulífi hlynntir aðild að ESB. Stjórnendur fyrirtækja á landsbyggðinni eru líklegri til að vera mótfallnir aðild en þeir sem eru á höfuðborgarsvæðinu. 65,1% karla eru andvígir aðildinni en 57,4% kvenna. Þá kemur fram að tæp 80% stjórnenda útgerðafyrirtækja eru andsnúnir aðild að sambandinu.

Í úrtakinu voru 1168 stjórnendur (forstjórarar, framkvæmda-, fjármála og markaðsstjórar, í 706 fyrirtækjum.

Nánar verður fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×