Framtíð alsírsku drengjanna í lausu lofti eftir afplánun Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. maí 2012 19:45 Alsírsku drengirnir tveir sem dæmdir voru í óskilorðsbundið fangelsi í síðasta mánuði fyrir vegabréfafölsun falla mögulega undir stöðu flóttamanna samkvæmt flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna og hafa óskað eftir hæli hér á landi. Verjandi drengjanna vill ekki svara því hvort hann hafi farið fram á skilorðsbundna refsingu vegna ungs aldurs þeirra. Dómur Héraðsdóms Reykjaness frá 30. apríl sl. í máli tveggja drengja frá Alsír hefur vakið nokkra athygli, en drengirnir tveir 15 og 16 ára gamlir, voru dæmdir í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að koma hingað til lands á fölsuðu vegabréfi. Að dæma menn í óskilorðsbundið fangelsi fyrir vegabréfafölsun er fullkomlega í samræmi við dómaframkvæmd Hæstaréttar á þessu sviði, en dómur Héraðsdóms Reykjaness hefur aðallega verið gagnrýndur fyrir að taka ekki tillit til ungs aldurs drengjanna tveggja við ákvörðun refsingar. Drengirnir voru í fangelsi í Keflavík í þrjá sólarhringa eftir að dómur féll og áður en Barnaverndarstofa og Fangelsismálastofnun gripu inn í málið og komu þeim fyrir annars vegar á fósturheimili og hins vega á FIT hosteli í Reykjanesbæ. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, gagnrýndi dóminn harkalega í fréttum Rúv í gær og sagðist efast um að refsingin hefði verið óskilorðsbundin ef íslensk ungmenni hefðu átt í hlut. Hrefna Friðriksdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í réttindum barnsins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að um „harkalegan dóm væri að ræða," þ.e að ekki hafi verið tekið tillit til ungs aldurs drengjanna við ákvörðun refsingar. Unnar Steinn Bjarndal, sem var verjandi drengjanna, vildi ekki tjá sig um málefni þeirra í samtali við fréttastofu. Hann vildi ekki svara því hvort vakin hafi verið athygli dómarans á ungum aldri þeirra eða stöðu þeirra sem flóttamanna og að taka þyrfti mið af því við ákvörðun refsingar. Drengirnir komu hingað til lands vegna ótta við ofsóknir í heimalandi sínu og hafa óskað eftir hæli hjá Útlendingastofnun, en eins og komið hefur fram tekur núna um 13-15 mánuði að afgreiða slíkar umsóknir hjá stofnuninni. Flóttamannasamningur SÞ frá 1951 kveður á um vernd grundvallarmannréttinda flóttamanna, réttindi þeirra og skyldur ríkja. Ísland hefur fullgilt þennan samning, en þar segir að sá sé flóttamaður sem dvelji utan heimalands síns og af ótta við að verða ofsóttur vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis eða stjórnmálaskoðana og geti ekki vegna slíks ótta fært sér í nyt vernd þess lands. Ekki verður betur séð en að drengirnir falli undir skilgreiningu á flóttamönnum samkvæmt sáttmálanum, sé það rétt að þeir hafi sætt ofsóknum. Hins vegar við mat á ákvörðun um hæli þarf að meta þetta og kanna bakgrunn drengjanna. Það þarf að fara fram sjálfstætt mat á því hvort þeir séu í raun flóttamenn. Ekki liggur fyrir hvað verður um drengina að lokinni afplánun á fósturheimili og FIT hosteli. Sybella Wilkes, talsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu í málefnum kvenna og barna sagði í samtali við fréttastofu að nær alls staðar þyrftu flóttamenn að bíða eftir úrlausnum málefna sinna. Hún var ekki tilbúinn að svara því hvort stofnunin teldi 13-15 mánuði vera eðlilegan biðtíma hjá stjórnvöldum þegar umsóknir um hæli væru annars vegar, eins og er raunin hér á landi. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir "Harkalegur dómur“ yfir alsírskum drengjum Ekki hefur tekist að staðreyna með öruggum hætti réttan aldur tveggja alsírskra drengja sem dæmdir voru í óskilorðsbundið fangelsi fyrir fölsuð vegabréf. Dómur yfir þeim er býsna harkalegur að mati dósents við lagadeild Háskóla Íslands. 9. maí 2012 12:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Alsírsku drengirnir tveir sem dæmdir voru í óskilorðsbundið fangelsi í síðasta mánuði fyrir vegabréfafölsun falla mögulega undir stöðu flóttamanna samkvæmt flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna og hafa óskað eftir hæli hér á landi. Verjandi drengjanna vill ekki svara því hvort hann hafi farið fram á skilorðsbundna refsingu vegna ungs aldurs þeirra. Dómur Héraðsdóms Reykjaness frá 30. apríl sl. í máli tveggja drengja frá Alsír hefur vakið nokkra athygli, en drengirnir tveir 15 og 16 ára gamlir, voru dæmdir í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að koma hingað til lands á fölsuðu vegabréfi. Að dæma menn í óskilorðsbundið fangelsi fyrir vegabréfafölsun er fullkomlega í samræmi við dómaframkvæmd Hæstaréttar á þessu sviði, en dómur Héraðsdóms Reykjaness hefur aðallega verið gagnrýndur fyrir að taka ekki tillit til ungs aldurs drengjanna tveggja við ákvörðun refsingar. Drengirnir voru í fangelsi í Keflavík í þrjá sólarhringa eftir að dómur féll og áður en Barnaverndarstofa og Fangelsismálastofnun gripu inn í málið og komu þeim fyrir annars vegar á fósturheimili og hins vega á FIT hosteli í Reykjanesbæ. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, gagnrýndi dóminn harkalega í fréttum Rúv í gær og sagðist efast um að refsingin hefði verið óskilorðsbundin ef íslensk ungmenni hefðu átt í hlut. Hrefna Friðriksdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í réttindum barnsins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að um „harkalegan dóm væri að ræða," þ.e að ekki hafi verið tekið tillit til ungs aldurs drengjanna við ákvörðun refsingar. Unnar Steinn Bjarndal, sem var verjandi drengjanna, vildi ekki tjá sig um málefni þeirra í samtali við fréttastofu. Hann vildi ekki svara því hvort vakin hafi verið athygli dómarans á ungum aldri þeirra eða stöðu þeirra sem flóttamanna og að taka þyrfti mið af því við ákvörðun refsingar. Drengirnir komu hingað til lands vegna ótta við ofsóknir í heimalandi sínu og hafa óskað eftir hæli hjá Útlendingastofnun, en eins og komið hefur fram tekur núna um 13-15 mánuði að afgreiða slíkar umsóknir hjá stofnuninni. Flóttamannasamningur SÞ frá 1951 kveður á um vernd grundvallarmannréttinda flóttamanna, réttindi þeirra og skyldur ríkja. Ísland hefur fullgilt þennan samning, en þar segir að sá sé flóttamaður sem dvelji utan heimalands síns og af ótta við að verða ofsóttur vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis eða stjórnmálaskoðana og geti ekki vegna slíks ótta fært sér í nyt vernd þess lands. Ekki verður betur séð en að drengirnir falli undir skilgreiningu á flóttamönnum samkvæmt sáttmálanum, sé það rétt að þeir hafi sætt ofsóknum. Hins vegar við mat á ákvörðun um hæli þarf að meta þetta og kanna bakgrunn drengjanna. Það þarf að fara fram sjálfstætt mat á því hvort þeir séu í raun flóttamenn. Ekki liggur fyrir hvað verður um drengina að lokinni afplánun á fósturheimili og FIT hosteli. Sybella Wilkes, talsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu í málefnum kvenna og barna sagði í samtali við fréttastofu að nær alls staðar þyrftu flóttamenn að bíða eftir úrlausnum málefna sinna. Hún var ekki tilbúinn að svara því hvort stofnunin teldi 13-15 mánuði vera eðlilegan biðtíma hjá stjórnvöldum þegar umsóknir um hæli væru annars vegar, eins og er raunin hér á landi. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir "Harkalegur dómur“ yfir alsírskum drengjum Ekki hefur tekist að staðreyna með öruggum hætti réttan aldur tveggja alsírskra drengja sem dæmdir voru í óskilorðsbundið fangelsi fyrir fölsuð vegabréf. Dómur yfir þeim er býsna harkalegur að mati dósents við lagadeild Háskóla Íslands. 9. maí 2012 12:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
"Harkalegur dómur“ yfir alsírskum drengjum Ekki hefur tekist að staðreyna með öruggum hætti réttan aldur tveggja alsírskra drengja sem dæmdir voru í óskilorðsbundið fangelsi fyrir fölsuð vegabréf. Dómur yfir þeim er býsna harkalegur að mati dósents við lagadeild Háskóla Íslands. 9. maí 2012 12:00