Innlent

Buster kom upp um konu sem ræktaði kannabis

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Lögreglumaður á Selfossi, sem var í almennu umferðareftirliti, hafði skömmu fyrir miðnætti í gær afskipti af ungri konu sem ók bifreið sinni austur Suðurlandsveg í Ölfusi. Strax vaknaði grunur um að ökumaðurinn væri undir áhrifum fíkniefnum.

Fíkniefnahundurinn Buster var kallaður til og þefaði hann fljótlega uppi kannabisefni sem voru í bifreið konunnar. Í kjölfarið var gerð húsleit á heimili hennar þar sem fundust hátt í 500 grömm af kannabis sem hún hafði ræktað á heimilinu. Konan var handtekin og færð til yfirheyrslu þar sem hún játaði að eiga efnin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×