Innlent

Þannig vilja flokkarnir koma Íslandi í gang

Afar mismunandi sýn birtist frá forystumönnum stjórnmálaflokka um hvernig fjárfestingum verði best komið af stað í landinu. Skapa traust og festu, segja Vinstri grænir. Losun gjaldeyrishafta, segir Framsókn. Orkuuppbygging, segir Sjálfstæðisflokkur. Evrópusambandsviðræður, segir Samfylkingin. Þetta er kjarninn í svörunum í stuttu máli.

Það skein í gegn í framsöguerindum á fundi Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins í morgun að eitt brýnasta verkefni efnahagsmála væri að auka fjárfestingar, sem væru í sögulegu lágmarki. Fulltrúar flokkanna sjá hins vegar afar mismunandi lausnir.

Þar tóku þátt í pallborðsumræðu þeir Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður þingflokks Framsóknarflokksins, og Magnús Orri Schram, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og birtust svör þeirra í frétt Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×