Innlent

Nýr biskup þakklátur stuðningsmönnum sínum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Agnes verður næsti biskup.
Agnes verður næsti biskup.
„Nú þegar úrslit liggja fyrir í biskupskjörinu er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti til þeirra er hvöttu mig til að gefa kost á mér til embættis biskups Íslands," segir Agnes M. Sigurðardóttir, nýkjörin biskup Íslands. Í yfirlýsingu segist hún þakklát þeim sem hafi stutt sig og hjálpað sér. „Bið ég Guð að launa það allt og blessa þau öll," segir Agnes.

Agnes segir að vegferðin undanfarnar vikur hafi verið þeim sem starfi í Kirkjunni til uppörvunar og gagns. „Mitt fyrsta verk verður að hlusta, heyra raddir fólks sem starfar á mismunandi sviðum Kirkjunnar, sýna umhyggju og mynda samstöðu um að fagnaðarerindið nái eyrum fólks," segir hún.

„Ég er þakklát Guði mínum fyrir að hafa kallað mig til þjónustunnar og bið þess að mér auðnist að leiða Kirkjuna Drottni til dýrðar og þjóðinni til farsældar. Boðskapur hennar og þau gildi er kristin trú felur í sér eru sannarlega til þess fallin að gleðja, efla, hugga, styrkja og finna ráð við hvers konar vanda," segir hún.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.