Orkuveitan ræðir við lífeyrissjóði - einkavæðing segja VG Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 25. apríl 2012 18:34 Haraldur Flosi Eiríksson. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt að hefja viðræður við lífeyrissjóði um aðkomu að hlutafélagi um byggingu orkuvers á Hverahlíðarsvæðinu. Formaður stjórnarinnar vonast til þess að með samningum verði hægt að komast nær því að klára fjármögnun virkjunarinnar öllum til farsældar. Orkuveitan hefur í mörg ár undirbúið nýja virkjun á Hellisheiði við rætur Hverahlíðar. Fyrirhugað er að orka virkjunarinnar verði seld til álvers Norðuráls við Helguvík. Orkuveitan hefur hins vegar eftir hrun ekki haft bolmagn til þess að standa ein að fjármögnun virkjunarinnar. Í dag samþykkti stjórn Orkuveitunnar hins vegar tillögu stjórnarformanns þess efnis að forstjóri fyrirtækisins gangi til viðræðna við fulltrúa lífeyrissjóðanna og Norðurál í Helguvík um samning sem feli í sér að stofnað verði sérstakt fyrirtæki með þáttöku Orkuveitunnar um byggingu Hverahlíðarvirkjunar. „Skilyrðin sem eru sett í því samþykkt í dag að ekki verði neinar auðlindir framseldar og að mannvirki gangi aftur til orkuveitunnar að loknum samningstíma já með þessu minnkum við áhættu eigenda orkuveitunnar af lántöku í þessu sambandi og erum hugsanlega að búa til leið til að virkja einka fjármágnið til góðra verka," segir Haraldur Flosi Eiríksson, stjórnarformaður Orkuveitunnar. Heildarkostnaður við virkjunina er áætlaður um 30-35 milljarðar króna og hefur orkuveitan nú þegar lagt til 6 milljarða í fjárfestinguna, sú upphæð myndi þá koma inn sem eiginfjárframlag Orkuveitunnar og síðan á eftir að semja um framlag lífeyrissjóðanna. „Fyrirkomulagið er þekkt hér á landi, við getum nefnt Hvalfjarðargöngin sem fyrirmynd um hvernig svona gæti gengið upp og öllum til farsældar," segir Haraldur Flosi. Ekki eru þó allir sáttir við ákvörðunina. Þannig hefur fulltrúi Vinstri grænna í stjón Orkuveitunnar, Sóley Tómasdóttir, mótmælt þessu harðlega. Í bókun sem Sóley lagði fram á fundinum í dag segir orðrétt:Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur ákveðið að nýta Dag umhverfisins til að taka stærsta skref sem stigið hefur verið af hálfu fyrirtækisins í þágu stóriðjustefnunnar. Ekki á aðeins að halda áhættusömum áformum um virkjun í Hverahlíð til streitu, heldur á að ganga svo langt að einkavæða hluta Orkuveitunnar til að þau nái fram að ganga.Fyrirsláttur meirihlutans um að ekki sé um einkavæðingu að ræða þar sem lífeyrissjóðirnir eru í almannaeigu stenst ekki, enda hafa lífeyrissjóðirnir ekki sömu skyldur gagnvart umhverfi og samfélagi og eigendasveitarfélögin auk þess sem ekki er útséð um að þeir verði einu hluthafarnir á móti OR. Þess utan er lítill áhugi meðal eigenda lífeyrissjóðanna, hins títtnefnda almennings, fyrir áhættufjárfestingum í virkjunum ef marka má könnun sem kynnt var í tilefni dagsins í fjölmiðlum í dag.Nú þegar hefur Orkuveitan farið svo geyst í virkjunum á Hellisheiði að mörg og stór vandamál hafa hrannast upp. Bág efnahagsstaða fyrirtækisins ætti öllum að vera orðin kunn, en hún er að stórum hluta tilkomin vegna þessara framkvæmda. Auk þess er ekki vitað hvernig fyrirtækið hyggst standast þær kröfur sem gerðar eru í reglugerð um brennisteinsútblástur, jafnvel þótt ekki komi til nýrra virkjana og vandinn við niðurdælingu affallsvatns er jafnframt óleystur. Jarðhitavirkjanir eiga sér ekki langa sögu og krefjast meiri varúðar en sýnd hefur verið fram til þessa. Skiptar skoðanir eru um það hvort núverandi nýting geti talist sjálfbær – og varasamt að auka þar við áður en lengri reynsla hefur fengist.Það vakti von í brjósti margra þegar núverandi meirihluti sagðist myndu sveigja af stóriðjustefnu í upphafi kjörtímabilsins og ekki síður þegar borgarfulltrúar Besta flokksins fjölmenntu í Norræna húsið í baráttu sinni fyrir opinberu eignarhaldi á HS-Orku. Nýtt og ferskt afl gaf fyrirheit um nýja nálgun og kjark til að standa með náttúru og umhverfi. Því sætir það furðu að sömu fulltrúar séu nú tilbúnir til að hefja einkavæðingarferli á hluta af rekstri Orkuveitu Reykjavíkur til að standa við samning fortíðar um raforkusölu til álbræðslu í Helguvík.Það er staðföst trú fulltrúa Vinstri grænna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur að nú verði að horfast í augu við staðreyndir og rifta samningnum við Norðurál. Í samningnum er gerður fyrirvari um fjármögnun, en fullljóst er að Orkuveitan mun aldrei geta fjármagnað framkvæmdir í Hverahlíð. Slíkt krefst pólitísks hugrekkis og staðfestu sem því miður er ekki til staðar hjá núverandi meirihluta. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt að hefja viðræður við lífeyrissjóði um aðkomu að hlutafélagi um byggingu orkuvers á Hverahlíðarsvæðinu. Formaður stjórnarinnar vonast til þess að með samningum verði hægt að komast nær því að klára fjármögnun virkjunarinnar öllum til farsældar. Orkuveitan hefur í mörg ár undirbúið nýja virkjun á Hellisheiði við rætur Hverahlíðar. Fyrirhugað er að orka virkjunarinnar verði seld til álvers Norðuráls við Helguvík. Orkuveitan hefur hins vegar eftir hrun ekki haft bolmagn til þess að standa ein að fjármögnun virkjunarinnar. Í dag samþykkti stjórn Orkuveitunnar hins vegar tillögu stjórnarformanns þess efnis að forstjóri fyrirtækisins gangi til viðræðna við fulltrúa lífeyrissjóðanna og Norðurál í Helguvík um samning sem feli í sér að stofnað verði sérstakt fyrirtæki með þáttöku Orkuveitunnar um byggingu Hverahlíðarvirkjunar. „Skilyrðin sem eru sett í því samþykkt í dag að ekki verði neinar auðlindir framseldar og að mannvirki gangi aftur til orkuveitunnar að loknum samningstíma já með þessu minnkum við áhættu eigenda orkuveitunnar af lántöku í þessu sambandi og erum hugsanlega að búa til leið til að virkja einka fjármágnið til góðra verka," segir Haraldur Flosi Eiríksson, stjórnarformaður Orkuveitunnar. Heildarkostnaður við virkjunina er áætlaður um 30-35 milljarðar króna og hefur orkuveitan nú þegar lagt til 6 milljarða í fjárfestinguna, sú upphæð myndi þá koma inn sem eiginfjárframlag Orkuveitunnar og síðan á eftir að semja um framlag lífeyrissjóðanna. „Fyrirkomulagið er þekkt hér á landi, við getum nefnt Hvalfjarðargöngin sem fyrirmynd um hvernig svona gæti gengið upp og öllum til farsældar," segir Haraldur Flosi. Ekki eru þó allir sáttir við ákvörðunina. Þannig hefur fulltrúi Vinstri grænna í stjón Orkuveitunnar, Sóley Tómasdóttir, mótmælt þessu harðlega. Í bókun sem Sóley lagði fram á fundinum í dag segir orðrétt:Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur ákveðið að nýta Dag umhverfisins til að taka stærsta skref sem stigið hefur verið af hálfu fyrirtækisins í þágu stóriðjustefnunnar. Ekki á aðeins að halda áhættusömum áformum um virkjun í Hverahlíð til streitu, heldur á að ganga svo langt að einkavæða hluta Orkuveitunnar til að þau nái fram að ganga.Fyrirsláttur meirihlutans um að ekki sé um einkavæðingu að ræða þar sem lífeyrissjóðirnir eru í almannaeigu stenst ekki, enda hafa lífeyrissjóðirnir ekki sömu skyldur gagnvart umhverfi og samfélagi og eigendasveitarfélögin auk þess sem ekki er útséð um að þeir verði einu hluthafarnir á móti OR. Þess utan er lítill áhugi meðal eigenda lífeyrissjóðanna, hins títtnefnda almennings, fyrir áhættufjárfestingum í virkjunum ef marka má könnun sem kynnt var í tilefni dagsins í fjölmiðlum í dag.Nú þegar hefur Orkuveitan farið svo geyst í virkjunum á Hellisheiði að mörg og stór vandamál hafa hrannast upp. Bág efnahagsstaða fyrirtækisins ætti öllum að vera orðin kunn, en hún er að stórum hluta tilkomin vegna þessara framkvæmda. Auk þess er ekki vitað hvernig fyrirtækið hyggst standast þær kröfur sem gerðar eru í reglugerð um brennisteinsútblástur, jafnvel þótt ekki komi til nýrra virkjana og vandinn við niðurdælingu affallsvatns er jafnframt óleystur. Jarðhitavirkjanir eiga sér ekki langa sögu og krefjast meiri varúðar en sýnd hefur verið fram til þessa. Skiptar skoðanir eru um það hvort núverandi nýting geti talist sjálfbær – og varasamt að auka þar við áður en lengri reynsla hefur fengist.Það vakti von í brjósti margra þegar núverandi meirihluti sagðist myndu sveigja af stóriðjustefnu í upphafi kjörtímabilsins og ekki síður þegar borgarfulltrúar Besta flokksins fjölmenntu í Norræna húsið í baráttu sinni fyrir opinberu eignarhaldi á HS-Orku. Nýtt og ferskt afl gaf fyrirheit um nýja nálgun og kjark til að standa með náttúru og umhverfi. Því sætir það furðu að sömu fulltrúar séu nú tilbúnir til að hefja einkavæðingarferli á hluta af rekstri Orkuveitu Reykjavíkur til að standa við samning fortíðar um raforkusölu til álbræðslu í Helguvík.Það er staðföst trú fulltrúa Vinstri grænna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur að nú verði að horfast í augu við staðreyndir og rifta samningnum við Norðurál. Í samningnum er gerður fyrirvari um fjármögnun, en fullljóst er að Orkuveitan mun aldrei geta fjármagnað framkvæmdir í Hverahlíð. Slíkt krefst pólitísks hugrekkis og staðfestu sem því miður er ekki til staðar hjá núverandi meirihluta.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira