Innlent

Braut gróflega gegn stjúpdóttur sinni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rösklega fimmtugur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni.

Maðurinn hafði meðal annars samræði við stúlkuna, sem fædd var þá fimmtán ára gömul, í júlí í fyrra. Hann hafði áður margsinnis sært blygðunarsemi hennar með því að sýna henni klámfengið efni og fróa sér fyrir framan hana. Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi.

Auk fangelsisrefsingarinnar var maðurinn dæmdur til að greiða 1200 þúsund krónur í miskabætur. Héraðsdómur Norðurlands eystra kvað upp dóminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×