Innlent

Rúmlega 500 sjómenn mótmæla frumvarpi

537 sjómenn hafa skrifað undir mótmæli gegn frumvarpa um breytingu á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Í tilkynningu frá þeim segir að þeir mótmæli þeirri grímulausu aðför að kjörum sínum sem við blasir í þeim frumvörpum sem fram eru komin um breytingar á stjórn fiskveiða.

Svo segir orðrétt: „Við sem stöndum að þessari yfirlýsingu skorum á alþingismenn að taka ábyrga afstöðu með tilliti til þeirra hörmulegu afleiðinga sem frumvörpin kæmu til með að hafa á afkomu sjómannastéttarinnar og þar með þjóðfélagsins í heild. Framtíðin er í húfi."

Hægt er að sjá nöfn skipanna sem sem sjómennirnir starfa á í viðhengi hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×