Erlent

Frá fæðingu til 12 ára aldurs - Líðandi kvikmynd um þroska barna

Hollenskur faðir og kvikmyndagerðarmaður hefur birt myndband þar sem vöxtur barna hans frá fæðingu birtist á rúmum tveimur mínútum.

Frans Hofmeester ákvað að fara óhefðbundnar leiðir við að skrásetja uppvaxtarár barna sinna. Fyrir nokkru birti hann myndband sem sýnir þroska dóttur sinnar, Lotte, frá því að hún fæddist 28. október árið 1999.

„Ég myndaði hana í hverri viku," sagði Hofmeester. „Ég fann fyrir afar sterkri þörf fyrir að ljósmynda þroska hennar, aðallega til að halda minningum mínum heilum."

Þessi litla kvikmynda hefur nú vakið gríðarlega athygli á veraldarvefnum. Myndbandið hefst á Lotte er hún liggur í barnarúmi sínu. Hún hlær og horfir forvitnilega í kringum sig. Hvert ár sem líður er merkt í hægra horni myndbandsins.

Lotte, eins árs gömul.mynd/Youtube
Lotte þroskast og umhverfi hennar breytist. Bakgrunnurinn breytist, brátt liggur hún á hvítur teppi og brosir, grætur og endanlega talar.

Þegar Lotte var 3 ára gömul kom bróðir hennar í heiminn. Hofmeester ákvað að mynda piltinn einnig.

„Stundum nenna þau ekki að standa í þessu," sagði Hofmeester. „Þá reyni ég að teygja lopann og spyr þau spurninga. Á meðan þau hugsa sig um munda ég vélina."

Horft hefur verið á myndbandið 700 þúsund sinnum og er Hofmeester orðlaus yfir vinsældum þeirra.

„Það á margt eftir að breytast á næstu árum," sagði Hofmeester. „Auðvitað mun ég halda áfram að kvikmynda þau."

Hægt er að sjá myndskeiðið um Lotte hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×