Erlent

Gingrich mun draga sig í hlé

Newt Gingrich
Newt Gingrich mynd/AP
Fjölmiðlar í Bandaríkjunum fullyrða að Newt Gingrich, sem nú sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar þar í landi, ætli að draga sig út úr kosningabaráttunni.

Gingrich sagði í dag að Mitt Romney myndi að öllum líkindum hljóta útnefningu flokksins.

Gingrich, sem er fyrrverandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur aðeins sigrað í tveimur ríkjum Bandaríkjanna frá því að prófkjörin hófust í janúar.

Romney sigraði í fimm prófkjörum í nótt og er nú kominn langleiðina með að hreppa útnefningu Repúblikanaflokksins.

Þar á meðal sigraði Romney í Delaware en Gingrich hafði áður sagt að hann myndi endurskoða framboð sitt ef hann myndi ekki sigra í ríkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×