Erlent

Obama söng um baráttumál sín

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, steig á stokk með þáttastjórnandanum Jimmy Fallon í gær. Félagarnir sungu saman með undirspili hljómsveitarinnar The Roots.

Fallon hefur nokkrum sinnum boðið fréttamanninum Brian Williams í þáttinn og hafa þeir sungið um helstu málefni líðandi stundar.

Í gær var Obama fenginn til að syngja um væntanlega hækkun vaxta á námslánum í Bandaríkjunum. Obama hefur barist fyrir því að þingið falli frá þeim hugmyndum.

Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir ofan.

Obama hefur áður þanið raddböndin í forsetatíð sinni. Hægt er að sjá Obama syngja Let's Stay Together eftir Al Green hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×