Innlent

Síðasti dagur vitnaleiðsla í Vítisenglamálinu

Einar „Boom“ Marteinsson er á meðal ákærðu í málinu.
Einar „Boom“ Marteinsson er á meðal ákærðu í málinu.
Nú er að ljúka vitnaleiðslum í Vítisenglamálinu svokallaða en þar er fólk sem sagt er tengjast mótorhjólasamtökunum Vítisenglum, ákært fyrir hrottalega líkamsárás. Einnig er um meint kynferðisbrot að ræða og því hefur þinghald í málinu verið lokað. Hinir ákærðu hafa setið í varðhaldi frá því málið kom upp en þau voru handtekin í janúar. Þar á meðal er Einar "Boom" Marteinsson, sem þá var forsprakki Vítisengla. Hann hefur nú af eigin sögn hætt í félagsskapnum.

Í gær komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að saksóknari málsins gæti ekki leitt tvo lögreglumenn sem hafa sérhæft sig í málefnum Vítisengla, fyrir dóminn. Héraðsdómur hafði áður gefið grænt ljós á að mennirnir bæru vitni en eftir mótmæli verjenda komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu ekkert til þessa tiltekna máls að leggja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×