Fleiri fréttir Dreifbýlissparisjóður byrjar bankaútrás Eftir 133 ára starfsemi á Grenivík hefur Sparisjóður Höfðhverfinga hafið bankaútrás og stofnað útibú á Akureyri, sem er sennilega það heimilislegasta á Íslandi. 23.3.2012 20:30 Vigdís brosir út að eyrum vegna netkönnunar „Þessar niðurstöður eru bara glæsilegar og ég brosi hérna út að eyrum," sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag þegar í ljós kom hver niðurstaða könnunar þáttarins sem lesendur Vísis taka þátt í var. 23.3.2012 22:49 Úraræninginn samþykkti framsal frá Sviss Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir pólskum karlmanni sem var framseldur hingað til lands frá Sviss vegna úraránsins í Michelsen. Maðurinn hefur játað brotið. 23.3.2012 20:25 Vilja skattafslætti fyrir tölvuleikjaiðnað á Íslandi Bretar hafa ákveðið að veita tölvuleikjaiðnaðinum þar í landi umtalsverða skattafslætti. Þrýst hefur verið á að koma svipuðu fyrirkomulagi hér á landi og segir framkvæmdastjóri CCP að slíkt hafi áhrif á hvar fyrirtækið ákveður að stækka við sig í framtíðinni. 23.3.2012 20:00 Andlegt ástand kvenna með PIP-brjóstapúða slæmt Lögmaður kvenna sem farið hafa í aðgerð á Landspítalanum til að fjarlæga PIP-brjóstapúða segir andlegt ástand þeirra mjög slæmt. Framkvæmdastjóri lækninga á spítalanum segir greinilegt að gæði púðana er ekki í lagi. 23.3.2012 19:30 Skoða rammalöggjöf um starfsemi fjármálafyrirtækja Rammalöggjöf um alla starfsemi íslenskra fjármálafyrirtækja og fjármálastöðugleikaráð er meðal hugmynda sem starfshópur á vegum efnahags- og viðskiptaráðuneytisins mun skoða á næstu mánuðum. Ráðherra vonast til að með slíkum aðgerðum megi styrkja fjármálakerfið og koma í veg fyrir annað hrun. 23.3.2012 19:00 Kona hugsanlega næsti biskup Kona gæti orðið næsti biskup Íslands en séra Agnes Sigurðardóttir hlaut flest atkvæði í kosningu um næsta biskup Íslands. Næstur kom doktor Sigurður Árni Þórðarson en kosið verður milli þeirra tveggja í seinni umferð í apríl. 23.3.2012 18:30 Hafði í hótunum við sýslumann - ætlaði að snúa aftur með byssu "Þetta var kært til lögreglu,“ segir Þórólfur Halldórsson, sýslumaður í Keflavík, en maður á miðjum aldri kom á skrifstofu sýslumanns um klukkan hálf tvö í dag og hafði í hótunum við sýslumanninn. Meðal annars hótaði maðurinn að snúa aftur á skrifstofuna vopnaður byssu. 23.3.2012 18:03 Sigurður Árni og Agnes efst Agnes Sigurðardóttir prestur í Bolungarvík og Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, urðu efst í biskupskjörinu þegar úrslit lágu fyrir í fyrri umferð kjörsins. Atkvæði voru talin í dag. Alls höfðu átta manns gefið kost á sér í embættið. Síðari umferð kosninganna mun fara fram í apríl. Gert er ráð fyrir að atkvæði verði talin 20. apríl. 23.3.2012 17:56 Ögmundur vinsæll hjá framsóknar- og sjálfstæðismönnum Rúmlega helmingur flokksmanna Vg eru ánægðir með störf Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, eða 55 prósent samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 23.3.2012 17:39 Vinstri grænir ánægðir með Steingrím Rösklega 80% kjósenda Vinstri grænna eru ánægðir með störf Steingríms J. Sigfússonar, formanns flokksins, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Ánægja með hann á meðal kjósenda flokksins hefur lítið breyst frá því að minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og VG tók við í febrúar 2009. 23.3.2012 17:20 Kynnti skýrslu um framtíðarskipan fjármálakerfisins Steingrímur J. Sigfússon, Efnahags- og viðskiptaráðherra, kynnti á ríksstjórnarfundi í morgun skýrslu sína til Alþingis um framtíðarskipan íslenska fjármálakerfisins og opinbert eftirlit með því. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að fjármálakreppa síðustu fjögurra ára hafi leitt í ljós ýmsa vankanta og veilur á fjármálakerfinu "og jafnframt vakið upp margvíslegar siðferðilegar og pólitískar spurningar sem takast verður á við og svara, eigi að takast að endurreisa traust almennings til banka og fjármálamarkaða. Af þessum sökum er þörf fyrir gagngerar endurbætur á umgjörð og skipan fjármálakerfisins víða um lönd. Ísland er hér engin undanteking. Allar götur frá bankahruninu haustið 2008 hafa breytingar á lagaumgjörðinni um fjármálastarfsemi á Íslandi verið til umræðu.“ 23.3.2012 16:30 Bongóblíða um helgina Hitinn nær fimmtán stigum á Seyðisfirði í dag og á Neskaupstað er hann 14,7 gráður. Það má því segja að það sé bongóblíða í dag á Austfjörðum. Á hálendinu er líka mikill hiti. Á Möðrudal er 10,7 gráðu hiti. 23.3.2012 15:56 Glitnismenn áfrýja til Hæstaréttar Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur, frá því í dag, í máli sérstaks saksóknara gegn Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni hefur verið kærður til Hæstaréttar. Þetta staðfestir Þórður Bogason hæstaréttarlögmaður og verjandi Guðmundar í samtali við Vísi. Hann vildi að öðru leyti ekki láta hafa neitt eftir sér um málið. 23.3.2012 14:56 Einar Boom segist hættur í Vítisenglum Einar Ingi Marteinsson, Einar Boom, er hættur í Hells Angels. Samkvæmt frásögn á DV.is hringdi Einar úr gæsluvarðhaldi í ritstjórn DV til að greina frá þessu. "Ég er hættur í Hells Angels. Ég ætla ekkert að ræða það frekar, en ég er hættur og þetta er staðfest," er haft eftir Einari og segir ástæðuna fyrir brotthvarfi hans verða opinberaða síðar. Aðspurður segir Einar það vera skrítið að vera skilinn við samtökin en hann segir að þannig sé það engu að síður. Einar situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að árás á konu um síðustu áramót. 23.3.2012 14:05 Fanfest vekur athygli víða um heim Mikið hefur verið dýrðir í Hörpunni frá því að Fanfest hátíðin hófst þar í gær. Rúmlega 1.500 spilarar og aðdáendur EVE Online tölvuleiksins hafa heimsótt tónlistarhúsið. Þá hafa þúsundir fylgst með fyrirlestrum tengdum EVE Online og DUST 514 í gegnum netið. 23.3.2012 13:24 Össur fundaði með Ashton Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, tók í gær þátt í fundi með Catherine Ashton, yfirmanni utanríkis- og öryggismálastefnu Evrópusambandsins, og starfsbræðrum sínum frá öðrum umsóknarríkjum ESB í Brussel. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að þá hafi setið fundinn utanríkisráðherrar "formennskuþríeykis sambandsins sem og ráðherrar nokkurra annarra aðildarríkja þess.“ 23.3.2012 15:27 Dorrit með ADHD og lesblindu Dorrit Moussieff forsetafrú er með lesblindu og AD/HD. Frá þessu greinir hún í samtali við Verzlunarskólablaðið. Ítarlegt viðtal er við Dorrit í blaðinu. Þar er hún meðal annars spurð að því hvort hún hafi gengið í skóla sem barn. 23.3.2012 12:45 Evrópusambandið herðir tökin á sjóræningjum Stjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að herða tökin á sjóræningjum við Sómalíu. 23.3.2012 14:08 Sérstakur saksóknari þarf ekki að láta upptökur af hendi Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu verjenda Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar, fyrrum Glitnismanna, að sérstakur saksóknari afhendi þeim geisladiska með mynd- og hljóðupptökum af skýrslutökum yfir þeim. Þeir Lárus og Guðmundur hafa verið ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til Milestone. 23.3.2012 13:55 Talning í biskupskosningunum hafin Kjörnefnd kom saman á Dómkirkjuloftinu klukkan eitt í dag til að telja atkvæðin í fyrstu umferð biskupskosninganna. Kosið var í póstkosningu. Kjörnefnd byrjar á því að fara yfir umslögin sem borist hafa. Um klukkan fjögur í dag verður svo byrjað að telja sjálf atkvæðin. Búist er við því að úrslitin sjálf liggi svo fyrir á sjötta timanum. 23.3.2012 13:22 Sigmaður gæslunnar fékk í sig straum Sá óvenjulegi atburður varð við æfingar hjá Landhelgisgæslunni á dögunum að mikið stöðurafmagn myndaðist þegar þyrla var við æfingar á ytri höfn Reykjavíkur í röku lofti og hundslappadrífu. Á heimasíðu gæslunnar segir að afar sjaldgæft sé að svo mikið stöðurafmagn myndist en það þekkist þó í ákveðnum veðurfarslegum skilyrðum þrátt fyrir jarðtengivír sem notaður er til varnar þessum aðstæðum. 23.3.2012 12:47 Breytingar á tíðnisviði gætu kostað rekstraraðila hundruð milljóna Breytingar Póst- og fjarskiptastofnunar á tíðinisviði, sem lengi hefur verið notað undir þráðlausa hljóðnema og annan hljóðbúnað, gætu kostað útsendingaraðila og leikhús mörg hundruð milljónir. Rekstraraðilar þurfa því að greiða fyrir endurstillingi hljóðbúnaðarins eða kaupa nýjan. 23.3.2012 12:23 Þarf meira en 50% atkvæða Biskupsefni þarf meira en 50% atkvæða til þess að hljóta kjör, samkvæmt upplýsingum frá biskupsstofu. Talning atkvæða í fyrstu umferð kjörsins fer fram í dag og hefst klukkan eitt. Átta manns eru í kjöri og er gert ráð fyrir því að ef enginn þeirra fær meira en helming atkvæða gætu ný kjörgögn farið út 2. apríl, þeim yrði skilað 16. apríl og talið yrði 20. apríl. 23.3.2012 11:53 Telur fordæmisgildi dóms mikið Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, þarf að fá undanþágu frá Hæstarétti til að fá að áfrýja dómi héraðsdóms í meiðyrðamáli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á hendur Birni. Sótt verður um leyfið eftir helgi segir Jón Magnússon, verjandi Björns. 23.3.2012 11:30 Vorþing Norðurlandaráðs - Halldór Ásgríms mættur aftur á þing Norðurlandaráð heldur í dag vorþing með áherslu á norðurslóðir í Alþingishúsinu. Á heimasíðu Alþingis segir að rætt verði um málefni norðurskautsins út frá umhverfis-, jafnréttis- og velferðarsjónarmiðum. 23.3.2012 11:09 Ráðherrar í lögreglufylgd Lögreglumenn fylgdu ráðherrunum Steingrími J. Sigfússyni og Ögmundi Jónassyni þegar þeir yfirgáfu ríkisstjórnarfund í stjórnarráðinu í morgun. Ráðherrar á Íslandi eru alla jafna ekki í fylgd lífvarða, en þó hafa komið upp tímabil þar sem talin hefur verið þörf á því. Skemmst er að minnast þess að lífverðir fylgdu Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hvert fótmál eftir að bankakerfið hrundi haustið 2008. 23.3.2012 10:36 Sundhöllin 75 ára Sundhöll Reykjavíkur er 75 ára í dag og verður afmælishátíð allan daginn fyrir gesti og velunnara. Eva Einarsdóttir, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, mun flytja ávarp og boðið verður upp á kaffi og köku í afgreiðslu laugarinnar. 23.3.2012 10:24 ESB setur eiginkonu Sýrlandsforseta í ferðabann Evrópusambandið ætlar að setja Asma al-Assad eiginkonu forseta Sýrlands í ferðabann og jafnframt eru uppi áform um að frysta allar eigur hennar innan Evrópusambandslanda. 23.3.2012 10:19 Kona fái bætur fyrir fall á eigin heimili Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir úrskurðarnefnd almannatrygginga fyrir að túlka reglugerð of þröngt þegar nefndin neitaði eldri konu, sem handleggsbrotnaði á heimili sínu, um bætur úr slysatryggingu. 23.3.2012 10:00 Talning atkvæða í biskupskjöri hefst klukkan eitt Talning atkvæða í biskupskjöri hefst klukkan eitt í dag og gert er ráð fyrir að henni ljúki milli kl. 17 og 19. 23.3.2012 09:42 Sakar Bryndísi um lygar Halla Harðardóttir, systurdóttir Bryndísar Schram, sakar hana um lygar í aðsendri grein í Fréttatímanum í dag. Málið snýst um viðtal og grein sem Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, skrifaði um meinta kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, gegn Guðrúnu Harðardóttur. Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins, svaraði ásökununum á hendur Jóni í aðsendri grein sem hún sendi í Fréttatímann fyrir viku. Halla, sem er systir Guðrúnar, ákvað að svara Bryndísi í grein sem hún birtir í Fréttatímanum í dag. 23.3.2012 09:40 Geta beygt út af lögreglustöð Gerð hefur verið sú breyting á fyrirhuguðum framkvæmdum við umferðareyjar og hringtorg á Dalvegi að lögreglan mun fá undanþágu til að beygja til vinstri þegar ekið er frá lögreglustöðinni þar við götuna. 23.3.2012 09:00 Tónlistarmenn í haldi án dóms Tónlistarmenn sem staðið hafa fyrir friðsömum mótmælum í Aserbaídsjan undanfarið hafa verið barðir og fangelsaðir. Tveir tónlistarmenn hafa verið í haldi frá 17. mars án aðkomu dómstóla fyrir móðgandi ummæli um látna móður forseta landsins. 23.3.2012 08:30 Þjórsá í biðflokk og Reykjanes í nýtingu Unnið er að því að tryggja þingmeirihluta fyrir Rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða. Áætlunin hefur verið afgreidd úr ríkisstjórn og er nú í þingflokkum stjórnarflokkanna. Tillögu verkefnisstjórnar er breytt og virkjanakostir færðir úr nýtingarflokki yfir í biðflokk. Unnið er að því að tryggja meirihluta málsins. 23.3.2012 07:45 VG lýsir andstöðu við fjármögnun Hverahlíðarvirkjunar Félagsfundur Vinstri grænna í Reykjavík lýsir andstöðu sinni við fyrirhugaða fjármögnun á virkjanaframkvæmdum við Hverahlíð, en í ráði er að lífeyrissjóðirnir fjármagni hana að verulegu leiti. 23.3.2012 07:25 Breskir lögreglumenn vilja fá verkfallsrétt að nýju Breskir lögreglumenn vilja fá verkfallsrétt sinn aftur og hafa efnt til atkvæðagreiðslu um málið hjá meðlimum samtaka sinna í Englandi og Wales. 23.3.2012 07:20 Búist við 8.000 ferðamönnum úr 4 skipum á einum degi Búist er við að allt að átta þúsund erlendir ferðamenn muni stíga á land úr fjórum skemmtiferðaskipum í Reykjavík 18. júní næstkomandi og munu aldrei áður jafn margir farþegar úr slíkum skipum hafa komið sama daginn til Reykjavíkur. 23.3.2012 07:17 Lögregla kölluð út víða vegna hávaða og láta Lögreglan á Selfossi leysti upp hávært teiti í íbúð í fjölbýlishúsi í nótt vegna kvartana annarra íbúa í húsinu og í næsta fjölbýlishúsi. 23.3.2012 07:07 Hjón fundu sjaldgæfa 6.000 ára gamla rafperlu Hjón sem voru á gangi eftir ströndinni við Tårs á Lálandi fundu afar sjaldgæfa útskorna rafperlu þar. Rafið er skorið út í líki lítils gullfisks en það er talið vera um 6.000 ára gamalt. 23.3.2012 07:03 Rigning á Titan á 1.000 ára fresti Nýja rannsókn sem unnin hefur verið úr gögnum frá Cassini geimfarinu sýna að það rignir á Titan einu af tungli Satrúnusar. 23.3.2012 07:00 Háværar kröfur um opinbera rannsókn á máli Merah Háværar kröfur eru uppi í Frakklandi um opinbera rannsókn á því af hverju leyniþjónusta landsins kom ekki í veg fyrir morðin sem Mohammed Merah framdi í Toulouse áður en hann var sjálfur felldur eftir umsátur sérsveitar lögreglunnar í gærmorgun. 23.3.2012 06:56 Kókaín fannst í blóði Whitney Houston Andlát söngkonunnar Whitney Houston var slys. Dánarorsökin liggur ljós fyrir, Houston drukknaði í baðkari á herbergi sínu á Beverley Hilton hótelinu í Los Angeles. 23.3.2012 06:51 Hitabylgja helgarinnar gerir vart við sig Svokölluð hitabylgja, sem landsmenn vonast nú eftir, er farin að gera vart við sig og voru farnar á sjást tveggja stafa hitatölur strax á sjötta tímanum í morgun. 23.3.2012 06:44 Tryggja meirihluta Rammaáætlunar Unnið er að því að tryggja þingmeirihluta fyrir Rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða. Áætlunin hefur verið afgreidd úr ríkisstjórn og er nú í þingflokkum stjórnarflokkanna. Tillögu verkefnisstjórnar er breytt og virkjanakostir færðir úr nýtingarflokki yfir í biðflokk. Unnið er að því að tryggja meirihluta málsins. 23.3.2012 06:30 Sjá næstu 50 fréttir
Dreifbýlissparisjóður byrjar bankaútrás Eftir 133 ára starfsemi á Grenivík hefur Sparisjóður Höfðhverfinga hafið bankaútrás og stofnað útibú á Akureyri, sem er sennilega það heimilislegasta á Íslandi. 23.3.2012 20:30
Vigdís brosir út að eyrum vegna netkönnunar „Þessar niðurstöður eru bara glæsilegar og ég brosi hérna út að eyrum," sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag þegar í ljós kom hver niðurstaða könnunar þáttarins sem lesendur Vísis taka þátt í var. 23.3.2012 22:49
Úraræninginn samþykkti framsal frá Sviss Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir pólskum karlmanni sem var framseldur hingað til lands frá Sviss vegna úraránsins í Michelsen. Maðurinn hefur játað brotið. 23.3.2012 20:25
Vilja skattafslætti fyrir tölvuleikjaiðnað á Íslandi Bretar hafa ákveðið að veita tölvuleikjaiðnaðinum þar í landi umtalsverða skattafslætti. Þrýst hefur verið á að koma svipuðu fyrirkomulagi hér á landi og segir framkvæmdastjóri CCP að slíkt hafi áhrif á hvar fyrirtækið ákveður að stækka við sig í framtíðinni. 23.3.2012 20:00
Andlegt ástand kvenna með PIP-brjóstapúða slæmt Lögmaður kvenna sem farið hafa í aðgerð á Landspítalanum til að fjarlæga PIP-brjóstapúða segir andlegt ástand þeirra mjög slæmt. Framkvæmdastjóri lækninga á spítalanum segir greinilegt að gæði púðana er ekki í lagi. 23.3.2012 19:30
Skoða rammalöggjöf um starfsemi fjármálafyrirtækja Rammalöggjöf um alla starfsemi íslenskra fjármálafyrirtækja og fjármálastöðugleikaráð er meðal hugmynda sem starfshópur á vegum efnahags- og viðskiptaráðuneytisins mun skoða á næstu mánuðum. Ráðherra vonast til að með slíkum aðgerðum megi styrkja fjármálakerfið og koma í veg fyrir annað hrun. 23.3.2012 19:00
Kona hugsanlega næsti biskup Kona gæti orðið næsti biskup Íslands en séra Agnes Sigurðardóttir hlaut flest atkvæði í kosningu um næsta biskup Íslands. Næstur kom doktor Sigurður Árni Þórðarson en kosið verður milli þeirra tveggja í seinni umferð í apríl. 23.3.2012 18:30
Hafði í hótunum við sýslumann - ætlaði að snúa aftur með byssu "Þetta var kært til lögreglu,“ segir Þórólfur Halldórsson, sýslumaður í Keflavík, en maður á miðjum aldri kom á skrifstofu sýslumanns um klukkan hálf tvö í dag og hafði í hótunum við sýslumanninn. Meðal annars hótaði maðurinn að snúa aftur á skrifstofuna vopnaður byssu. 23.3.2012 18:03
Sigurður Árni og Agnes efst Agnes Sigurðardóttir prestur í Bolungarvík og Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, urðu efst í biskupskjörinu þegar úrslit lágu fyrir í fyrri umferð kjörsins. Atkvæði voru talin í dag. Alls höfðu átta manns gefið kost á sér í embættið. Síðari umferð kosninganna mun fara fram í apríl. Gert er ráð fyrir að atkvæði verði talin 20. apríl. 23.3.2012 17:56
Ögmundur vinsæll hjá framsóknar- og sjálfstæðismönnum Rúmlega helmingur flokksmanna Vg eru ánægðir með störf Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, eða 55 prósent samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 23.3.2012 17:39
Vinstri grænir ánægðir með Steingrím Rösklega 80% kjósenda Vinstri grænna eru ánægðir með störf Steingríms J. Sigfússonar, formanns flokksins, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Ánægja með hann á meðal kjósenda flokksins hefur lítið breyst frá því að minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og VG tók við í febrúar 2009. 23.3.2012 17:20
Kynnti skýrslu um framtíðarskipan fjármálakerfisins Steingrímur J. Sigfússon, Efnahags- og viðskiptaráðherra, kynnti á ríksstjórnarfundi í morgun skýrslu sína til Alþingis um framtíðarskipan íslenska fjármálakerfisins og opinbert eftirlit með því. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að fjármálakreppa síðustu fjögurra ára hafi leitt í ljós ýmsa vankanta og veilur á fjármálakerfinu "og jafnframt vakið upp margvíslegar siðferðilegar og pólitískar spurningar sem takast verður á við og svara, eigi að takast að endurreisa traust almennings til banka og fjármálamarkaða. Af þessum sökum er þörf fyrir gagngerar endurbætur á umgjörð og skipan fjármálakerfisins víða um lönd. Ísland er hér engin undanteking. Allar götur frá bankahruninu haustið 2008 hafa breytingar á lagaumgjörðinni um fjármálastarfsemi á Íslandi verið til umræðu.“ 23.3.2012 16:30
Bongóblíða um helgina Hitinn nær fimmtán stigum á Seyðisfirði í dag og á Neskaupstað er hann 14,7 gráður. Það má því segja að það sé bongóblíða í dag á Austfjörðum. Á hálendinu er líka mikill hiti. Á Möðrudal er 10,7 gráðu hiti. 23.3.2012 15:56
Glitnismenn áfrýja til Hæstaréttar Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur, frá því í dag, í máli sérstaks saksóknara gegn Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni hefur verið kærður til Hæstaréttar. Þetta staðfestir Þórður Bogason hæstaréttarlögmaður og verjandi Guðmundar í samtali við Vísi. Hann vildi að öðru leyti ekki láta hafa neitt eftir sér um málið. 23.3.2012 14:56
Einar Boom segist hættur í Vítisenglum Einar Ingi Marteinsson, Einar Boom, er hættur í Hells Angels. Samkvæmt frásögn á DV.is hringdi Einar úr gæsluvarðhaldi í ritstjórn DV til að greina frá þessu. "Ég er hættur í Hells Angels. Ég ætla ekkert að ræða það frekar, en ég er hættur og þetta er staðfest," er haft eftir Einari og segir ástæðuna fyrir brotthvarfi hans verða opinberaða síðar. Aðspurður segir Einar það vera skrítið að vera skilinn við samtökin en hann segir að þannig sé það engu að síður. Einar situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að árás á konu um síðustu áramót. 23.3.2012 14:05
Fanfest vekur athygli víða um heim Mikið hefur verið dýrðir í Hörpunni frá því að Fanfest hátíðin hófst þar í gær. Rúmlega 1.500 spilarar og aðdáendur EVE Online tölvuleiksins hafa heimsótt tónlistarhúsið. Þá hafa þúsundir fylgst með fyrirlestrum tengdum EVE Online og DUST 514 í gegnum netið. 23.3.2012 13:24
Össur fundaði með Ashton Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, tók í gær þátt í fundi með Catherine Ashton, yfirmanni utanríkis- og öryggismálastefnu Evrópusambandsins, og starfsbræðrum sínum frá öðrum umsóknarríkjum ESB í Brussel. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að þá hafi setið fundinn utanríkisráðherrar "formennskuþríeykis sambandsins sem og ráðherrar nokkurra annarra aðildarríkja þess.“ 23.3.2012 15:27
Dorrit með ADHD og lesblindu Dorrit Moussieff forsetafrú er með lesblindu og AD/HD. Frá þessu greinir hún í samtali við Verzlunarskólablaðið. Ítarlegt viðtal er við Dorrit í blaðinu. Þar er hún meðal annars spurð að því hvort hún hafi gengið í skóla sem barn. 23.3.2012 12:45
Evrópusambandið herðir tökin á sjóræningjum Stjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að herða tökin á sjóræningjum við Sómalíu. 23.3.2012 14:08
Sérstakur saksóknari þarf ekki að láta upptökur af hendi Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu verjenda Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar, fyrrum Glitnismanna, að sérstakur saksóknari afhendi þeim geisladiska með mynd- og hljóðupptökum af skýrslutökum yfir þeim. Þeir Lárus og Guðmundur hafa verið ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til Milestone. 23.3.2012 13:55
Talning í biskupskosningunum hafin Kjörnefnd kom saman á Dómkirkjuloftinu klukkan eitt í dag til að telja atkvæðin í fyrstu umferð biskupskosninganna. Kosið var í póstkosningu. Kjörnefnd byrjar á því að fara yfir umslögin sem borist hafa. Um klukkan fjögur í dag verður svo byrjað að telja sjálf atkvæðin. Búist er við því að úrslitin sjálf liggi svo fyrir á sjötta timanum. 23.3.2012 13:22
Sigmaður gæslunnar fékk í sig straum Sá óvenjulegi atburður varð við æfingar hjá Landhelgisgæslunni á dögunum að mikið stöðurafmagn myndaðist þegar þyrla var við æfingar á ytri höfn Reykjavíkur í röku lofti og hundslappadrífu. Á heimasíðu gæslunnar segir að afar sjaldgæft sé að svo mikið stöðurafmagn myndist en það þekkist þó í ákveðnum veðurfarslegum skilyrðum þrátt fyrir jarðtengivír sem notaður er til varnar þessum aðstæðum. 23.3.2012 12:47
Breytingar á tíðnisviði gætu kostað rekstraraðila hundruð milljóna Breytingar Póst- og fjarskiptastofnunar á tíðinisviði, sem lengi hefur verið notað undir þráðlausa hljóðnema og annan hljóðbúnað, gætu kostað útsendingaraðila og leikhús mörg hundruð milljónir. Rekstraraðilar þurfa því að greiða fyrir endurstillingi hljóðbúnaðarins eða kaupa nýjan. 23.3.2012 12:23
Þarf meira en 50% atkvæða Biskupsefni þarf meira en 50% atkvæða til þess að hljóta kjör, samkvæmt upplýsingum frá biskupsstofu. Talning atkvæða í fyrstu umferð kjörsins fer fram í dag og hefst klukkan eitt. Átta manns eru í kjöri og er gert ráð fyrir því að ef enginn þeirra fær meira en helming atkvæða gætu ný kjörgögn farið út 2. apríl, þeim yrði skilað 16. apríl og talið yrði 20. apríl. 23.3.2012 11:53
Telur fordæmisgildi dóms mikið Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, þarf að fá undanþágu frá Hæstarétti til að fá að áfrýja dómi héraðsdóms í meiðyrðamáli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á hendur Birni. Sótt verður um leyfið eftir helgi segir Jón Magnússon, verjandi Björns. 23.3.2012 11:30
Vorþing Norðurlandaráðs - Halldór Ásgríms mættur aftur á þing Norðurlandaráð heldur í dag vorþing með áherslu á norðurslóðir í Alþingishúsinu. Á heimasíðu Alþingis segir að rætt verði um málefni norðurskautsins út frá umhverfis-, jafnréttis- og velferðarsjónarmiðum. 23.3.2012 11:09
Ráðherrar í lögreglufylgd Lögreglumenn fylgdu ráðherrunum Steingrími J. Sigfússyni og Ögmundi Jónassyni þegar þeir yfirgáfu ríkisstjórnarfund í stjórnarráðinu í morgun. Ráðherrar á Íslandi eru alla jafna ekki í fylgd lífvarða, en þó hafa komið upp tímabil þar sem talin hefur verið þörf á því. Skemmst er að minnast þess að lífverðir fylgdu Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hvert fótmál eftir að bankakerfið hrundi haustið 2008. 23.3.2012 10:36
Sundhöllin 75 ára Sundhöll Reykjavíkur er 75 ára í dag og verður afmælishátíð allan daginn fyrir gesti og velunnara. Eva Einarsdóttir, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, mun flytja ávarp og boðið verður upp á kaffi og köku í afgreiðslu laugarinnar. 23.3.2012 10:24
ESB setur eiginkonu Sýrlandsforseta í ferðabann Evrópusambandið ætlar að setja Asma al-Assad eiginkonu forseta Sýrlands í ferðabann og jafnframt eru uppi áform um að frysta allar eigur hennar innan Evrópusambandslanda. 23.3.2012 10:19
Kona fái bætur fyrir fall á eigin heimili Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir úrskurðarnefnd almannatrygginga fyrir að túlka reglugerð of þröngt þegar nefndin neitaði eldri konu, sem handleggsbrotnaði á heimili sínu, um bætur úr slysatryggingu. 23.3.2012 10:00
Talning atkvæða í biskupskjöri hefst klukkan eitt Talning atkvæða í biskupskjöri hefst klukkan eitt í dag og gert er ráð fyrir að henni ljúki milli kl. 17 og 19. 23.3.2012 09:42
Sakar Bryndísi um lygar Halla Harðardóttir, systurdóttir Bryndísar Schram, sakar hana um lygar í aðsendri grein í Fréttatímanum í dag. Málið snýst um viðtal og grein sem Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, skrifaði um meinta kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, gegn Guðrúnu Harðardóttur. Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins, svaraði ásökununum á hendur Jóni í aðsendri grein sem hún sendi í Fréttatímann fyrir viku. Halla, sem er systir Guðrúnar, ákvað að svara Bryndísi í grein sem hún birtir í Fréttatímanum í dag. 23.3.2012 09:40
Geta beygt út af lögreglustöð Gerð hefur verið sú breyting á fyrirhuguðum framkvæmdum við umferðareyjar og hringtorg á Dalvegi að lögreglan mun fá undanþágu til að beygja til vinstri þegar ekið er frá lögreglustöðinni þar við götuna. 23.3.2012 09:00
Tónlistarmenn í haldi án dóms Tónlistarmenn sem staðið hafa fyrir friðsömum mótmælum í Aserbaídsjan undanfarið hafa verið barðir og fangelsaðir. Tveir tónlistarmenn hafa verið í haldi frá 17. mars án aðkomu dómstóla fyrir móðgandi ummæli um látna móður forseta landsins. 23.3.2012 08:30
Þjórsá í biðflokk og Reykjanes í nýtingu Unnið er að því að tryggja þingmeirihluta fyrir Rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða. Áætlunin hefur verið afgreidd úr ríkisstjórn og er nú í þingflokkum stjórnarflokkanna. Tillögu verkefnisstjórnar er breytt og virkjanakostir færðir úr nýtingarflokki yfir í biðflokk. Unnið er að því að tryggja meirihluta málsins. 23.3.2012 07:45
VG lýsir andstöðu við fjármögnun Hverahlíðarvirkjunar Félagsfundur Vinstri grænna í Reykjavík lýsir andstöðu sinni við fyrirhugaða fjármögnun á virkjanaframkvæmdum við Hverahlíð, en í ráði er að lífeyrissjóðirnir fjármagni hana að verulegu leiti. 23.3.2012 07:25
Breskir lögreglumenn vilja fá verkfallsrétt að nýju Breskir lögreglumenn vilja fá verkfallsrétt sinn aftur og hafa efnt til atkvæðagreiðslu um málið hjá meðlimum samtaka sinna í Englandi og Wales. 23.3.2012 07:20
Búist við 8.000 ferðamönnum úr 4 skipum á einum degi Búist er við að allt að átta þúsund erlendir ferðamenn muni stíga á land úr fjórum skemmtiferðaskipum í Reykjavík 18. júní næstkomandi og munu aldrei áður jafn margir farþegar úr slíkum skipum hafa komið sama daginn til Reykjavíkur. 23.3.2012 07:17
Lögregla kölluð út víða vegna hávaða og láta Lögreglan á Selfossi leysti upp hávært teiti í íbúð í fjölbýlishúsi í nótt vegna kvartana annarra íbúa í húsinu og í næsta fjölbýlishúsi. 23.3.2012 07:07
Hjón fundu sjaldgæfa 6.000 ára gamla rafperlu Hjón sem voru á gangi eftir ströndinni við Tårs á Lálandi fundu afar sjaldgæfa útskorna rafperlu þar. Rafið er skorið út í líki lítils gullfisks en það er talið vera um 6.000 ára gamalt. 23.3.2012 07:03
Rigning á Titan á 1.000 ára fresti Nýja rannsókn sem unnin hefur verið úr gögnum frá Cassini geimfarinu sýna að það rignir á Titan einu af tungli Satrúnusar. 23.3.2012 07:00
Háværar kröfur um opinbera rannsókn á máli Merah Háværar kröfur eru uppi í Frakklandi um opinbera rannsókn á því af hverju leyniþjónusta landsins kom ekki í veg fyrir morðin sem Mohammed Merah framdi í Toulouse áður en hann var sjálfur felldur eftir umsátur sérsveitar lögreglunnar í gærmorgun. 23.3.2012 06:56
Kókaín fannst í blóði Whitney Houston Andlát söngkonunnar Whitney Houston var slys. Dánarorsökin liggur ljós fyrir, Houston drukknaði í baðkari á herbergi sínu á Beverley Hilton hótelinu í Los Angeles. 23.3.2012 06:51
Hitabylgja helgarinnar gerir vart við sig Svokölluð hitabylgja, sem landsmenn vonast nú eftir, er farin að gera vart við sig og voru farnar á sjást tveggja stafa hitatölur strax á sjötta tímanum í morgun. 23.3.2012 06:44
Tryggja meirihluta Rammaáætlunar Unnið er að því að tryggja þingmeirihluta fyrir Rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða. Áætlunin hefur verið afgreidd úr ríkisstjórn og er nú í þingflokkum stjórnarflokkanna. Tillögu verkefnisstjórnar er breytt og virkjanakostir færðir úr nýtingarflokki yfir í biðflokk. Unnið er að því að tryggja meirihluta málsins. 23.3.2012 06:30