Innlent

Bongóblíða um helgina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hitinn nær fimmtán stigum á Seyðisfirði í dag og á Neskaupstað er hann 14,7 gráður. Það má því segja að það sé bongóblíða í dag á Austfjörðum. Á hálendinu er líka mikill hiti. Á Möðrudal er 10,7 gráðu hiti.

Útlitið fyrir morgundaginn er gott bæði á Austurlandi og Norðurlandi. Um þrjúleytið á morgun er gert ráð fyrir að það verði heiðskýrt og 15 gráðu hiti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×